Man. United með fleiri stig en Liverpool síðan Bruno kom Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2020 08:31 Manchester United gerði frábær kaup í Bruno Fernandes sem hefur komið með beinum hætti að 32 mörkum í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2020. Getty/Matthew Ashton Bruno Fernandes hefur gjörbreytt liði Manchester United síðan að félagið keypti hann frá Sporting fyrir ellefu mánuðum síðan og það sýna líka tölurnar. Portúgalinn Bruno Fernandes var enn á ný örlagavaldurinn í gærkvöldi þegar Manchester United komst upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Bruno lagði þá upp sigurmark Marcus Rashford sem kom á þriðju mínútu í uppbótatíma leiksins. Fernandes hefur þar með gefið sjö stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og hefur alls komið að 32 mörkum í 29 leikjum með United liðinu. Bruno Fernandes for Manchester United in 2020:29 games18 goals14 assists pic.twitter.com/wRxKgHisbC— B/R Football (@brfootball) December 29, 2020 Það er ekkert skrýtið að spekingar séu farnir að bera áhrif Bruno Fernandes á liðið við þau áhrif sem Eric Cantona hafði á United þegar liðið endaði langa bið eftir Englandsmeistaratitlinum. United var búið að bíða í 26 ár þegar titilinn vannst loksins með hjálp Cantona árið 1993 en í vor verða liðin átta ár frá síðasta meistaratitli Manchetser United. Það er mjög athyglisvert að skoða tölur Bruno Fernandes í ensku úrvalsdeildinni í samanburði við frammistöðu annarra leikmanna og liða síðan að Manchester United keypti hann 29. janúar síðastliðinn. Bruno Fernandes hefur komið með beinum hætti að fimm mörkum fleira en næsti maður á þessum tíma. Sá sem er í öðru sætinu er Liverpool framherjinn Mohamed Salah. Salah hefur skorað fleiri mörk en Burno er með tvöfalt fleiri stoðsendingar. Frammistaða Bruno er líka að hafa mikil áhrif á gengi Manchester United liðsins sem hefur fengið flest stig af öllum liðum deildarinnar síðan að Portúgalinn kom. Manchester United hefur náð í 62 stig í 29 leikjum síðan 1. febrúar 2020 eða einu stigi meira en Liverpool liðið og sex stigum meira en nágrannar þeirra í Manchester City. Topplistana tvo má sjá hér fyrir neðan. Bruno Fernandes has been directly involved in more Premier League goals than any other player since his debut.Man Utd have won more points than any other club since Bruno Fernandes debut.The greatest debut year in the competition's history? pic.twitter.com/sDGzQ0T1Vg— William Hill (@WilliamHill) December 29, 2020 Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira
Portúgalinn Bruno Fernandes var enn á ný örlagavaldurinn í gærkvöldi þegar Manchester United komst upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Bruno lagði þá upp sigurmark Marcus Rashford sem kom á þriðju mínútu í uppbótatíma leiksins. Fernandes hefur þar með gefið sjö stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og hefur alls komið að 32 mörkum í 29 leikjum með United liðinu. Bruno Fernandes for Manchester United in 2020:29 games18 goals14 assists pic.twitter.com/wRxKgHisbC— B/R Football (@brfootball) December 29, 2020 Það er ekkert skrýtið að spekingar séu farnir að bera áhrif Bruno Fernandes á liðið við þau áhrif sem Eric Cantona hafði á United þegar liðið endaði langa bið eftir Englandsmeistaratitlinum. United var búið að bíða í 26 ár þegar titilinn vannst loksins með hjálp Cantona árið 1993 en í vor verða liðin átta ár frá síðasta meistaratitli Manchetser United. Það er mjög athyglisvert að skoða tölur Bruno Fernandes í ensku úrvalsdeildinni í samanburði við frammistöðu annarra leikmanna og liða síðan að Manchester United keypti hann 29. janúar síðastliðinn. Bruno Fernandes hefur komið með beinum hætti að fimm mörkum fleira en næsti maður á þessum tíma. Sá sem er í öðru sætinu er Liverpool framherjinn Mohamed Salah. Salah hefur skorað fleiri mörk en Burno er með tvöfalt fleiri stoðsendingar. Frammistaða Bruno er líka að hafa mikil áhrif á gengi Manchester United liðsins sem hefur fengið flest stig af öllum liðum deildarinnar síðan að Portúgalinn kom. Manchester United hefur náð í 62 stig í 29 leikjum síðan 1. febrúar 2020 eða einu stigi meira en Liverpool liðið og sex stigum meira en nágrannar þeirra í Manchester City. Topplistana tvo má sjá hér fyrir neðan. Bruno Fernandes has been directly involved in more Premier League goals than any other player since his debut.Man Utd have won more points than any other club since Bruno Fernandes debut.The greatest debut year in the competition's history? pic.twitter.com/sDGzQ0T1Vg— William Hill (@WilliamHill) December 29, 2020
Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira