Rekin þrisvar úr menntaskóla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2020 13:31 Vilborg Arna Gissurardóttir hefur unnið mögnuð afrek í fjallgöngum og skíðagöngu undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Vilborg Arna Gissurardóttir er fyrsta konan í heiminum til að ganga ein á skíðum á Suðurpólinn og klífa ein tind yfir 8000 metra. Á göngu á Hvannadalshnjúk árið 2002 setti hún sér það markmið að ganga á Suðurpólinn. Það markmið náðist á tíu árum og á þeirri leið þurfti hún að vega og meta flest allt í lífi sínu varðandi eyðslu enda ljóst að leiðangurinn á pólinn yrði mjög kostnaðarsamur. „Þá stóð maður frammi fyrir ákvörðuninni hvort mig langaði meira í skó eða ganga á Suðurpólinn. Það var spurningin sem ég þurfti alltaf að spyrja sjálfa mig. Hvað langar þig mest að gera og hvað skiptir þig mestu máli. Forgangsröðun eða fórn,“ segir Vilborg sem var til viðtals í hlaðvarpinu Leitinni að peningunum. Hvatvísisreglan Vilborg segir hvatvísi bæði veikleika sinn og styrkleika. Þegar komi að fjármálum geti hvatvísi verið afar kostnaðarsöm enda hætta á að hlutir séu keyptir í fljótfærni. Hún setti sér því eina góð reglu. Ef um er að ræða dýra hluti sem Vilborg veltir fyrir sér að kaupa á staðnum þá leyfir hún nokkrum dögum að líða. Ef hana langar enn í hlutinn eftir tvo til þrjá daga þá lætur hún kaupin eftir sér. Vilborg Arna í sínu náttúrulega umhverfi ef svo má segja. Vilborg segir að þegar hún hafi náð markmiði sínu um að komast á Suðurpólinn hafi hún strax gleymt öllum erfiðleikum og þeim áskorunum sem mættu henni á ísnum. Hún hafi strax farið að undirbúa næsta leiðangur. Afrekin gefi manni mikið sjálfstraust. Markmið skipti öllu máli Hún segir að hún hafi lært að það að ná markmiðum sínum sé ekkert endilega það mikilvægasta. Það að standa á toppi einhvers tinds sé bara hluti af stóra dæminu. Ferðalagið og allt hitt sé það sem standi upp úr. Undirbúningurinn og leiðinn sjálf á toppinn. Eins verði til ótrúlegar minningar með fólkinu sem sé í erfiðum aðstæðum með manni. Vilborg segir margt líkt með fjármálum og leiðöngrum. Til dæmis skipti miklu máli í öllum ferðum að hugsa vel um sjálfan sig. Það þurfi að gera strax að minniháttar sárum eins og hælsæri sem hæglega geti orðið að mjög alvarlegu sári sé ekki brugðist við strax. Sama eigi við um vexti, vanskil og dráttarvexti. Þarf þurfi að bregðast við strax. Hlutirnir verði oft óyfirstíganlegir og yfirþyrmandi sé þeim leyft að stækka of mikið. Ekki öll eggin í sömu körfunni Hún segir að hún hafi alls ekki verið markmiðadrifin framan af. Sem dæmi hafi hún verið rekin þrisvar úr menntaskóla. Vilborg gekk í Menntaskólann við Sund, Fjölbraut í Ármúla og Fjölbrautarskóla Suðurlands en hafði verið rekin úr þeim öllum fyrir átján ára aldur. Um var að ræða erfiða tíma hjá Vilborgu sem hefur sagt hafa hjálpað henni að drífa sig til Svíþjóðar og verða au-pair. Móðirin á heimilinu, íslenskur lögfræðingur, hafi hvatt hana til dáða og sagt henni að hún hefði raunverulega hæfileika og gæti gert hvað sem er. Hún hafi þó alltaf haft sterkt vinnusiðferði og þörf til að vinna mikið. Útivistin gefi henni mikið sjálfstraust og trú á eigin getu. Það hafi gagnast henni mikið í háskólanámi. Vilborg arna við komuna til landsins eftir gönguna á Suðurpólinn. Vilborg vinnur í dag við rekstur ferðaþjónustufyrirtækisins Tindatravel og Artic Trail auk þess sem hún hefur verið í ráðgjafastörfum og haldið fyrirlestra auk fleiri verkefna. „Ég reyni að hafa þetta fjölbreytt og ekki setja öll eggin í sömu körfuna því nú til dæmis finnur maður það að það er gott að geta leitað á önnur mið,“ segir Vilborg. Erfið og krefjandi fjöll innblástur við erfið verkefni Hún segist notast mikið við fjöll þegar hún tekst á við stór verkefni í til dæmis vinnunni. Þá rifji hún upp glímu við erfitt og krefjandi fjall sem hún hafi klifið. Um leið gefi sú vissa að hún gat það henni sjálfstraust og eldmóð við að klára verkefnið sem hún er að fást við. Vilborg segir líka að maður verði að setja sér mælistikur þegar maður er að vinna að risastóru markmiði. Hvort sem er að ganga Suðurpólinn eða greiða niður skuldir. Fyrst þurfi að komast í gegnum daginn. Því næst að klára næstu breiddargráðu og um leið og ákveðinni breiddargráðu var náð þá verðlaunaði hún sig. Lögmálið er nefnilega þannig að þegar maður nær nógu mörgum litlum