Kurr í sjúkraflutningamönnum vegna forgangsröðunar í bólusetningu Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2020 21:34 Magnús Smári Smárason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Vísir/vilhelm Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir kurr í félagsmönnum vegna forgangsröðunar í bólusetningu við kórónuveirunni. Sjúkraflutningamenn eru samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra í fjórða forgangshóp en ættu „í fullkomnum heimi“ að vera í fyrsta eða öðrum, að mati formannsins. Bólusetningar með bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer hófust á Íslandi í dag. Starfsmenn á gjörgæsludeild og bráðamóttöku fengu fyrstu sprauturnar og því næst var hafist handa við að bólusetja heimilismenn á hjúkrunarheimilum, auk annarra heilbrigðisstarfsmanna í framlínu. Sinna veikum og slösuðum í allskyns aðstæðum Sigurjón Bergsson sjúkraflutningamaður furðaði sig á því í færslu á Facebook í dag að sjúkraflutningamenn væru ekki flokkaðir sem framlínustétt í reglugerð heilbrigðisráðherra. Sjúkraflutningamenn, sem sinni bráðaþjónustu utan spítala, séu í fjórða flokki samkvæmt reglugerðinni. Hana má nálgast hér. „Sjúkraflutningamenn eru að mínu viti framlínustarfsmenn. Við sinnum veikum og slösuðum í allskyns aðstæðum, oft á tíðum eru þær langt frá því að vera öruggar. Atvikin þar sem við erum boðuð í veikindi þar sem einkenni líkjast einkennum Covid-19 eru óteljandi síðastliðna mánuði,“ skrifaði Sigurjón, sem kvað stéttina ekki reikna með að fá bóluefni fyrr en mögulega í lok janúar – eða seinna. „Við gefum fólki vökva, við tökum sýni og mælum lífsmörk og metum fólk og getu þess til að vera áfram heima í samráði við lækni. Þegar fólk er orðið of lasið til þess að vera heima, þá flytjum við sjúklinga á sjúkrahús, í bíl þar sem engan veginn er hægt að halda 2 metra bili. Ferðin yfir Hellisheiðina tekur í góðri færð um 40 mínútur. Við reynum eins og við getum að halda sóttvarnarbúnaðinum okkar heilum og góðum. Það getur þó verið erfitt í 10-25 metrum á sekúndu, þar sem búnaðurinn er viðkvæmur og ekki endilega ætlaður íslenskri veðráttu, þegar sinna þarf sjúklingum utandyra.“ Hæ ! Mig langar að kasta fram smá pælingum sem hafa brunnið á mér undanfarna daga og vikur... Þið ráðið hvað þið nennið...Posted by Sigurjón Bergsson on Þriðjudagur, 29. desember 2020 Fleiri hafa furðað sig á þessari forgangsröðun á samfélagsmiðlum. Að sjúkraflutningamenn skuli vera í hópi fjögur til bólusetninga er eitthvað dæmi sem ég skil ekki. Hópurinn sem fer einna mest inn í ótryggar aðstæður og hefur borið þungan af flutningum smitaðra. Framlínustarfsmenn þegar hentar..— kvendýr (@assajons) December 29, 2020 Magnús Smári Smárason formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag að hann hefði orðið var við kurr í félagsmönnum vegna forgangsröðunarinnar. „Við erum í forgangshóp fjögur þannig að við erum nú ofarlega á lista en sá hópur er mjög fjölmennur og okkur hefur þótt ástæða til að benda á mikilvægi þess að starfsmenn sem starfa í bráðaþjónustu utan spítala séu mjög framarlega í þeim hópi í það minnsta,“ sagði Magnús. „Í fullkomnum heimi ættum við að vera með starfsfólki bráðamóttökunnar. Þangað flytjum við flesta okkar sjúklinga og erum í mestri nánd við. Og í sama hópi og starfsfólk hjúkrunarheimila og dvalarheimila því þar eru hóparnir sem eru viðkvæmastir fyrir ef þeir veikjast.“ Umræddar stéttir eru í fyrsta og öðrum forgangshópi samkvæmt reglugerð. Mikilvægt að tryggja að þau smiti ekki Hann benti þó á að fyrstu áætlanir hefðu gert ráð fyrir að meira bóluefni kæmi til landsins um þetta leyti en raunin varð – og verður. Upphaflega hefði mátt gera ráð fyrir bólusetningu fyrir hópinn í lok desember eða byrjun janúar en nú væri engin dagsetning í hendi. „Við erum búnir að senda fyrirspurn um stöðu mála af því að við höfum áhyggjur af þessu og okkar félagsmenn hafa áhyggjur af þessu, af því að okkar starfsstéttir eru sérstakar að því leyti að við erum að fara inn á mjög mörg heimili og sjúkrastofnanir og dvalarheimili þar sem eru einstaklingar í viðkvæmum hópum. Þess vegna er mjög mikilvægt að tryggja það með öllum leiðum að við séum ekki smitberar,“ sagði Magnús. Þá kvaðst hann hafa fulla trú á því að svör berist frá ráðuneytinu. Hann teldi blasa við að breyta þurfi forgangslistanum eins og staðan er núna. „Allavega miðað við það ef tíðni eða magn bóluefnis verður miklu minna en lagt er upp með.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Fór „eins hátt upp í Pfizer“ og hann gat og lagði inn beiðni Forstjóri íslenska fyrirtækisins Controlant, sem kemur m.a. að dreifingu á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni, kveðst hafa komið hugmyndum um Ísland sem rannsóknarverkefni á framfæri við Pfizer. Hann hafi fengið þau svör að beiðninni yrði komið áleiðis. 29. desember 2020 18:44 Bóluefninu er ekki dælt í æð heldur vöðva Kári Stefánsson sá sig knúinn til að skamma Björn Inga Hrafnsson fyrir rugl í tengslum við bólusetningar. 29. desember 2020 16:08 „Það fer vonandi að styttast í annan endann á Covid-19“ Útlit er fyrir að þriðja bylgja Covid-19 faraldursins sé í nokkurri lægð að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann vonar að upphaf bólusetningar hér á landi marki upphaf endaloka Covid-19. 29. desember 2020 11:28 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Bólusetningar með bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer hófust á Íslandi í dag. Starfsmenn á gjörgæsludeild og bráðamóttöku fengu fyrstu sprauturnar og því næst var hafist handa við að bólusetja heimilismenn á hjúkrunarheimilum, auk annarra heilbrigðisstarfsmanna í framlínu. Sinna veikum og slösuðum í allskyns aðstæðum Sigurjón Bergsson sjúkraflutningamaður furðaði sig á því í færslu á Facebook í dag að sjúkraflutningamenn væru ekki flokkaðir sem framlínustétt í reglugerð heilbrigðisráðherra. Sjúkraflutningamenn, sem sinni bráðaþjónustu utan spítala, séu í fjórða flokki samkvæmt reglugerðinni. Hana má nálgast hér. „Sjúkraflutningamenn eru að mínu viti framlínustarfsmenn. Við sinnum veikum og slösuðum í allskyns aðstæðum, oft á tíðum eru þær langt frá því að vera öruggar. Atvikin þar sem við erum boðuð í veikindi þar sem einkenni líkjast einkennum Covid-19 eru óteljandi síðastliðna mánuði,“ skrifaði Sigurjón, sem kvað stéttina ekki reikna með að fá bóluefni fyrr en mögulega í lok janúar – eða seinna. „Við gefum fólki vökva, við tökum sýni og mælum lífsmörk og metum fólk og getu þess til að vera áfram heima í samráði við lækni. Þegar fólk er orðið of lasið til þess að vera heima, þá flytjum við sjúklinga á sjúkrahús, í bíl þar sem engan veginn er hægt að halda 2 metra bili. Ferðin yfir Hellisheiðina tekur í góðri færð um 40 mínútur. Við reynum eins og við getum að halda sóttvarnarbúnaðinum okkar heilum og góðum. Það getur þó verið erfitt í 10-25 metrum á sekúndu, þar sem búnaðurinn er viðkvæmur og ekki endilega ætlaður íslenskri veðráttu, þegar sinna þarf sjúklingum utandyra.“ Hæ ! Mig langar að kasta fram smá pælingum sem hafa brunnið á mér undanfarna daga og vikur... Þið ráðið hvað þið nennið...Posted by Sigurjón Bergsson on Þriðjudagur, 29. desember 2020 Fleiri hafa furðað sig á þessari forgangsröðun á samfélagsmiðlum. Að sjúkraflutningamenn skuli vera í hópi fjögur til bólusetninga er eitthvað dæmi sem ég skil ekki. Hópurinn sem fer einna mest inn í ótryggar aðstæður og hefur borið þungan af flutningum smitaðra. Framlínustarfsmenn þegar hentar..— kvendýr (@assajons) December 29, 2020 Magnús Smári Smárason formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag að hann hefði orðið var við kurr í félagsmönnum vegna forgangsröðunarinnar. „Við erum í forgangshóp fjögur þannig að við erum nú ofarlega á lista en sá hópur er mjög fjölmennur og okkur hefur þótt ástæða til að benda á mikilvægi þess að starfsmenn sem starfa í bráðaþjónustu utan spítala séu mjög framarlega í þeim hópi í það minnsta,“ sagði Magnús. „Í fullkomnum heimi ættum við að vera með starfsfólki bráðamóttökunnar. Þangað flytjum við flesta okkar sjúklinga og erum í mestri nánd við. Og í sama hópi og starfsfólk hjúkrunarheimila og dvalarheimila því þar eru hóparnir sem eru viðkvæmastir fyrir ef þeir veikjast.“ Umræddar stéttir eru í fyrsta og öðrum forgangshópi samkvæmt reglugerð. Mikilvægt að tryggja að þau smiti ekki Hann benti þó á að fyrstu áætlanir hefðu gert ráð fyrir að meira bóluefni kæmi til landsins um þetta leyti en raunin varð – og verður. Upphaflega hefði mátt gera ráð fyrir bólusetningu fyrir hópinn í lok desember eða byrjun janúar en nú væri engin dagsetning í hendi. „Við erum búnir að senda fyrirspurn um stöðu mála af því að við höfum áhyggjur af þessu og okkar félagsmenn hafa áhyggjur af þessu, af því að okkar starfsstéttir eru sérstakar að því leyti að við erum að fara inn á mjög mörg heimili og sjúkrastofnanir og dvalarheimili þar sem eru einstaklingar í viðkvæmum hópum. Þess vegna er mjög mikilvægt að tryggja það með öllum leiðum að við séum ekki smitberar,“ sagði Magnús. Þá kvaðst hann hafa fulla trú á því að svör berist frá ráðuneytinu. Hann teldi blasa við að breyta þurfi forgangslistanum eins og staðan er núna. „Allavega miðað við það ef tíðni eða magn bóluefnis verður miklu minna en lagt er upp með.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Fór „eins hátt upp í Pfizer“ og hann gat og lagði inn beiðni Forstjóri íslenska fyrirtækisins Controlant, sem kemur m.a. að dreifingu á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni, kveðst hafa komið hugmyndum um Ísland sem rannsóknarverkefni á framfæri við Pfizer. Hann hafi fengið þau svör að beiðninni yrði komið áleiðis. 29. desember 2020 18:44 Bóluefninu er ekki dælt í æð heldur vöðva Kári Stefánsson sá sig knúinn til að skamma Björn Inga Hrafnsson fyrir rugl í tengslum við bólusetningar. 29. desember 2020 16:08 „Það fer vonandi að styttast í annan endann á Covid-19“ Útlit er fyrir að þriðja bylgja Covid-19 faraldursins sé í nokkurri lægð að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann vonar að upphaf bólusetningar hér á landi marki upphaf endaloka Covid-19. 29. desember 2020 11:28 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Fór „eins hátt upp í Pfizer“ og hann gat og lagði inn beiðni Forstjóri íslenska fyrirtækisins Controlant, sem kemur m.a. að dreifingu á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni, kveðst hafa komið hugmyndum um Ísland sem rannsóknarverkefni á framfæri við Pfizer. Hann hafi fengið þau svör að beiðninni yrði komið áleiðis. 29. desember 2020 18:44
Bóluefninu er ekki dælt í æð heldur vöðva Kári Stefánsson sá sig knúinn til að skamma Björn Inga Hrafnsson fyrir rugl í tengslum við bólusetningar. 29. desember 2020 16:08
„Það fer vonandi að styttast í annan endann á Covid-19“ Útlit er fyrir að þriðja bylgja Covid-19 faraldursins sé í nokkurri lægð að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann vonar að upphaf bólusetningar hér á landi marki upphaf endaloka Covid-19. 29. desember 2020 11:28