Þingmenn munu neyðast til að taka afstöðu með eða á móti Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. desember 2020 23:04 Margir eru uggandi yfir afleiðingum þess að þingmenn séu settir í þá stöðu að þurfa að taka opinbera afstöðu með eða á móti Trump. epa/Michael Reynolds Öldungadeildarþingmaðurinn Josh Hawley greindi frá því í dag að hann hygðist mótmæla þegar Bandaríkjaþing „telur“ kjörmannaatkvæðin eftir forsetakosningarnar 6. janúar næstkomandi. Ákvörðun Hawley mun gera það að verkum að þingmenn beggja deilda ganga til atkvæða um sigur Joe Biden í kosningunum. Þingmenn Repúblikanaflokksins munu þannig þurfa að opinbera afstöðu sína gagnvart kosningunum eða með öðrum orðum; taka afstöðu með eða á móti forsetanum, sem heldur því enn fram að kosningunm hafi verið „stolið“. Nokkuð er síðan nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni sögðust myndu mótmæla úrslitunum en ákvörðun Hawley skiptir sköpum þar sem þingmenn beggja deilda verða að mótmæla til að eitthvað gerist. Og hvað er það sem gerist? Hawley virðist ötull stuðningsmaður forsetans, ef marka má Twitter. Jú, ef úrslitum er mótmælt í báðum deildum þegar þær koma saman 6. janúar er þeim skipt upp og báðar deildir taka allt að tvær klukkustundir til að ræða málið. Það er síðan útkljáð með atkvæðagreiðslu. Fulltrúadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa gefið út að þeir hyggist mótmæla talningunni í allt að sex ríkjum, sem þýðir að umræðurnar gætu varað í allt að tólf klukkustundir samanlagt. Óttast pólitískan sirkus Þegar hann tilkynnti um ákvörðun sína benti Hawley meðal annars á að demókratar hafa sjálfir gripið til mótmæla en það gerðu þeir meðal annars þegar Trump sigraði í forsetakosningunum árið 2016 og þegar George W. Bush vann naumlega í Flórída, eins og frægt er orðið. Í bæði skipti tók þó enginn öldungadeildarþingmaður undir mótmælin og málið því sjálfdautt. Heimildir herma að nokkuð kurr sé í mörgum repúblikönum vegna fyrirætlana Hawley og félaga; talningin muni verða að pólitískum sirkus og draga athyglina að tilhæfulausum ásökunum Donald Trump. Mitch MCConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, hefur fyrir sitt leyti sagt mótmælin gjörsamlega tilgangslaus. Það eina sem muni gerast er að flokksmenn muni neyðast til að taka afstöðu gegn Trump, flokksbróður sínum og sitjandi forseta. Trump hefur þrýst mjög á að þingið láti til sín taka hvað varðar úrslit kosninganna, þar sem dómstólaleiðin hefur ekki reynst heillavænleg. Hann mun ekki taka því vel ef samflokksmenn hans greiða atkvæði til að staðfesta sigur Biden en hann hefur þegar haft í hótunum við þá sem styðja ekki mótmælin. Republicans in the Senate so quickly forget. Right now they would be down 8 seats without my backing them in the last Election. RINO John Thune, “Mitch’s boy”, should just let it play out. South Dakota doesn’t like weakness. He will be primaried in 2022, political career over!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 23, 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Ákvörðun Hawley mun gera það að verkum að þingmenn beggja deilda ganga til atkvæða um sigur Joe Biden í kosningunum. Þingmenn Repúblikanaflokksins munu þannig þurfa að opinbera afstöðu sína gagnvart kosningunum eða með öðrum orðum; taka afstöðu með eða á móti forsetanum, sem heldur því enn fram að kosningunm hafi verið „stolið“. Nokkuð er síðan nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni sögðust myndu mótmæla úrslitunum en ákvörðun Hawley skiptir sköpum þar sem þingmenn beggja deilda verða að mótmæla til að eitthvað gerist. Og hvað er það sem gerist? Hawley virðist ötull stuðningsmaður forsetans, ef marka má Twitter. Jú, ef úrslitum er mótmælt í báðum deildum þegar þær koma saman 6. janúar er þeim skipt upp og báðar deildir taka allt að tvær klukkustundir til að ræða málið. Það er síðan útkljáð með atkvæðagreiðslu. Fulltrúadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa gefið út að þeir hyggist mótmæla talningunni í allt að sex ríkjum, sem þýðir að umræðurnar gætu varað í allt að tólf klukkustundir samanlagt. Óttast pólitískan sirkus Þegar hann tilkynnti um ákvörðun sína benti Hawley meðal annars á að demókratar hafa sjálfir gripið til mótmæla en það gerðu þeir meðal annars þegar Trump sigraði í forsetakosningunum árið 2016 og þegar George W. Bush vann naumlega í Flórída, eins og frægt er orðið. Í bæði skipti tók þó enginn öldungadeildarþingmaður undir mótmælin og málið því sjálfdautt. Heimildir herma að nokkuð kurr sé í mörgum repúblikönum vegna fyrirætlana Hawley og félaga; talningin muni verða að pólitískum sirkus og draga athyglina að tilhæfulausum ásökunum Donald Trump. Mitch MCConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, hefur fyrir sitt leyti sagt mótmælin gjörsamlega tilgangslaus. Það eina sem muni gerast er að flokksmenn muni neyðast til að taka afstöðu gegn Trump, flokksbróður sínum og sitjandi forseta. Trump hefur þrýst mjög á að þingið láti til sín taka hvað varðar úrslit kosninganna, þar sem dómstólaleiðin hefur ekki reynst heillavænleg. Hann mun ekki taka því vel ef samflokksmenn hans greiða atkvæði til að staðfesta sigur Biden en hann hefur þegar haft í hótunum við þá sem styðja ekki mótmælin. Republicans in the Senate so quickly forget. Right now they would be down 8 seats without my backing them in the last Election. RINO John Thune, “Mitch’s boy”, should just let it play out. South Dakota doesn’t like weakness. He will be primaried in 2022, political career over!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 23, 2020
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira