Skriðuföll og smávirkjanir Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar 29. desember 2020 14:31 Á aðventunni varð skelfileg eyðilegging á Seyðisfirði, aurskriður í kjölfar mikilla rigninga hafa valdið stórkostlegu eignatjóni og má það kallast mildi að ekki varð manntjón. Samkvæmt skýrslu á vef stjórnarráðsins um Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi frá því í júlí 2008 kemur fram á blaðsíðu 11 í kafla 1.2.3 að úrkomubreytingar verða miklar. Þar segir m.a.: „Á norðlægum svæðum fellur meiri úrkoma en fyrr sem rigning, en minni sem snjór. Mjög víða hefur helliregn aukist, jafnvel á svæðum þar sem dregið hefur úr heildarúrkomu.“ Á síðu 34 í sömu skýrslu segir um úrkomu á Íslandi: „Langtímamælingar viðrast gefa til kynna að úrkoma aukist um 4 til 8% við hlýnun um 1°C.“ Því miður hefur mannkyninu ekki gengið vel að snúa þróun hitastigs á jörðinni til betri vegar. Sífellt fleiri hitamet eru slegin og afleiðingin fyrir okkur hér á Íslandi er aukin úrkoma með aukinni hættu á skriðuföllum eins og þeim sem urðu á Seyðisfirði fyrir jól. Þegar horft er á myndirnar og farveg Búðará slær því niður í hugann hvort að nýta mætti smávirkjanir til að draga úr hættu á skriðuföllum sem þessum. Hugsanlega mætti veita vatni úr hlíðum sem þessari í lón til að þurrka þær upp og slá tvær flugur í einu höggi og byggja flóðvarnir að hluta á því að virkja vatnið sem hættan stafar af. Á vef Orkustofnunar er að finna skýrslu sem Vatnaskil vann fyrir stofnunina um kortlagningu smávirkjanakosta á Austurlandi. Þar er einn af möguleikunum fyrir Seyðisfjarðarkaupstað Búðará, þar sem hægt er að virkja 326 m fallhæð. Rennslið er ekki mjög mikið en þessi fallhæð er undirstaða þeirra ofurkrafta sem ollu svo miklu tjóni. Þó að uppsett afl sé ekki mikið gæti verið til þess vinnandi að virkja ár sem þessa, ef það getur samhliða þurrkað upp hlíðar sem annars geta farið af stað þegar mikið rignir. Höfundur er framkvæmdastjóri Verkfræðistofunnar AFL og ORKA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Á aðventunni varð skelfileg eyðilegging á Seyðisfirði, aurskriður í kjölfar mikilla rigninga hafa valdið stórkostlegu eignatjóni og má það kallast mildi að ekki varð manntjón. Samkvæmt skýrslu á vef stjórnarráðsins um Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi frá því í júlí 2008 kemur fram á blaðsíðu 11 í kafla 1.2.3 að úrkomubreytingar verða miklar. Þar segir m.a.: „Á norðlægum svæðum fellur meiri úrkoma en fyrr sem rigning, en minni sem snjór. Mjög víða hefur helliregn aukist, jafnvel á svæðum þar sem dregið hefur úr heildarúrkomu.“ Á síðu 34 í sömu skýrslu segir um úrkomu á Íslandi: „Langtímamælingar viðrast gefa til kynna að úrkoma aukist um 4 til 8% við hlýnun um 1°C.“ Því miður hefur mannkyninu ekki gengið vel að snúa þróun hitastigs á jörðinni til betri vegar. Sífellt fleiri hitamet eru slegin og afleiðingin fyrir okkur hér á Íslandi er aukin úrkoma með aukinni hættu á skriðuföllum eins og þeim sem urðu á Seyðisfirði fyrir jól. Þegar horft er á myndirnar og farveg Búðará slær því niður í hugann hvort að nýta mætti smávirkjanir til að draga úr hættu á skriðuföllum sem þessum. Hugsanlega mætti veita vatni úr hlíðum sem þessari í lón til að þurrka þær upp og slá tvær flugur í einu höggi og byggja flóðvarnir að hluta á því að virkja vatnið sem hættan stafar af. Á vef Orkustofnunar er að finna skýrslu sem Vatnaskil vann fyrir stofnunina um kortlagningu smávirkjanakosta á Austurlandi. Þar er einn af möguleikunum fyrir Seyðisfjarðarkaupstað Búðará, þar sem hægt er að virkja 326 m fallhæð. Rennslið er ekki mjög mikið en þessi fallhæð er undirstaða þeirra ofurkrafta sem ollu svo miklu tjóni. Þó að uppsett afl sé ekki mikið gæti verið til þess vinnandi að virkja ár sem þessa, ef það getur samhliða þurrkað upp hlíðar sem annars geta farið af stað þegar mikið rignir. Höfundur er framkvæmdastjóri Verkfræðistofunnar AFL og ORKA.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar