Danska ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar um frekari viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum klukkan 18, eða 19 að staðartíma. Danskir miðlar hafa ekki greint frá því hvað verður kynnt.
Klukkan 19 verður svo sent út sjónvarpsávarp sem Margrét Þórhildur Danadrottning tók upp í dag. Afar óvenjulegt er að danskur þjóðhöfðingi ávarpi þjóðina á krísutímum. Mette Frederiksen forsætisráðherra sagði að hún myndi ekki eftir slíku á sinni ævi.