Gæsahúðarmóment þegar heilbrigðisstarfsmenn voru hylltir í óvissuástandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. mars 2020 17:08 Árni og fjölskylda una sér vel úti á Tenerife. Hugurinn leitar þó óhjákvæmilega heim í óvissuástandinu sem nú ríkir. Aðsend Íslendingur búsettur á Tenerife segir það hafa verið fallega upplifun þegar fólk flykktist út á svalir í gærkvöldi og hyllti heilbrigðisstarfsmenn og aðra viðbragðsaðila sem berjast nú við faraldur kórónuveiru á Spáni. Hann segir ástandið jafnframt þrungið mikilli óvissu og viðurkennir að hugurinn leiti nú heim í fyrsta skipti frá flutningum, þó að fjölskyldunni líði afar vel á Tenerife. Árni Már Valmundarson flutti ásamt fjölskyldu sinni, eiginkonu og tveimur börnum, til bæjarins Los Cristianos á suðurströnd Tenerife um árámótin. Hann vinnur hjá fyrirtæki heima á Íslandi en hefur sinnt vinnunni frá Kanarí síðustu mánuði. Börnin, sjö og ellefu ára, eru ekki innrituð í grunnskóla úti heldur fá heimakennslu frá móður sinni – enda aðeins ætlunin að búa á Tenerife í hálft ár. „Við ætluðum að prófa að eiga heima úti í hitanum í nokkra mánuði. Það er náttúrulega algjör draumur að hafa tök á að gera þetta,“ segir Árni í samtali við Vísi. Varla neitt um að vera Neyðarástandi var lýst yfir á Spáni vegna kórónuveirunnar í gær og tveggja vikna útgöngubann tók formlega gildi í morgun. Strax um helgina byrjaði þó að bera á auðum götum í borgum og bæjum landsins en á tíunda þúsund eru nú smitaðir af veirunni á Spáni. Sjá einnig: Gissur Páll létti lund nágranna með svalasöng Árni lýsir því að strax hafi allt fallið í ró í Los Cristianos í gær. Allir veitingastaðir séu lokaðir og í raun sé varla neitt um að vera í bænum. „Löggan var hér úti um allt með bílana sína í kallkerfi að segja öllum að halda sig inni. Þeir keyrðu um þetta túristasvæði hér og inn í Las Americas, þar sem er allt fullt af fólki og hótelum. Í gær þurfti maður að vera heima og ef maður er úti á labbinu verður maður helst að vera með innkaupapoka eða á leiðinni í apótek. Þetta er ofboðslega skrýtið. Það eru allir veitingastaðir lokaðir og allur niðurinn sem maður heyrir venjulega er ekki til staðar.“ Una sér vel en hugurinn leitar heim Víða hefur verið gripið til harðra aðgerða í Evrópu vegna veirunnar, nú einkum á Spáni líkt og áður segir og á Ítalíu, og hafa íbúar í þessum löndum margir leitað leiða til að létta lundina. Þannig birtust myndbönd af syngjandi Ítölum úti á svölum um helgina og síðustu daga hafa Spánverjar flykkst út á sínar svalir til að hylla heilbrigðisstarfsfólk og aðra viðbragðsaðila sem berjast við faraldurinn eftir að hálfgerðri herferð þess efnis var hrint af stað á samfélagsmiðlum. Sá hátturinn var hafður á í Los Cristianos í gærkvöldi. Hér fyrir ofan má sjá myndband af fagnaðarlátunum sem Árni tók af svölunum heima. „Það sem við upplifðum í gær var rosalega flott,“ segir Árni. „Það spurðist hér út um eyjuna og víðar að allir ættu að fara út á svalir, út í glugga og þök að klappa og hrópa húrra og bravó fyrir því fólk sem er að nota orkuna og tímann sinn til að gera eitthvað í málunum. Þar er verið að tala um heilbrigðisstarfsfólk, löggæslu og stjórnsýslu og alla þá sem eru að vinna í þessu. Þetta var rosalega flott móment hér í gær, það var alveg gæsahúð. Það peppaði mann svolítið upp.“ Árni segir þau fjölskylduna hafa unað sér afar vel í Los Cristianos hingað til. Hugurinn leiti þó óhjákvæmilega heim til Íslands í ljósi aðstæðna. „Það eru vangaveltur í manni núna um hvað tekur við. Við erum í fyrsta skiptið farin að ræða það fyrir alvöru hvort við eigum að koma heim. En við fórum út með þetta markmið að prófa þetta, prófa eitthvað nýtt. Og okkur líður mjög vel hérna.“ Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var upp í Madríd, höfuðborg Spánar, á laugardagskvöldið. Madrídarbúar heyrast þar hvetja heilbrigðisstarfsmenn til dáða og þakka þeim fyrir vel unnin störf í baráttunni við veiruna með fagnaðarlátum úti á svölum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fólk mun eiga þess kost að fresta sólarlandaferðum sínum Heimsferðir bregðast við í erfiðri stöðu og ætlar að bjóða upp á sérstaka ferðainneign. 16. mars 2020 13:49 Tvær flugvélar ferja Íslendinga frá Alicante og enn laus sæti Tvær flugvélar Icelandair munu fljúga frá Alicante til Íslands í kvöld. Enn eru sæti laus í annað flugið, að sögn upplýsingafulltrúa Icelandair. 16. mars 2020 11:13 Útgöngubann tekur gildi á Spáni í fyrramálið Icelandair íhugar nú að setja á neyðarflug frá Alicante til Íslands annað kvöld. 15. mars 2020 20:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Íslendingur búsettur á Tenerife segir það hafa verið fallega upplifun þegar fólk flykktist út á svalir í gærkvöldi og hyllti heilbrigðisstarfsmenn og aðra viðbragðsaðila sem berjast nú við faraldur kórónuveiru á Spáni. Hann segir ástandið jafnframt þrungið mikilli óvissu og viðurkennir að hugurinn leiti nú heim í fyrsta skipti frá flutningum, þó að fjölskyldunni líði afar vel á Tenerife. Árni Már Valmundarson flutti ásamt fjölskyldu sinni, eiginkonu og tveimur börnum, til bæjarins Los Cristianos á suðurströnd Tenerife um árámótin. Hann vinnur hjá fyrirtæki heima á Íslandi en hefur sinnt vinnunni frá Kanarí síðustu mánuði. Börnin, sjö og ellefu ára, eru ekki innrituð í grunnskóla úti heldur fá heimakennslu frá móður sinni – enda aðeins ætlunin að búa á Tenerife í hálft ár. „Við ætluðum að prófa að eiga heima úti í hitanum í nokkra mánuði. Það er náttúrulega algjör draumur að hafa tök á að gera þetta,“ segir Árni í samtali við Vísi. Varla neitt um að vera Neyðarástandi var lýst yfir á Spáni vegna kórónuveirunnar í gær og tveggja vikna útgöngubann tók formlega gildi í morgun. Strax um helgina byrjaði þó að bera á auðum götum í borgum og bæjum landsins en á tíunda þúsund eru nú smitaðir af veirunni á Spáni. Sjá einnig: Gissur Páll létti lund nágranna með svalasöng Árni lýsir því að strax hafi allt fallið í ró í Los Cristianos í gær. Allir veitingastaðir séu lokaðir og í raun sé varla neitt um að vera í bænum. „Löggan var hér úti um allt með bílana sína í kallkerfi að segja öllum að halda sig inni. Þeir keyrðu um þetta túristasvæði hér og inn í Las Americas, þar sem er allt fullt af fólki og hótelum. Í gær þurfti maður að vera heima og ef maður er úti á labbinu verður maður helst að vera með innkaupapoka eða á leiðinni í apótek. Þetta er ofboðslega skrýtið. Það eru allir veitingastaðir lokaðir og allur niðurinn sem maður heyrir venjulega er ekki til staðar.“ Una sér vel en hugurinn leitar heim Víða hefur verið gripið til harðra aðgerða í Evrópu vegna veirunnar, nú einkum á Spáni líkt og áður segir og á Ítalíu, og hafa íbúar í þessum löndum margir leitað leiða til að létta lundina. Þannig birtust myndbönd af syngjandi Ítölum úti á svölum um helgina og síðustu daga hafa Spánverjar flykkst út á sínar svalir til að hylla heilbrigðisstarfsfólk og aðra viðbragðsaðila sem berjast við faraldurinn eftir að hálfgerðri herferð þess efnis var hrint af stað á samfélagsmiðlum. Sá hátturinn var hafður á í Los Cristianos í gærkvöldi. Hér fyrir ofan má sjá myndband af fagnaðarlátunum sem Árni tók af svölunum heima. „Það sem við upplifðum í gær var rosalega flott,“ segir Árni. „Það spurðist hér út um eyjuna og víðar að allir ættu að fara út á svalir, út í glugga og þök að klappa og hrópa húrra og bravó fyrir því fólk sem er að nota orkuna og tímann sinn til að gera eitthvað í málunum. Þar er verið að tala um heilbrigðisstarfsfólk, löggæslu og stjórnsýslu og alla þá sem eru að vinna í þessu. Þetta var rosalega flott móment hér í gær, það var alveg gæsahúð. Það peppaði mann svolítið upp.“ Árni segir þau fjölskylduna hafa unað sér afar vel í Los Cristianos hingað til. Hugurinn leiti þó óhjákvæmilega heim til Íslands í ljósi aðstæðna. „Það eru vangaveltur í manni núna um hvað tekur við. Við erum í fyrsta skiptið farin að ræða það fyrir alvöru hvort við eigum að koma heim. En við fórum út með þetta markmið að prófa þetta, prófa eitthvað nýtt. Og okkur líður mjög vel hérna.“ Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var upp í Madríd, höfuðborg Spánar, á laugardagskvöldið. Madrídarbúar heyrast þar hvetja heilbrigðisstarfsmenn til dáða og þakka þeim fyrir vel unnin störf í baráttunni við veiruna með fagnaðarlátum úti á svölum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fólk mun eiga þess kost að fresta sólarlandaferðum sínum Heimsferðir bregðast við í erfiðri stöðu og ætlar að bjóða upp á sérstaka ferðainneign. 16. mars 2020 13:49 Tvær flugvélar ferja Íslendinga frá Alicante og enn laus sæti Tvær flugvélar Icelandair munu fljúga frá Alicante til Íslands í kvöld. Enn eru sæti laus í annað flugið, að sögn upplýsingafulltrúa Icelandair. 16. mars 2020 11:13 Útgöngubann tekur gildi á Spáni í fyrramálið Icelandair íhugar nú að setja á neyðarflug frá Alicante til Íslands annað kvöld. 15. mars 2020 20:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Fólk mun eiga þess kost að fresta sólarlandaferðum sínum Heimsferðir bregðast við í erfiðri stöðu og ætlar að bjóða upp á sérstaka ferðainneign. 16. mars 2020 13:49
Tvær flugvélar ferja Íslendinga frá Alicante og enn laus sæti Tvær flugvélar Icelandair munu fljúga frá Alicante til Íslands í kvöld. Enn eru sæti laus í annað flugið, að sögn upplýsingafulltrúa Icelandair. 16. mars 2020 11:13
Útgöngubann tekur gildi á Spáni í fyrramálið Icelandair íhugar nú að setja á neyðarflug frá Alicante til Íslands annað kvöld. 15. mars 2020 20:00