Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal gesta Bítisins í morgun sem hófst klukkan 6:50 og var í beinni útsendingu bæði á Bylgjunni, Stöð 2 og á Vísi.
Ráðherrann var spurður út í þær aðgerðir sem boðaðar hafa verið vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf.
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, og Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, mættu sömuleiðis til þeirra Gulla og Heimis til að ræða ástandið.
Guðríður Torfadóttir líkamsræktarþjálfari mætti einnig og ræddi mikilvægi þess að huga að heilsunni á tímum sem þessum.
Fleiri viðtöl úr þættinum má sjá hér að neðan.