Brjálaður út í KKÍ | Eins og að missa einhvern nákominn Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2020 19:30 Máté Dalmay, t.v. á mynd, er þjálfari Hamars sem þarf að spila áfram í 1. deild næsta vetur. Facebook/@hamarkorfubolti Óhætt er að segja að það falli í grýttan jarðveg hjá þjálfara Hamars hvernig stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að skilja við tímabilið 2019-20. KKÍ tilkynnti í dag að leiktíðinni væri lokið. Þar sem að ekki var öllum leikjum lokið í deildunum þurfti stjórnin að skera úr um hvað yrði um lið sem börðust um að komast upp í Domino‘s-deild eða að forðast fall þaðan. Niðurstaðan er meðal annars sú að Fjölnir fellur úr Domino‘s-deild karla og Höttur kemst upp úr 1. deild, en að ekki fari annað lið upp úr 1. deild og að ekki falli annað lið úr efstu deild en Fjölnir. Höttur var með 40 stig á toppi 1. deildar og átti tvo leiki eftir, líkt og Hamar sem var með 38 stig. Liðin áttu að mætast á föstudaginn í leik sem stillt hafði verið upp sem úrslitaleik um hvort liðanna endaði á toppi deildarinnar. Hamar átti því möguleika á að ná efsta sæti en hefði annars farið í umspil um sæti í úrvalsdeildinni, ef kórónuveiran hefði ekki sett allt úr skorðum. Máté Dalmay, þjálfari Hamars, er skiljanlega hryggur yfir niðurstöðunni og vandar KKÍ ekki kveðjuna í viðtali við mbl.is. „Þetta var eins og einhver nákominn manni hafi fallið frá og það á ósanngjarnan hátt. Ég hélt að þetta væri það eina sem gat ekki gerst. Ég hélt að annað hvort myndi ekkert lið fara upp né niður eða tvo lið fara upp og niður. Það er margt í þessu sem ég skil ekki og það eru engin rök fyrir. Þetta var einhver geðþóttaákvörðun sem er tekin á fundi í hádeginu á miðvikudegi á meðan að allar stærstu deildir heims ætla að taka sér 30 daga og ræða málin fram og til baka,“ segir Maté. Þjálfarinn bendir á að leikjaniðurröðun í 1. deildinni, sem sé í höndum KKÍ, ráði miklu um það að Höttur sé á þessum mikilvæga tímapunkti í efsta sæti. „Eina ástæðan fyrir því að Höttur er á undan okkur núna er leikjaröðun KKÍ. Það að leikjaniðurröðin og frestaðir leikir ráði úrslitum eftir að lið eyði milljónum í eitt tímabil er sturlað,“ segir Maté við mbl.is, og hann segir ákvörðun dagsins tekna af fólki „sem veit ekkert um íþróttir“. Langerfiðasta ákvörðun formanns KKÍ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði í Sportinu í dag að um gríðarlega erfiða ákvörðun hefði verið að ræða. „Því miður höfum við oft þurft að taka erfiðar ákvarðanir og það er hluti af því að stýra eins stóru sambandi og KKÍ. En þetta er klárlega langerfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka,“ sagði Hannes. Aðspurður hvort að nokkuð hefði legið á að taka ákvörðun strax svaraði formaðurinn: „Fyrst er þessi fjöldi erlendra leikmanna. Er ekki ósanngjarnt að spila ef þeir koma ekki aftur? Núna þurfa allir sem koma til Íslands að fara í tveggja vikna sóttkví. Hvað varir þetta lengi? Það getur enginn sagt það. Við tókum ákvörðun um að slaufa þessu því við sjáum ekki inn í endann. Að taka þessa ákvörðun eftir fjórar vikur væri hugsanlega alltof seint.“ Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Óhætt er að segja að það falli í grýttan jarðveg hjá þjálfara Hamars hvernig stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að skilja við tímabilið 2019-20. KKÍ tilkynnti í dag að leiktíðinni væri lokið. Þar sem að ekki var öllum leikjum lokið í deildunum þurfti stjórnin að skera úr um hvað yrði um lið sem börðust um að komast upp í Domino‘s-deild eða að forðast fall þaðan. Niðurstaðan er meðal annars sú að Fjölnir fellur úr Domino‘s-deild karla og Höttur kemst upp úr 1. deild, en að ekki fari annað lið upp úr 1. deild og að ekki falli annað lið úr efstu deild en Fjölnir. Höttur var með 40 stig á toppi 1. deildar og átti tvo leiki eftir, líkt og Hamar sem var með 38 stig. Liðin áttu að mætast á föstudaginn í leik sem stillt hafði verið upp sem úrslitaleik um hvort liðanna endaði á toppi deildarinnar. Hamar átti því möguleika á að ná efsta sæti en hefði annars farið í umspil um sæti í úrvalsdeildinni, ef kórónuveiran hefði ekki sett allt úr skorðum. Máté Dalmay, þjálfari Hamars, er skiljanlega hryggur yfir niðurstöðunni og vandar KKÍ ekki kveðjuna í viðtali við mbl.is. „Þetta var eins og einhver nákominn manni hafi fallið frá og það á ósanngjarnan hátt. Ég hélt að þetta væri það eina sem gat ekki gerst. Ég hélt að annað hvort myndi ekkert lið fara upp né niður eða tvo lið fara upp og niður. Það er margt í þessu sem ég skil ekki og það eru engin rök fyrir. Þetta var einhver geðþóttaákvörðun sem er tekin á fundi í hádeginu á miðvikudegi á meðan að allar stærstu deildir heims ætla að taka sér 30 daga og ræða málin fram og til baka,“ segir Maté. Þjálfarinn bendir á að leikjaniðurröðun í 1. deildinni, sem sé í höndum KKÍ, ráði miklu um það að Höttur sé á þessum mikilvæga tímapunkti í efsta sæti. „Eina ástæðan fyrir því að Höttur er á undan okkur núna er leikjaröðun KKÍ. Það að leikjaniðurröðin og frestaðir leikir ráði úrslitum eftir að lið eyði milljónum í eitt tímabil er sturlað,“ segir Maté við mbl.is, og hann segir ákvörðun dagsins tekna af fólki „sem veit ekkert um íþróttir“. Langerfiðasta ákvörðun formanns KKÍ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði í Sportinu í dag að um gríðarlega erfiða ákvörðun hefði verið að ræða. „Því miður höfum við oft þurft að taka erfiðar ákvarðanir og það er hluti af því að stýra eins stóru sambandi og KKÍ. En þetta er klárlega langerfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka,“ sagði Hannes. Aðspurður hvort að nokkuð hefði legið á að taka ákvörðun strax svaraði formaðurinn: „Fyrst er þessi fjöldi erlendra leikmanna. Er ekki ósanngjarnt að spila ef þeir koma ekki aftur? Núna þurfa allir sem koma til Íslands að fara í tveggja vikna sóttkví. Hvað varir þetta lengi? Það getur enginn sagt það. Við tókum ákvörðun um að slaufa þessu því við sjáum ekki inn í endann. Að taka þessa ákvörðun eftir fjórar vikur væri hugsanlega alltof seint.“
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40