markmiðum þá nær maður á endanum stóra markmiðinu. Hlaðvarpið Leitin að peningunum er framleitt af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Heilsa Fjallamennska Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Það markmið náðist á tíu árum og á þeirri leið þurfti hún að vega og meta flest allt í lífi sínu varðandi eyðslu enda ljóst að leiðangurinn á pólinn yrði mjög kostnaðarsamur. „Þá stóð maður frammi fyrir ákvörðuninni hvort mig langaði meira í skó eða ganga á Suðurpólinn. Það var spurningin sem ég þurfti alltaf að spyrja sjálfa mig. Hvað langar þig mest að gera og hvað skiptir þig mestu máli. Forgangsröðun eða fórn,“ segir Vilborg sem var til viðtals í hlaðvarpinu Leitinni að peningunum. Hvatvísisreglan Vilborg segir hvatvísi bæði veikleika sinn og styrkleika. Þegar komi að fjármálum geti hvatvísi verið afar kostnaðarsöm enda hætta á að hlutir séu keyptir í fljótfærni. Hún setti sér því eina góð reglu. Ef um er að ræða dýra hluti sem Vilborg veltir fyrir sér að kaupa á staðnum þá leyfir hún nokkrum dögum að líða. Ef hana langar enn í hlutinn eftir tvo til þrjá daga þá lætur hún kaupin eftir sér. Vilborg Arna í sínu náttúrulega umhverfi ef svo má segja. Vilborg segir að þegar hún hafi náð markmiði sínu um að komast á Suðurpólinn hafi hún strax gleymt öllum erfiðleikum og þeim áskorunum sem mættu henni á ísnum. Hún hafi strax farið að undirbúa næsta leiðangur. Afrekin gefi manni mikið sjálfstraust. Markmið skipti öllu máli Hún segir að hún hafi lært að það að ná markmiðum sínum sé ekkert endilega það mikilvægasta. Það að standa á toppi einhvers tinds sé bara hluti af stóra dæminu. Ferðalagið og allt hitt sé það sem standi upp úr. Undirbúningurinn og leiðinn sjálf á toppinn. Eins verði til ótrúlegar minningar með fólkinu sem sé í erfiðum aðstæðum með manni. Vilborg segir margt líkt með fjármálum og leiðöngrum. Til dæmis skipti miklu máli í öllum ferðum að hugsa vel um sjálfan sig. Það þurfi að gera strax að minniháttar sárum eins og hælsæri sem hæglega geti orðið að mjög alvarlegu sári sé ekki brugðist við strax. Sama eigi við um vexti, vanskil og dráttarvexti. Þarf þurfi að bregðast við strax. Hlutirnir verði oft óyfirstíganlegir og yfirþyrmandi sé þeim leyft að stækka of mikið. Ekki öll eggin í sömu körfunni Hún segir að hún hafi alls ekki verið markmiðadrifin framan af. Sem dæmi hafi hún verið rekin þrisvar úr menntaskóla. Vilborg gekk í Menntaskólann við Sund, Fjölbraut í Ármúla og Fjölbrautarskóla Suðurlands en hafði verið rekin úr þeim öllum fyrir átján ára aldur. Um var að ræða erfiða tíma hjá Vilborgu sem hefur sagt hafa hjálpað henni að drífa sig til Svíþjóðar og verða au-pair. Móðirin á heimilinu, íslenskur lögfræðingur, hafi hvatt hana til dáða og sagt henni að hún hefði raunverulega hæfileika og gæti gert hvað sem er. Hún hafi þó alltaf haft sterkt vinnusiðferði og þörf til að vinna mikið. Útivistin gefi henni mikið sjálfstraust og trú á eigin getu. Það hafi gagnast henni mikið í háskólanámi. Vilborg arna við komuna til landsins eftir gönguna á Suðurpólinn. Vilborg vinnur í dag við rekstur ferðaþjónustufyrirtækisins Tindatravel og Artic Trail auk þess sem hún hefur verið í ráðgjafastörfum og haldið fyrirlestra auk fleiri verkefna. „Ég reyni að hafa þetta fjölbreytt og ekki setja öll eggin í sömu körfuna því nú til dæmis finnur maður það að það er gott að geta leitað á önnur mið,“ segir Vilborg. Erfið og krefjandi fjöll innblástur við erfið verkefni Hún segist notast mikið við fjöll þegar hún tekst á við stór verkefni í til dæmis vinnunni. Þá rifji hún upp glímu við erfitt og krefjandi fjall sem hún hafi klifið. Um leið gefi sú vissa að hún gat það henni sjálfstraust og eldmóð við að klára verkefnið sem hún er að fást við. Vilborg segir líka að maður verði að setja sér mælistikur þegar maður er að vinna að risastóru markmiði. Hvort sem er að ganga Suðurpólinn eða greiða niður skuldir. Fyrst þurfi að komast í gegnum daginn. Því næst að klára næstu breiddargráðu og um leið og ákveðinni breiddargráðu var náð þá verðlaunaði hún sig. Lögmálið er nefnilega þannig að þegar maður nær nógu mörgum litlum markmiðum þá nær maður á endanum stóra markmiðinu. Hlaðvarpið Leitin að peningunum er framleitt af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.
Heilsa Fjallamennska Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira