Segir að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja gæti farið í þrot grípi stjórnvöld ekki til aðgerða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. apríl 2020 13:02 713 starfsmönnum félaga í ferðaþjónustu og félögum tengdri ferðaþjónustu var sagt upp í mars. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Samkvæmt nýrri skýrslu eru miklar líkur á að áhrif kórónuveirufaldursins vari í um eitt til tvö ár. Rekstur fjölmargra ferðaþjónustufyrirtækja er á leiðinni í gjörgæslu þar sem greinin er nánast tekjulaus. Ríflega 23 þúsund launþegar voru skráðir í greininni í janúar 2020. 713 starfsmönnum félaga í ferðaþjónustu og félögum tengdri ferðaþjónustu var sagt upp í mars. Þá hafa um 11 þúsund starfsmenn skráð sig í hlutastarf samkvæmt fyrstu tölum Vinnumálastofnunar. Þetta er meðal þess sem kemur fram skýrslunni Áhrif COVID-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja sem ráðgjafarsvið KPMG hefur unnið með Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála. Áætlað er að gjaldeyristekjur á þessu ári lækki um 275 til 330 milljarða króna en gert er ráð fyrir að rekstrarvanda í greininni næstu tólf til 24 mánuði. Þá kemur fram að skuldsetning ferðaþjónustunnar hafi aukist mikið þrátt fyrir lítinn tekjuvöxt á undanförnum árum. Flestar greinar ferðaþjónustunnar séu um eða yfir sínu skuldaþoli. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Fjölmörg fyrirtæki í þrot Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir skýrsluna lýsa ástandinu í greininni vel. „Það liggur alveg á borðinu að ef að þróuninn verður eins og hún hefur verið verður nánast ekkert starfsfólk í greininni á næstu mánuðum.“ Bjarnheiður segir að ef ekki komi til aðgerða fari fjölmörg fyrirtæki í þrot á næstu vikum og mánuðum. „Ég myndi segja að 80-90% fyrirtækja í greininni séu í raunverulegri hættu, að það þurfi einfaldlega að fara í sérstakar aðgerðir fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Þau eru mjög sérstakri stöðu. Ferðaþjónustan er eina atvinnugreinin sem er að glíma við svona mikið fall í tekjum, eins og við erum að horfa á núna. Og það yrði mjög alvarlegt mál þegar upp væri staðið ef það yrðu engin ferðaþjónustufyrirtæki eftir til að fara í viðspyrnuna.“ Hún segir að svo þetta gerist ekki þurfi að koma lífvænlegum fyrirtækjum í var. „Þau geti bara lokað og beðið þar til viðskipti fari í gang á nýjan leik,“ sagði Bjarnheiður Hallsdóttir. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Sjá meira
Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Samkvæmt nýrri skýrslu eru miklar líkur á að áhrif kórónuveirufaldursins vari í um eitt til tvö ár. Rekstur fjölmargra ferðaþjónustufyrirtækja er á leiðinni í gjörgæslu þar sem greinin er nánast tekjulaus. Ríflega 23 þúsund launþegar voru skráðir í greininni í janúar 2020. 713 starfsmönnum félaga í ferðaþjónustu og félögum tengdri ferðaþjónustu var sagt upp í mars. Þá hafa um 11 þúsund starfsmenn skráð sig í hlutastarf samkvæmt fyrstu tölum Vinnumálastofnunar. Þetta er meðal þess sem kemur fram skýrslunni Áhrif COVID-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja sem ráðgjafarsvið KPMG hefur unnið með Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála. Áætlað er að gjaldeyristekjur á þessu ári lækki um 275 til 330 milljarða króna en gert er ráð fyrir að rekstrarvanda í greininni næstu tólf til 24 mánuði. Þá kemur fram að skuldsetning ferðaþjónustunnar hafi aukist mikið þrátt fyrir lítinn tekjuvöxt á undanförnum árum. Flestar greinar ferðaþjónustunnar séu um eða yfir sínu skuldaþoli. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Fjölmörg fyrirtæki í þrot Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir skýrsluna lýsa ástandinu í greininni vel. „Það liggur alveg á borðinu að ef að þróuninn verður eins og hún hefur verið verður nánast ekkert starfsfólk í greininni á næstu mánuðum.“ Bjarnheiður segir að ef ekki komi til aðgerða fari fjölmörg fyrirtæki í þrot á næstu vikum og mánuðum. „Ég myndi segja að 80-90% fyrirtækja í greininni séu í raunverulegri hættu, að það þurfi einfaldlega að fara í sérstakar aðgerðir fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Þau eru mjög sérstakri stöðu. Ferðaþjónustan er eina atvinnugreinin sem er að glíma við svona mikið fall í tekjum, eins og við erum að horfa á núna. Og það yrði mjög alvarlegt mál þegar upp væri staðið ef það yrðu engin ferðaþjónustufyrirtæki eftir til að fara í viðspyrnuna.“ Hún segir að svo þetta gerist ekki þurfi að koma lífvænlegum fyrirtækjum í var. „Þau geti bara lokað og beðið þar til viðskipti fari í gang á nýjan leik,“ sagði Bjarnheiður Hallsdóttir.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Sjá meira