Komandi ár bjartsýni og vonar Hólmfríður Árnadóttir skrifar 30. desember 2020 19:55 Síðasta ár hefur fyrir marga verið ár hörmunga og jafnvel vonleysis. Þó hefur margt jákvætt átt sér stað, ótrúlega margt ef miðað er við að viðbrögð og úrræði hafa flest snúist um skaðaminnkun og rústabjörgun. Hvort sem um ræðir einstaklinga, fjölskyldur, fyrirtæki eða stjórnvöld. Ekkert okkar er ósnert af áföllum eða einhverjum sem hefur borið skarðan hlut frá borði. Fyrir utan viðspyrnuaðgerðir hafa ráðherrar okkar hugað sérstaklega að börnum, tekjulágum og öryrkjum, okkar minnstu bræðrum og systrum sem okkur ber skylda til að sinna vel. Lækkun á greiðsluhlutfalli notenda heilbrigðiskerfisins er umtalsverð og nú síðast lækkun á greiðsluhlutfalli vegna leghálssýna sem allar konur eða um helmingur þjóðarinnar nýtur góðs af. Framundan er lækkun komugjalda á heilsugæslu. Þegar kreppir að sjáum við hvað það er mikilvægt, að líta til grunnþarfa okkar: Samvera með börnum okkar og stytting vinnuvikunnar, sem þýðir einnig styttri leikskóladvöl og þá lægri dagvistunargjöld, meiri tími til sjálfbærni og umhverfisvitundar. Þar eru ekki háar upphæðir eða langur tími en fyrsta skrefið og þegar á heildina er litið munar um allt. En kökunni er ekki rétt skipt. Sjálfsagt verður það aldrei þannig en við getum gert okkar besta til að sjá til þess að samfélagið verði réttlátara, að misrétti heyri sögunni til og sameiginlegir sjóðir okkar haldist í okkar eigu og séu til góða fyrir okkur öll. Réttlátara samfélag fyrir alla, þar eigum við spöl eftir að landi. Það á að vera liðin tíð að unga fólkið okkar, sem er að eignast þak yfir höfuðið, mennta sig og ala upp börn, þurfi að velta hverri krónu fyrir sér og stöðugt vona að næstu mánaðarmót komi aðeins fyrr. Að aukavinnu þurfi til að endar nái saman sem leiðir til minni samveru við börnin á þeirra mikilvægustu þroskaárum og stöðugs álags vegna samvirkni alls þessa. Við verðum að halda áfram að styðjaunga fólkið okkar og ein leið er að efla námslánakerfið, minnka greiðsluhlutfall við húsnæðiskaup og uppeldi barna, styðja við menningu, listir, tómstundastarf og efla nýsköpun. Fátækt, í hvað mynd sem hún er, á einnig að heyra sögunni til, þess vegna þurfum við jafnframt að styðja öryrkja og þá efnalitlu af mannvirðingu. Við eigum nefnilega öll rétt á mannsæmandi lífi, tómstundum og tilveru þar sem vonin ríkir. Slíku mun félagshyggjustjórn alltaf standa fyrir. En til þess þurfum við að ná mörgum í okkar lið, við þurfum að landa stórum hluta þingsæta og ná að hafa áhrif í sem flestum ráðuneytum og stjórnum. Aðeins þannig höfum við raunveruleg áhrif. Gleðilegt nýtt ár bjartsýni og kosninga! Höfundur er formaður svæðisfélags VG á Suðurnesjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölskyldumál Félagsmál Hólmfríður Árnadóttir Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Síðasta ár hefur fyrir marga verið ár hörmunga og jafnvel vonleysis. Þó hefur margt jákvætt átt sér stað, ótrúlega margt ef miðað er við að viðbrögð og úrræði hafa flest snúist um skaðaminnkun og rústabjörgun. Hvort sem um ræðir einstaklinga, fjölskyldur, fyrirtæki eða stjórnvöld. Ekkert okkar er ósnert af áföllum eða einhverjum sem hefur borið skarðan hlut frá borði. Fyrir utan viðspyrnuaðgerðir hafa ráðherrar okkar hugað sérstaklega að börnum, tekjulágum og öryrkjum, okkar minnstu bræðrum og systrum sem okkur ber skylda til að sinna vel. Lækkun á greiðsluhlutfalli notenda heilbrigðiskerfisins er umtalsverð og nú síðast lækkun á greiðsluhlutfalli vegna leghálssýna sem allar konur eða um helmingur þjóðarinnar nýtur góðs af. Framundan er lækkun komugjalda á heilsugæslu. Þegar kreppir að sjáum við hvað það er mikilvægt, að líta til grunnþarfa okkar: Samvera með börnum okkar og stytting vinnuvikunnar, sem þýðir einnig styttri leikskóladvöl og þá lægri dagvistunargjöld, meiri tími til sjálfbærni og umhverfisvitundar. Þar eru ekki háar upphæðir eða langur tími en fyrsta skrefið og þegar á heildina er litið munar um allt. En kökunni er ekki rétt skipt. Sjálfsagt verður það aldrei þannig en við getum gert okkar besta til að sjá til þess að samfélagið verði réttlátara, að misrétti heyri sögunni til og sameiginlegir sjóðir okkar haldist í okkar eigu og séu til góða fyrir okkur öll. Réttlátara samfélag fyrir alla, þar eigum við spöl eftir að landi. Það á að vera liðin tíð að unga fólkið okkar, sem er að eignast þak yfir höfuðið, mennta sig og ala upp börn, þurfi að velta hverri krónu fyrir sér og stöðugt vona að næstu mánaðarmót komi aðeins fyrr. Að aukavinnu þurfi til að endar nái saman sem leiðir til minni samveru við börnin á þeirra mikilvægustu þroskaárum og stöðugs álags vegna samvirkni alls þessa. Við verðum að halda áfram að styðjaunga fólkið okkar og ein leið er að efla námslánakerfið, minnka greiðsluhlutfall við húsnæðiskaup og uppeldi barna, styðja við menningu, listir, tómstundastarf og efla nýsköpun. Fátækt, í hvað mynd sem hún er, á einnig að heyra sögunni til, þess vegna þurfum við jafnframt að styðja öryrkja og þá efnalitlu af mannvirðingu. Við eigum nefnilega öll rétt á mannsæmandi lífi, tómstundum og tilveru þar sem vonin ríkir. Slíku mun félagshyggjustjórn alltaf standa fyrir. En til þess þurfum við að ná mörgum í okkar lið, við þurfum að landa stórum hluta þingsæta og ná að hafa áhrif í sem flestum ráðuneytum og stjórnum. Aðeins þannig höfum við raunveruleg áhrif. Gleðilegt nýtt ár bjartsýni og kosninga! Höfundur er formaður svæðisfélags VG á Suðurnesjum.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun