Í sterkri stöðu til að takast á við faraldurinn samanborið við margar aðrar þjóðir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. mars 2020 13:29 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, á blaðamannafundi í liðinni viku þegar tilkynnt var um fjögurra vikna samkomubann. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að þrátt fyrir að þjóðin sé vissulega að sigla inn í erfiða tíma vegna útbreiðslu kórónuveiru þá sé margt sem vinni með Íslandi. „Þetta er auðvitað grafalvarlegt. Það er auðvitað ekki ánægjulegt að við þurfum að fara inn í svona stöðu en núna er Vestur-Evrópa og öll ríki í nákvæmlega sömu stöðu en við erum þó þar að við erum með stóran forða eins og ég hef sagt. Við erum með sterkar grunnstoðir hagkerfisins. Við erum matvælaland. Við flytjum miklu meiri matvæli út en við neytum, sem er styrkleiki í þessari stöðu,“ segir Lilja sem bendir að landfræðileg lega landsins sé líka styrkleiki. „Við erum þó það gæfurík að þegar við förum inn í þessa stöðu þá er staða ríkissjóðs býsna sterk. Hreinar skuldir í kringum 20% og ef við berum saman við ítalíu þá eru þær 120%. Og þið getið ímyndað ykkur fyrir ríki eins og Ítalíu að fara inn í þetta ástand.“ Þetta sagði Lilja sem var gestur í sjónvarpsþættinum Bítið í morgun. Mikið hefur mætt á Lilju en undir hana heyra menningar- og menntamálin. Allt starfsfólk skóla á öllum stigum sem og menningarstofnana landsins hafa síðastliðna daga verið í óðaönn að útfæra sína starfsemi samkvæmt samkomubanninu sem tilkynnt var um fyrir helgi. Hún var spurð hvers vegna sú ákvörðun hefði verið tekin að loka mennta- og háskólum landsins en ekki leik- og grunnskólum. „Það er vegna þess að þetta er tillaga sem kemur frá sóttvarnalækni og hann metur stöðuna þannig að það sé hægt að halda leik- og grunnskólum gangandi með þessum takmörkunum en auðvitað er þetta allt sérstakt. En við fáum þetta, við vinnum með þetta og ég vil líka nefna það að ég hef verið í mjög góðu sambandi við sænska menntamálaráðherrann. Svíþjóð er að gera þetta nákvæmlega eins. En svo auðvitað vitum við ekki; við vitum ekki nákvæmlega hver staðan verður eftir tvær vikur, eftir þrjár vikur.“ Staðan breytist dag frá degi og enn séu margir óvissuþættir uppi. Fáir hefðu til dæmis séð fyrir ákvarðanir Bandaríkjastjórnar og Evrópusambandsins um lokun landamæra. Lilja var spurð hvort aðgerðirnar til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldurs muni bitna á menntun nemenda. „Við getum ekki sagt að skólahald raskast ekki. Það held ég að við sjáum öll og svona leiðarljósið í þessu samkomulagi sem við náðum í sameiginlegri yfirlýsingu á sunnudaginn er að það þarf að taka tillit til þeirra aðstæðna sem eru uppi. Við sjáum það. Sumir kennarar eru í sóttkví, sumir eru smitaðir og við verðum að vera auðmjúk gagnvart þeim aðstæðum en engu að síður að halda utan um börnin og halda þeim við efnið.“ Lilja segir að áhersla verði lögð á að halda vel utan um nemendur sem séu í mestri hættu að hverfa frá námi. Aðspurð hvort til greina kæmi að lengja skólatímabilið útilokaði Lilja það ekki. „Það kemur allt til greina. En það gerum við auðvitað, eins og við höfum gert þegar við förum inn í þessar aðstæður, auðvitað í samráði við þá sem bera uppi skólastarf.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að þrátt fyrir að þjóðin sé vissulega að sigla inn í erfiða tíma vegna útbreiðslu kórónuveiru þá sé margt sem vinni með Íslandi. „Þetta er auðvitað grafalvarlegt. Það er auðvitað ekki ánægjulegt að við þurfum að fara inn í svona stöðu en núna er Vestur-Evrópa og öll ríki í nákvæmlega sömu stöðu en við erum þó þar að við erum með stóran forða eins og ég hef sagt. Við erum með sterkar grunnstoðir hagkerfisins. Við erum matvælaland. Við flytjum miklu meiri matvæli út en við neytum, sem er styrkleiki í þessari stöðu,“ segir Lilja sem bendir að landfræðileg lega landsins sé líka styrkleiki. „Við erum þó það gæfurík að þegar við förum inn í þessa stöðu þá er staða ríkissjóðs býsna sterk. Hreinar skuldir í kringum 20% og ef við berum saman við ítalíu þá eru þær 120%. Og þið getið ímyndað ykkur fyrir ríki eins og Ítalíu að fara inn í þetta ástand.“ Þetta sagði Lilja sem var gestur í sjónvarpsþættinum Bítið í morgun. Mikið hefur mætt á Lilju en undir hana heyra menningar- og menntamálin. Allt starfsfólk skóla á öllum stigum sem og menningarstofnana landsins hafa síðastliðna daga verið í óðaönn að útfæra sína starfsemi samkvæmt samkomubanninu sem tilkynnt var um fyrir helgi. Hún var spurð hvers vegna sú ákvörðun hefði verið tekin að loka mennta- og háskólum landsins en ekki leik- og grunnskólum. „Það er vegna þess að þetta er tillaga sem kemur frá sóttvarnalækni og hann metur stöðuna þannig að það sé hægt að halda leik- og grunnskólum gangandi með þessum takmörkunum en auðvitað er þetta allt sérstakt. En við fáum þetta, við vinnum með þetta og ég vil líka nefna það að ég hef verið í mjög góðu sambandi við sænska menntamálaráðherrann. Svíþjóð er að gera þetta nákvæmlega eins. En svo auðvitað vitum við ekki; við vitum ekki nákvæmlega hver staðan verður eftir tvær vikur, eftir þrjár vikur.“ Staðan breytist dag frá degi og enn séu margir óvissuþættir uppi. Fáir hefðu til dæmis séð fyrir ákvarðanir Bandaríkjastjórnar og Evrópusambandsins um lokun landamæra. Lilja var spurð hvort aðgerðirnar til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldurs muni bitna á menntun nemenda. „Við getum ekki sagt að skólahald raskast ekki. Það held ég að við sjáum öll og svona leiðarljósið í þessu samkomulagi sem við náðum í sameiginlegri yfirlýsingu á sunnudaginn er að það þarf að taka tillit til þeirra aðstæðna sem eru uppi. Við sjáum það. Sumir kennarar eru í sóttkví, sumir eru smitaðir og við verðum að vera auðmjúk gagnvart þeim aðstæðum en engu að síður að halda utan um börnin og halda þeim við efnið.“ Lilja segir að áhersla verði lögð á að halda vel utan um nemendur sem séu í mestri hættu að hverfa frá námi. Aðspurð hvort til greina kæmi að lengja skólatímabilið útilokaði Lilja það ekki. „Það kemur allt til greina. En það gerum við auðvitað, eins og við höfum gert þegar við förum inn í þessar aðstæður, auðvitað í samráði við þá sem bera uppi skólastarf.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira