Úrslitin á Íslandsmótinu í eFótbolta, þar sem keppt er í FIFA 20 tölvuleiknum, ráðast í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 eSport.
Útsendingin hefst kl. 15 en þá hefst fyrri undanúrslitaleikur dagsins. Eftir undanúrslitin tekur úrslitaleikurinn við strax í kjölfarið. Í undanúrslitunum mætast annars vegar Róbert Daði Sigurþórsson úr Fylki og Tindur Örvar Örvarsson úr Elliða, og hins vegar þeir Aron Þormar Lárusson úr Fylki og Leifur Sævarsson úr LFG.
Útsendinguna má sjá hér að ofan.