Svona tækla nokkrir grunnskólar samkomubannið Stefán Árni Pálsson skrifar 16. mars 2020 13:58 Nemendur í Melaskóla eru á meðal þeirra sem upplifa skerta skóladaga á næstunni. Vísir/Vilhelm Starfsdagur er á leik- og grunnskólum víða um land í dag, fyrsta degi í samkomubanni. Skólastjórnendur og kennarar ráða ráðum sínum og reyna að skipuleggja skólastarf miðað við tilmæli almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Aðstæður eru ólíkar í skólum bæði hvað varðar fjölda nemenda, húsakost og fleira í þeim dúrnum. Sums staðar falla niður einstaka skóladagar, þeir eru í styttra lagi víða, lokað er á milli húsa og eininga og fleira í þeim dúrnum. Til að gefa dæmi um fyrirkomulag í skólum vegna samkomubannsins má sjá að neðan fyrirkomulagið í Melaskóla í Vesturbænum í Reykjavík, Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði og Laugalækjarskóla í Laugardalnum. Melaskóli á tímum kórónuveirunnar Kennt verður á morgnana, öllum bekkjum og með allt að 20 í bekk. Stefnt er að því að kenna þriðjudag til föstudags í þessari viku. En bara fjóra daga í næstu viku og fella niður kennslu föstudaginn 27. mars. Lokað verður á milli húsanna og ekki samgangur á milli. Hluti starfsmanna mun bara starfa í öðru húsinu, hinn hlutinn í hinu. Séð verður til þess að bekkirnir (með allt að 20 nemendum) blandist ekki, rekist ekki á og deili aldrei rýmum, göngum eða svæðum á skólalóð. Mötuneytinu verður lokað. Nemendur komi með nesti, eins og venjulega. List- og verkgreinakennsla (íþróttir eru hluti af henni) fellur niður eða verður alla vega ekki í viðkomandi kennslustofum. Nemendur verða ekki saman í frímínútum nema innan árgangs og þá á skilgreindum svæðum. Hver bekkur sér. Það verða því ekki venjulegar frímínútur heldur skipulögð útivera með kennara. Yngstu fjórir árgangarnir mæta á kortersfresti frá 8:30 á morgnana og fara inn um ólíka innganga. Elstu þrír árgangarnir mæta á tíu mínútna fresti frá 8:30. Nemendur fara allir beint inn í sína skólastofu en bíða ekki í röð. Kenndar eru fjórar kennlustundar. 1. bekkur fer heim eða í frístund klukkan 11:30 og svo hver árangur þar á eftir með tíu mínútna millibili. Í elstu árgöngunum fara allir heim fyrir klukkan tólf en á mismunandi tímum. Skarðhlíðarskóli á tímum kórónuveirunnar Allir nemendur mæta á hverjum degi en í stuttan tíma í einu. Ekki verður boðið upp á hafragraut á þessu tímabili. Nemendur í 1.-4. bekk fá kennslu frá kl. 11.30-13.20 hjá umsjónarkennara sínum. Í upphafi fái nemendur hádegisverð í stofu þar sem þeir snæða og deila ekki mat (20 mín.). Eftir kennslu eru nemendur áfram í stofunni þar sem starfsemi frístundaheimilis tekur við - fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir nú þegar. Frístundaheimilinu lokar kl. 15 en þá fara nemendur heim og er hleypt sér út í hverri stofu þannig að hópar hittast ekki í skólahúsnæðinu. Þegar nemendur á yngsta stigi mæta á morgnana koma þeir inn fyrir neðan hús. 1. og 3. bekkur ganga beint inn í sína kennslustofu utan frá en 2. og 4. fara inn um anddyrið. Ekki verður opnað fyrr en á þeim tíma sem nemendur eiga að mæta. Nemendur á yngsta stigi fá heimanám með sér heim á hverjum degi og er miðað við klukkutíma á dag. Hluti af því námi kemur frá íþróttakennurum. Nemendur í 5.-8. bekk fái kennslu í klukkustund (8.15-9.15 og 9.45-10.45) hjá umsjónarkennara sínum, hverjum hópi með fleiri en 20 nemendum er skipt upp í minni hópa. Umsjónarkennarar senda ykkur upplýsingar um á hvoru tímabilinu barnið ykkar á að mæta. Þar sem um skerta kennslu er að ræða munu nemendur þurfa að vinna heima á hverjum degi. Miðað er við 2 klukkutíma hjá miðstigi en 3 hjá unglingastigi, hluti af því námi kemur frá íþróttakennurum. Nemendur eiga að koma inn í skólann fyrir ofan hús því búið er að loka milli hæða. Nemendur á mið og unglingastigi fá ávöxt þegar þeir fara heim. Foreldrar eru beðnir um að koma ekki inn í skólabygginguna meðan á samkomubanni stendur. Laugalækjarskóli á tímum kórónuveirunnar Laugalækjarskóli er fyrir nemendur í 7. til 10. bekk. Hver bekkur er í stofu umsjónarkennara. Nemendur ganga beint inn í stofu um leið og þeir mæta. Þeir fara aðeins bráðnauðsynlegar ferðir úr stofu sinni. Hverjum nemenda er úthlutað borði og situr einn. Nemendur mæta daglega en skóladagurinn er skertur. Engar frímínútur en nauðsynlegar pásur í sætum. Nemendum er heimilt að nýta eigin snjalltæki í skólanum á meðan neyðaráætlun er virk, einnig heyrnartól. Snjalltæki eru eitt ölfugasta verkfærið í sjálfsnámi en mikilvægt er að aðeins einn nemandi snerti hvert tæki. Hreina á þau reglulega. Nemendur fá einhvern mat á hverjum degi en hvattir til að taka nesti með sér sem borðað verður í kennslustofum. List- og verkgrienar verða ekki kenndar en íþróttakennarar fara á milli stofa og kenna æfingar með borði og stól. Fjórir bekkir eru í hverjum árgangi í Laugalækjarskóla. Stundatafla fyrir þriðjudag og miðvikudag hljómar þannig að nemendur eru allir í skólanum í tvær klukkustundir. Helmingur bekkja mætir á bilinu 8:30 til 8:45, á fimm mínútna fresti, og eru í skólanum til 10:30 til 10:45. Hinn helmingurinn mætir á bilinu 11 til 11:15 og fer heim á bilinu 13 til 13:15. Skóla - og menntamál Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Starfsdagur er á leik- og grunnskólum víða um land í dag, fyrsta degi í samkomubanni. Skólastjórnendur og kennarar ráða ráðum sínum og reyna að skipuleggja skólastarf miðað við tilmæli almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Aðstæður eru ólíkar í skólum bæði hvað varðar fjölda nemenda, húsakost og fleira í þeim dúrnum. Sums staðar falla niður einstaka skóladagar, þeir eru í styttra lagi víða, lokað er á milli húsa og eininga og fleira í þeim dúrnum. Til að gefa dæmi um fyrirkomulag í skólum vegna samkomubannsins má sjá að neðan fyrirkomulagið í Melaskóla í Vesturbænum í Reykjavík, Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði og Laugalækjarskóla í Laugardalnum. Melaskóli á tímum kórónuveirunnar Kennt verður á morgnana, öllum bekkjum og með allt að 20 í bekk. Stefnt er að því að kenna þriðjudag til föstudags í þessari viku. En bara fjóra daga í næstu viku og fella niður kennslu föstudaginn 27. mars. Lokað verður á milli húsanna og ekki samgangur á milli. Hluti starfsmanna mun bara starfa í öðru húsinu, hinn hlutinn í hinu. Séð verður til þess að bekkirnir (með allt að 20 nemendum) blandist ekki, rekist ekki á og deili aldrei rýmum, göngum eða svæðum á skólalóð. Mötuneytinu verður lokað. Nemendur komi með nesti, eins og venjulega. List- og verkgreinakennsla (íþróttir eru hluti af henni) fellur niður eða verður alla vega ekki í viðkomandi kennslustofum. Nemendur verða ekki saman í frímínútum nema innan árgangs og þá á skilgreindum svæðum. Hver bekkur sér. Það verða því ekki venjulegar frímínútur heldur skipulögð útivera með kennara. Yngstu fjórir árgangarnir mæta á kortersfresti frá 8:30 á morgnana og fara inn um ólíka innganga. Elstu þrír árgangarnir mæta á tíu mínútna fresti frá 8:30. Nemendur fara allir beint inn í sína skólastofu en bíða ekki í röð. Kenndar eru fjórar kennlustundar. 1. bekkur fer heim eða í frístund klukkan 11:30 og svo hver árangur þar á eftir með tíu mínútna millibili. Í elstu árgöngunum fara allir heim fyrir klukkan tólf en á mismunandi tímum. Skarðhlíðarskóli á tímum kórónuveirunnar Allir nemendur mæta á hverjum degi en í stuttan tíma í einu. Ekki verður boðið upp á hafragraut á þessu tímabili. Nemendur í 1.-4. bekk fá kennslu frá kl. 11.30-13.20 hjá umsjónarkennara sínum. Í upphafi fái nemendur hádegisverð í stofu þar sem þeir snæða og deila ekki mat (20 mín.). Eftir kennslu eru nemendur áfram í stofunni þar sem starfsemi frístundaheimilis tekur við - fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir nú þegar. Frístundaheimilinu lokar kl. 15 en þá fara nemendur heim og er hleypt sér út í hverri stofu þannig að hópar hittast ekki í skólahúsnæðinu. Þegar nemendur á yngsta stigi mæta á morgnana koma þeir inn fyrir neðan hús. 1. og 3. bekkur ganga beint inn í sína kennslustofu utan frá en 2. og 4. fara inn um anddyrið. Ekki verður opnað fyrr en á þeim tíma sem nemendur eiga að mæta. Nemendur á yngsta stigi fá heimanám með sér heim á hverjum degi og er miðað við klukkutíma á dag. Hluti af því námi kemur frá íþróttakennurum. Nemendur í 5.-8. bekk fái kennslu í klukkustund (8.15-9.15 og 9.45-10.45) hjá umsjónarkennara sínum, hverjum hópi með fleiri en 20 nemendum er skipt upp í minni hópa. Umsjónarkennarar senda ykkur upplýsingar um á hvoru tímabilinu barnið ykkar á að mæta. Þar sem um skerta kennslu er að ræða munu nemendur þurfa að vinna heima á hverjum degi. Miðað er við 2 klukkutíma hjá miðstigi en 3 hjá unglingastigi, hluti af því námi kemur frá íþróttakennurum. Nemendur eiga að koma inn í skólann fyrir ofan hús því búið er að loka milli hæða. Nemendur á mið og unglingastigi fá ávöxt þegar þeir fara heim. Foreldrar eru beðnir um að koma ekki inn í skólabygginguna meðan á samkomubanni stendur. Laugalækjarskóli á tímum kórónuveirunnar Laugalækjarskóli er fyrir nemendur í 7. til 10. bekk. Hver bekkur er í stofu umsjónarkennara. Nemendur ganga beint inn í stofu um leið og þeir mæta. Þeir fara aðeins bráðnauðsynlegar ferðir úr stofu sinni. Hverjum nemenda er úthlutað borði og situr einn. Nemendur mæta daglega en skóladagurinn er skertur. Engar frímínútur en nauðsynlegar pásur í sætum. Nemendum er heimilt að nýta eigin snjalltæki í skólanum á meðan neyðaráætlun er virk, einnig heyrnartól. Snjalltæki eru eitt ölfugasta verkfærið í sjálfsnámi en mikilvægt er að aðeins einn nemandi snerti hvert tæki. Hreina á þau reglulega. Nemendur fá einhvern mat á hverjum degi en hvattir til að taka nesti með sér sem borðað verður í kennslustofum. List- og verkgrienar verða ekki kenndar en íþróttakennarar fara á milli stofa og kenna æfingar með borði og stól. Fjórir bekkir eru í hverjum árgangi í Laugalækjarskóla. Stundatafla fyrir þriðjudag og miðvikudag hljómar þannig að nemendur eru allir í skólanum í tvær klukkustundir. Helmingur bekkja mætir á bilinu 8:30 til 8:45, á fimm mínútna fresti, og eru í skólanum til 10:30 til 10:45. Hinn helmingurinn mætir á bilinu 11 til 11:15 og fer heim á bilinu 13 til 13:15.
Skóla - og menntamál Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira