Umsóknir um bætur hrannast inn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. mars 2020 18:18 Umsóknir um atvinnuleysisbætur hrannast upp hjá Vinnumálastofnun að sögn forstjóra. Hagfræðingur gerir ráð fyrir fjölda uppsagna um mánaðarmótin. Mælt var fyrir frumvarpi á Alþingi í dag sem ætlað er að mæta þessu. „Álagið eykst hér dag frá degi. Það hrynja inn umsóknir um atvinnuleysisbætur og þær eru orðnar á annað þúsund núna í marsmánuði. Og það er bara sautjándi mars," segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Til samanburðar bárust um 1.900 umsóknir um bætur í mars í fyrra. Á hálfum marsmánuði eru þær nú orðnar ríflega 1.500. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir þetta gjörólíkt venjulegu árferði. „Þetta er miklu, miklu meira. Enda er ástandið náttúrulega mjög óvenjulegt og mjög slæmt," segir Unnur. Hagfræðingur hjá Landsbankanum telur von á mun fleiri uppsögnum um mánaðarmótin. Fyrsti skellurinn bitni á ferðaþjónustu og þjónustustörfum, líkt og á veitingahúsum. „Það er náttúrulega búið að búa til umhverfi sem tekur við hundrðum þúsunda. Svo allt í einu koma mjög fáir og þá er staðan algjörðlega orðin gjörbreytt," segir Ari Skúlason, hagfræðingur. „Miðað við alla umræðu og þegar maður horfir á tölur held ég að það liggi í augum uppi að það eru örugglega nokkuð mörg fyrirtæki sem telja sig þurfa að fækka fólki á næstunni," segir hann. Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum.vísir/Baldur Frumvarp um hlutabætur var afgreitt til velferðarnefnar í dag og mun nefndin fjalla um málið strax að loknum þingfundi. Samkvæmt því getur fólk fengið atvinnuleysisbætur á móti því að fara niður í allt að 50% starfshlutfall. „Markmið frumvarpsins er að stuðla að því að vinnuveitendur haldi ráðningasambandi við starsmenn sína eins og frekast er unnt þó það kunni að vera nauðsynlegt að minnka starfshlutfall þeirra að einhverju leyti," sagði Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, á þingi í dag. Greiðslur munu aldrei nema hærri fjárhæð en 80% af heildarlaunum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja ekki hægt að bjóða láglaunafólki upp á slíka skerðingu. „Þetta eru of lágar fjárhæðir. Þsssi hópur getur ekki tekið á sig þetta högg," sagði Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingar. Mikið hefur verið spurt um úrræðið hjá Vinnumálastofnun og segir forstjóri það hafa nýst vel í hruninu. Sérþekking haldist þá innan fyrirtækja og sé til staðar þegar betur árar á ný. „Sem við vonum náttúrulega að gerist bráðlega. Að þetta verði kannski stutt og djúp dýfa en að við náum okkur hratt upp aftur," segir Unnur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Alþingi Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Sjá meira
Umsóknir um atvinnuleysisbætur hrannast upp hjá Vinnumálastofnun að sögn forstjóra. Hagfræðingur gerir ráð fyrir fjölda uppsagna um mánaðarmótin. Mælt var fyrir frumvarpi á Alþingi í dag sem ætlað er að mæta þessu. „Álagið eykst hér dag frá degi. Það hrynja inn umsóknir um atvinnuleysisbætur og þær eru orðnar á annað þúsund núna í marsmánuði. Og það er bara sautjándi mars," segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Til samanburðar bárust um 1.900 umsóknir um bætur í mars í fyrra. Á hálfum marsmánuði eru þær nú orðnar ríflega 1.500. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir þetta gjörólíkt venjulegu árferði. „Þetta er miklu, miklu meira. Enda er ástandið náttúrulega mjög óvenjulegt og mjög slæmt," segir Unnur. Hagfræðingur hjá Landsbankanum telur von á mun fleiri uppsögnum um mánaðarmótin. Fyrsti skellurinn bitni á ferðaþjónustu og þjónustustörfum, líkt og á veitingahúsum. „Það er náttúrulega búið að búa til umhverfi sem tekur við hundrðum þúsunda. Svo allt í einu koma mjög fáir og þá er staðan algjörðlega orðin gjörbreytt," segir Ari Skúlason, hagfræðingur. „Miðað við alla umræðu og þegar maður horfir á tölur held ég að það liggi í augum uppi að það eru örugglega nokkuð mörg fyrirtæki sem telja sig þurfa að fækka fólki á næstunni," segir hann. Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum.vísir/Baldur Frumvarp um hlutabætur var afgreitt til velferðarnefnar í dag og mun nefndin fjalla um málið strax að loknum þingfundi. Samkvæmt því getur fólk fengið atvinnuleysisbætur á móti því að fara niður í allt að 50% starfshlutfall. „Markmið frumvarpsins er að stuðla að því að vinnuveitendur haldi ráðningasambandi við starsmenn sína eins og frekast er unnt þó það kunni að vera nauðsynlegt að minnka starfshlutfall þeirra að einhverju leyti," sagði Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, á þingi í dag. Greiðslur munu aldrei nema hærri fjárhæð en 80% af heildarlaunum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja ekki hægt að bjóða láglaunafólki upp á slíka skerðingu. „Þetta eru of lágar fjárhæðir. Þsssi hópur getur ekki tekið á sig þetta högg," sagði Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingar. Mikið hefur verið spurt um úrræðið hjá Vinnumálastofnun og segir forstjóri það hafa nýst vel í hruninu. Sérþekking haldist þá innan fyrirtækja og sé til staðar þegar betur árar á ný. „Sem við vonum náttúrulega að gerist bráðlega. Að þetta verði kannski stutt og djúp dýfa en að við náum okkur hratt upp aftur," segir Unnur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Alþingi Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Sjá meira