Philippe Coutinho var búinn að segja já við Tottenham Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2020 17:00 Philippe Coutinho fagnar einu af mörkum sínum fyrir Liverpool. Hann var almennt talinn vera besti leikmaður liðsins þegar hann var seldur. Getty/Jan Kruger Philippe Coutinho, fyrrum leikmaður Liverpool og nú í láni hjá Bayern München, hefði getað komið aftur í ensku úrvalsdeildina síðasta sumar. Framtíð Brasilíumannsins virðist ekki vera í Barcelona þar sem spænska stórliðið teluir sig ekki hafa lengur not fyrir hann. Það var líka ljóst í sumar þegar Barcelona var að reyna að losna við hann og endaði á því að lána hann til þýska liðsins Bayern München. Spænska íþróttablaðið Sport fjallar um stöðu Philippe Coutinho í stórri grein en þar kemur fram að allt bendi til þess að Philippe Coutinho spili ekki með Barcelona á næstu leiktíð. Philippe Coutinho | Player gave OK to signing for Tottenham Negotiations collapsed, everything indicates summer loan somewhere. https://t.co/ovZGCqxSHs #thfc #coys— Sport Witness (@Sport_Witness) March 18, 2020 Sport hefur heimildir fyrir því að Tottenham hafi sóst eftir því að fá Philippe Coutinho til sín síðasta sumar og leikmaðurinn sjálfur hefði verið búinn að segja já. Það náðust hins vegar ekki samningar á milli Barcelona og Tottenham en það gekk illa hjá Tottenham liðinu að ganga frá slíkum málum síðasta sumar. Spurs endaði á því að fá Giovani Lo Celso en missti af mönnum eins og Philippe Coutinho og Bruno Fernandes. Sport segir að lið í ensku úrvalsdeildinni hafi áfram áhuga á Brasilíumanninum og svo gæti farið að Philippe Coutinho verði lánaður til liðs í deildinni í sumar. Það er í það minnsta miklu líklegra en að hann spili fyrir Barcelona tímabilið 2020-21. Liverpool hefur oft verið nefnt til sögunnar en meiri líkur eru á því að Jürgen Klopp horfi til annarra og yngri leikmanna sem hafa verið að gera það gott í þýsku deildinni. Enski boltinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
Philippe Coutinho, fyrrum leikmaður Liverpool og nú í láni hjá Bayern München, hefði getað komið aftur í ensku úrvalsdeildina síðasta sumar. Framtíð Brasilíumannsins virðist ekki vera í Barcelona þar sem spænska stórliðið teluir sig ekki hafa lengur not fyrir hann. Það var líka ljóst í sumar þegar Barcelona var að reyna að losna við hann og endaði á því að lána hann til þýska liðsins Bayern München. Spænska íþróttablaðið Sport fjallar um stöðu Philippe Coutinho í stórri grein en þar kemur fram að allt bendi til þess að Philippe Coutinho spili ekki með Barcelona á næstu leiktíð. Philippe Coutinho | Player gave OK to signing for Tottenham Negotiations collapsed, everything indicates summer loan somewhere. https://t.co/ovZGCqxSHs #thfc #coys— Sport Witness (@Sport_Witness) March 18, 2020 Sport hefur heimildir fyrir því að Tottenham hafi sóst eftir því að fá Philippe Coutinho til sín síðasta sumar og leikmaðurinn sjálfur hefði verið búinn að segja já. Það náðust hins vegar ekki samningar á milli Barcelona og Tottenham en það gekk illa hjá Tottenham liðinu að ganga frá slíkum málum síðasta sumar. Spurs endaði á því að fá Giovani Lo Celso en missti af mönnum eins og Philippe Coutinho og Bruno Fernandes. Sport segir að lið í ensku úrvalsdeildinni hafi áfram áhuga á Brasilíumanninum og svo gæti farið að Philippe Coutinho verði lánaður til liðs í deildinni í sumar. Það er í það minnsta miklu líklegra en að hann spili fyrir Barcelona tímabilið 2020-21. Liverpool hefur oft verið nefnt til sögunnar en meiri líkur eru á því að Jürgen Klopp horfi til annarra og yngri leikmanna sem hafa verið að gera það gott í þýsku deildinni.
Enski boltinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira