Nýir eigendur Cintamani óttast ekki áhrif kórónuveirunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2020 13:27 Einar Karl Birgisson er í forsvari fyrir nýja eigendur Cintamani. Til hægri má sjá verslun Cintamani í Austurhrauni í Garðabæ. Samsett/Aðsend Einar Karl Birgisson, athafnamaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Cintamani, leiðir hóp fjárfesta sem keyptu Cintamani í síðustu viku, með öllu tilheyrandi. Hann segir nýja eigendur ekki hræðast breyttar efnahagshorfur vegna heimsfaraldurs kórónuveiru – þeir horfi spenntir og bjartsýnir fram á veginn. Greint var frá því í morgun að félagið Cinta 2020 ehf. hefði keypt vörumerkið Cintamani, ásamt vörulager og og léni félagsins. Cintamani var tekið til gjaldþrotaskipta í lok janúar og Íslandsbanki tók að sér að sjá um söluferlið. „Þetta leggst stórvel í mig. Þó að það séu skrýtnir tímar framundan, þá taldi ég að það væri tækifæri til þess að gera eitthvað nýtt og spennandi,“ segir Einar í samtali við Vísi. Hann er enda kunnugur staðarháttum, var framkvæmdastjóri Cintamani árin 2015 til 2018. Einir segir að nú verði lögð áhersla á vefverslun hjá Cintamani. Verslanir Cintamani voru alls orðnar fimm í lok janúar, þegar félagið fór í þrot, en nýir eigendur hafa ákveðið að opna eingöngu verslunina í Austurhrauni í Garðabæ, þar sem vörulager og skrifstofur fyrirtækisins hafa verið til húsa. „En við erum í þeirri vinnu að koma vefversluninni í loftið, aðlaga hana svolítið að því sem er að gerast í samfélaginu núna,“ segir Einar. Þannig verði þjónustusniði breytt og lögð áhersla á að auka vöruúrvalið í vefverslun frá því sem áður var. Bjartsýnir en ekki með bundið fyrir augun Ljóst þykir að faraldur kórónuveirunnar muni hafa í för með sér gríðarlegan samdrátt í straumi ferðamanna hingað til lands, og þar með efnahagslífsins alls. Þegar hefur áhrifa faraldursins gætt á ýmsum sviðum vinnumarkaðar og stjórnvöld undirbúa nú víðtækar aðgerðir til að koma til móts við launþega og atvinnurekendur. Einar kveðst ekki uggandi yfir stöðunni og segir fyrirtækið sjá tækifæri í breyttum efnahagshorfum. „En við erum samt ekki með bundið fyrir augun, við erum meðvitaðir um stöðuna. En sem betur fer, af því að ég þekki nú sjálfur til, þá var stór meirihluti viðskiptavina Cintamani Íslendingar og við trúum því og treystum að Íslendingar taki áfram fagnandi á móti Cintamani. Íslendingar eiga örugglega eftir að ferðast meira innanlands, stunda meiri útivist og hreyfingu og vera meira úti. Við trúum því að við pössum vel inn í það mynstur,“ segir Einar. „Við hræðumst þetta ekki en við munum bara taka þetta skref fyrir skref og sjá hvernig markaðurinn aðlagar sig breyttu mynstri.“ Einar segir ekki búið að manna allar stöður innan hins endurreista fyrirtækis. „Þetta ber svolítið hratt að.“ Viðræður standi yfir við fyrrverandi starfsmenn Cintamani. „Þeir starfsmenn sem við ætlum að ráða munu koma úr þeim hóp, að mestu leyti,“ segir Einar. Þá er gert ráð fyrir að verslanir Cintamani, í raun- og netheimum, opni á allra næstu dögum. „Bara öðru hvoru megin við helgina,“ segir Einar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Undirrituðu kaupsamning í síðustu viku og opna aftur á næstu dögum Íslandsbanki hefur lokið söluferli á vörumerkinu Cintamani ásamt vörulager og léni félagsins. 18. mars 2020 09:24 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Einar Karl Birgisson, athafnamaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Cintamani, leiðir hóp fjárfesta sem keyptu Cintamani í síðustu viku, með öllu tilheyrandi. Hann segir nýja eigendur ekki hræðast breyttar efnahagshorfur vegna heimsfaraldurs kórónuveiru – þeir horfi spenntir og bjartsýnir fram á veginn. Greint var frá því í morgun að félagið Cinta 2020 ehf. hefði keypt vörumerkið Cintamani, ásamt vörulager og og léni félagsins. Cintamani var tekið til gjaldþrotaskipta í lok janúar og Íslandsbanki tók að sér að sjá um söluferlið. „Þetta leggst stórvel í mig. Þó að það séu skrýtnir tímar framundan, þá taldi ég að það væri tækifæri til þess að gera eitthvað nýtt og spennandi,“ segir Einar í samtali við Vísi. Hann er enda kunnugur staðarháttum, var framkvæmdastjóri Cintamani árin 2015 til 2018. Einir segir að nú verði lögð áhersla á vefverslun hjá Cintamani. Verslanir Cintamani voru alls orðnar fimm í lok janúar, þegar félagið fór í þrot, en nýir eigendur hafa ákveðið að opna eingöngu verslunina í Austurhrauni í Garðabæ, þar sem vörulager og skrifstofur fyrirtækisins hafa verið til húsa. „En við erum í þeirri vinnu að koma vefversluninni í loftið, aðlaga hana svolítið að því sem er að gerast í samfélaginu núna,“ segir Einar. Þannig verði þjónustusniði breytt og lögð áhersla á að auka vöruúrvalið í vefverslun frá því sem áður var. Bjartsýnir en ekki með bundið fyrir augun Ljóst þykir að faraldur kórónuveirunnar muni hafa í för með sér gríðarlegan samdrátt í straumi ferðamanna hingað til lands, og þar með efnahagslífsins alls. Þegar hefur áhrifa faraldursins gætt á ýmsum sviðum vinnumarkaðar og stjórnvöld undirbúa nú víðtækar aðgerðir til að koma til móts við launþega og atvinnurekendur. Einar kveðst ekki uggandi yfir stöðunni og segir fyrirtækið sjá tækifæri í breyttum efnahagshorfum. „En við erum samt ekki með bundið fyrir augun, við erum meðvitaðir um stöðuna. En sem betur fer, af því að ég þekki nú sjálfur til, þá var stór meirihluti viðskiptavina Cintamani Íslendingar og við trúum því og treystum að Íslendingar taki áfram fagnandi á móti Cintamani. Íslendingar eiga örugglega eftir að ferðast meira innanlands, stunda meiri útivist og hreyfingu og vera meira úti. Við trúum því að við pössum vel inn í það mynstur,“ segir Einar. „Við hræðumst þetta ekki en við munum bara taka þetta skref fyrir skref og sjá hvernig markaðurinn aðlagar sig breyttu mynstri.“ Einar segir ekki búið að manna allar stöður innan hins endurreista fyrirtækis. „Þetta ber svolítið hratt að.“ Viðræður standi yfir við fyrrverandi starfsmenn Cintamani. „Þeir starfsmenn sem við ætlum að ráða munu koma úr þeim hóp, að mestu leyti,“ segir Einar. Þá er gert ráð fyrir að verslanir Cintamani, í raun- og netheimum, opni á allra næstu dögum. „Bara öðru hvoru megin við helgina,“ segir Einar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Undirrituðu kaupsamning í síðustu viku og opna aftur á næstu dögum Íslandsbanki hefur lokið söluferli á vörumerkinu Cintamani ásamt vörulager og léni félagsins. 18. mars 2020 09:24 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Undirrituðu kaupsamning í síðustu viku og opna aftur á næstu dögum Íslandsbanki hefur lokið söluferli á vörumerkinu Cintamani ásamt vörulager og léni félagsins. 18. mars 2020 09:24