Leikmenn í La Liga keppa í FIFA leiknum á PlayStation Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2020 16:30 Sergi Roberto keppir fyrir hönd Barcelona og mun örugglega reyna að nýta sér tölvuútgáfuna af Lionel Messi. Getty/Xavier Bonilla Spænska deildin hefur nú fundið leið til að halda keppni, safna pening fyrir hjálparsamtök og hjálpa um leið aðdáendum liðanna að fá smá fótbolta glaðning á erfiðum tímum. Einn leikmaður frá hverju liði í spænsku deildinni mun taka þátt í nýrri keppni í FIFA leiknum á PlayStation en hún er sett á laggirnar í fjáröflunarskyni fyrir heilbrigðiskerfið á Spáni. Marco Asensio, Sergi Roberto og Adnan Januzaj eru meðal þekktra knattspyrnumanna sem taka þátt í þessari keppni. Keppnin um spænska meistaratitil LA Liga félaganna í FIFA leiknum á PlayStation mun fara fram í dag, á morgun og á sunnudaginn. Tuttugu lið eiga sinn fulltrúa og á sunnudaginn mun síðan standa upp einn sigurvegari í keppninni. Það voru margir leikmenn sem vildu keppa fyrir hönd síns félags og þurftu Real Madrid mennirnir Thibaut Courtois, Marco Asensio og Dani Carvajal þannig að fara í undankeppni til að finna út hver kæmi fram fyrir hönd Real Madrid í þessari keppni. Keppnin verður í beinni á netinu og þekktir íþróttalýsendur á Spáni munu hjálpa til að lífga upp á keppnina fyrir áhorfendur. Það má segja að þessi hugmynd hafi fæðst þegar Borja Iglesias hjá Real Betis og Sergio Reguilón hjá Sevilla kepptu við hvorn annan á netinu á sunnudaginn var. Llanos sendi leikinn út og um 62 þúsund manns horfðu. Jose Martinez @marcoasensio10 @adnanjanuzaj @marcosllorente @SergiRoberto10 There's no football right now, but ALL 20 clubs will compete in the #LaLigaSantanderChallenge with @IbaiLlanos! Action starts tomorrow at 7pm CET. — LaLiga English (@LaLigaEN) March 19, 2020 Real Betis vann leikinn 6-5 og Borja Iglesias sá til þess að tölvuútgáfan af honum sjálfum skoraði þrennu í leiknum. La Liga fór í kjölfarið af stað og náði að skipuleggja sína eigin keppni með öllum liðum deildarinnar. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig þetta kemur út en það má um leið búast við fleiri slíkum landskeppnum og jafnvel Evrópukeppnum á næstunni á meðan fótboltamenn mega ekki spila fótbolta. Spænski boltinn Rafíþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira
Spænska deildin hefur nú fundið leið til að halda keppni, safna pening fyrir hjálparsamtök og hjálpa um leið aðdáendum liðanna að fá smá fótbolta glaðning á erfiðum tímum. Einn leikmaður frá hverju liði í spænsku deildinni mun taka þátt í nýrri keppni í FIFA leiknum á PlayStation en hún er sett á laggirnar í fjáröflunarskyni fyrir heilbrigðiskerfið á Spáni. Marco Asensio, Sergi Roberto og Adnan Januzaj eru meðal þekktra knattspyrnumanna sem taka þátt í þessari keppni. Keppnin um spænska meistaratitil LA Liga félaganna í FIFA leiknum á PlayStation mun fara fram í dag, á morgun og á sunnudaginn. Tuttugu lið eiga sinn fulltrúa og á sunnudaginn mun síðan standa upp einn sigurvegari í keppninni. Það voru margir leikmenn sem vildu keppa fyrir hönd síns félags og þurftu Real Madrid mennirnir Thibaut Courtois, Marco Asensio og Dani Carvajal þannig að fara í undankeppni til að finna út hver kæmi fram fyrir hönd Real Madrid í þessari keppni. Keppnin verður í beinni á netinu og þekktir íþróttalýsendur á Spáni munu hjálpa til að lífga upp á keppnina fyrir áhorfendur. Það má segja að þessi hugmynd hafi fæðst þegar Borja Iglesias hjá Real Betis og Sergio Reguilón hjá Sevilla kepptu við hvorn annan á netinu á sunnudaginn var. Llanos sendi leikinn út og um 62 þúsund manns horfðu. Jose Martinez @marcoasensio10 @adnanjanuzaj @marcosllorente @SergiRoberto10 There's no football right now, but ALL 20 clubs will compete in the #LaLigaSantanderChallenge with @IbaiLlanos! Action starts tomorrow at 7pm CET. — LaLiga English (@LaLigaEN) March 19, 2020 Real Betis vann leikinn 6-5 og Borja Iglesias sá til þess að tölvuútgáfan af honum sjálfum skoraði þrennu í leiknum. La Liga fór í kjölfarið af stað og náði að skipuleggja sína eigin keppni með öllum liðum deildarinnar. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig þetta kemur út en það má um leið búast við fleiri slíkum landskeppnum og jafnvel Evrópukeppnum á næstunni á meðan fótboltamenn mega ekki spila fótbolta.
Spænski boltinn Rafíþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira