Allt íþróttastarf fellur niður Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2020 18:03 Hlé hefur verið á keppni í handbolta líkt og öðrum keppnisgreinum vegna kórónuveirunnar. Ekki má æfa íþróttir ef æfingarnar fela í sér innan við tveggja metra nálægð við aðra, eða að leikmenn snerti sömu hluti án þess að þeir séu sótthreinsaðir í millitíðinni. VÍSIR/BÁRA Mælst er til þess að skipulagt íþróttastarf á Íslandi falli niður í óákveðinn tíma vegna aðgerða til þess að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá UMFÍ og ÍSÍ í dag. Þar segir meðal annars: „Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og UMFÍ treysta því að öll íþróttahreyfingin muni fara að þessum afgerandi tilmælum og að allt íþróttastarf falli tímabundið niður. Það er augljóslega ekki auðvelt fyrir íþróttahreyfinguna en við þessar aðstæður er mjög mikilvægt að þjóðin standi saman sem einn maður og að íþróttahreyfingin sýni fulla samstöðu og ábyrgð.“ Í tilkynningunni er vísað í leiðbeinandi viðmið sem heilbrigðisráðuneytið hefur sent frá sér í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Þar segir um íþróttastarf barna og ungmenna: „...að virtum þeim sjónarmiðum og skýringum sem fram hafa komið af hálfu ÍSÍ og ýmissa annarra samtaka sem sinna íþrótta- og æskulýðsstarfi mælast heilbrigðisráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneyti til þess að hlé verði gert á öllu íþrótta- og æskulýðsstarfi barna og ungmenna, sem felur í sér blöndun hópa, nálægð við aðra og snertingu, þar til takmörkun skólastarfs lýkur.“ Hvað varðar íþróttaiðkun fullorðinna þá er eftirfarandi beint til til íþróttahreyfingarinnar: „...er þeim tilmælum beint til ábyrgðaraðila og skipuleggjenda annars íþrótta- og æskulýðsstarfs að með sama hætti verði gert hlé á starfi sem felur í sér snertingu eða nálægð milli iðkenda sem er minni en 2 metrar, í samræmi við þær meginreglur sem fram koma í auglýsingu um takmörkun á samkomum og á meðan þær takmarkanir eru í gildi.“ Ráðuneytin hvetja hins vegar skipuleggjendur íþróttastarfs til að nýta tæknina til þess að halda utan um sína hópa og virkja sína iðkendur til hreyfingar á eigin vegum. Eftirfarandi árétting barst frá sóttvarnalækni í dag í tilefni útgáfu leiðbeinandi viðmiða frá heilbrigðisráðuneyti og mennta- og menningarmálaráðuneyti: „Sóttvarnalæknir vill árétta að í auglýsingum heilbrigðisráðherra um samkomubann og um takmarkanir á skólastarfi er fjallað um að nálægð einstaklinga verði ekki minni en tveir metrar ef því er við komið. Einnig er ljóst að með vísan í leiðbeiningar um almennar sóttvarnaráðstafanir t.d. varðandi hreinlæti og smitleiðir að sameiginleg notkun á hverskonar búnaði til íþróttaiðkunar boltum, dýnum, rimlum, handlóðum, skíðalyftum og margs fleira án góðrar sótthreinsunar á milli notkunar einstaklinga er mjög varasöm og ekki í anda fyrirmæla um sóttvarnir. Því er augljóst að í flestum íþróttum er nánast ómögulegt að æfa eða keppa. Sóttvarnalæknir vill beina því til Íþrótta- og ólympíusambands Íslands að, líkt og gert hefur varðandi börn og ungmenni, að tekið verði hlé í æfingum og keppnum á vegum sambandsins og aðildarfélaga þeirra á meðan samkomubann varir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Íþróttastarf leik- og grunnskólabarna raskast en eldri flokkarnir geta æft ÍSÍ sendi frá sér tilkynningu í kvöld en þar er sagt að röskun verði á íþróttastarfi leik- og grunnskólabarna. Ætla má að ekki fari íþróttastarf af stað fyrir þennan aldurshóp fyrr en 23. mars. 15. mars 2020 22:16 ÍSÍ hvetur fólk til að hreyfa sig í sóttkví sem annars staðar Heilbrigt líferni snýst ekki síst um að hreyfa sig og nú þegar samkomubann er að fara að taka gildi eftir helgi þá vill íþróttaforystan á Íslandi hvetja Íslendinga til að gleyma ekki að hreyfa sig. 13. mars 2020 22:00 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Sjá meira
Mælst er til þess að skipulagt íþróttastarf á Íslandi falli niður í óákveðinn tíma vegna aðgerða til þess að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá UMFÍ og ÍSÍ í dag. Þar segir meðal annars: „Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og UMFÍ treysta því að öll íþróttahreyfingin muni fara að þessum afgerandi tilmælum og að allt íþróttastarf falli tímabundið niður. Það er augljóslega ekki auðvelt fyrir íþróttahreyfinguna en við þessar aðstæður er mjög mikilvægt að þjóðin standi saman sem einn maður og að íþróttahreyfingin sýni fulla samstöðu og ábyrgð.“ Í tilkynningunni er vísað í leiðbeinandi viðmið sem heilbrigðisráðuneytið hefur sent frá sér í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Þar segir um íþróttastarf barna og ungmenna: „...að virtum þeim sjónarmiðum og skýringum sem fram hafa komið af hálfu ÍSÍ og ýmissa annarra samtaka sem sinna íþrótta- og æskulýðsstarfi mælast heilbrigðisráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneyti til þess að hlé verði gert á öllu íþrótta- og æskulýðsstarfi barna og ungmenna, sem felur í sér blöndun hópa, nálægð við aðra og snertingu, þar til takmörkun skólastarfs lýkur.“ Hvað varðar íþróttaiðkun fullorðinna þá er eftirfarandi beint til til íþróttahreyfingarinnar: „...er þeim tilmælum beint til ábyrgðaraðila og skipuleggjenda annars íþrótta- og æskulýðsstarfs að með sama hætti verði gert hlé á starfi sem felur í sér snertingu eða nálægð milli iðkenda sem er minni en 2 metrar, í samræmi við þær meginreglur sem fram koma í auglýsingu um takmörkun á samkomum og á meðan þær takmarkanir eru í gildi.“ Ráðuneytin hvetja hins vegar skipuleggjendur íþróttastarfs til að nýta tæknina til þess að halda utan um sína hópa og virkja sína iðkendur til hreyfingar á eigin vegum. Eftirfarandi árétting barst frá sóttvarnalækni í dag í tilefni útgáfu leiðbeinandi viðmiða frá heilbrigðisráðuneyti og mennta- og menningarmálaráðuneyti: „Sóttvarnalæknir vill árétta að í auglýsingum heilbrigðisráðherra um samkomubann og um takmarkanir á skólastarfi er fjallað um að nálægð einstaklinga verði ekki minni en tveir metrar ef því er við komið. Einnig er ljóst að með vísan í leiðbeiningar um almennar sóttvarnaráðstafanir t.d. varðandi hreinlæti og smitleiðir að sameiginleg notkun á hverskonar búnaði til íþróttaiðkunar boltum, dýnum, rimlum, handlóðum, skíðalyftum og margs fleira án góðrar sótthreinsunar á milli notkunar einstaklinga er mjög varasöm og ekki í anda fyrirmæla um sóttvarnir. Því er augljóst að í flestum íþróttum er nánast ómögulegt að æfa eða keppa. Sóttvarnalæknir vill beina því til Íþrótta- og ólympíusambands Íslands að, líkt og gert hefur varðandi börn og ungmenni, að tekið verði hlé í æfingum og keppnum á vegum sambandsins og aðildarfélaga þeirra á meðan samkomubann varir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Íþróttastarf leik- og grunnskólabarna raskast en eldri flokkarnir geta æft ÍSÍ sendi frá sér tilkynningu í kvöld en þar er sagt að röskun verði á íþróttastarfi leik- og grunnskólabarna. Ætla má að ekki fari íþróttastarf af stað fyrir þennan aldurshóp fyrr en 23. mars. 15. mars 2020 22:16 ÍSÍ hvetur fólk til að hreyfa sig í sóttkví sem annars staðar Heilbrigt líferni snýst ekki síst um að hreyfa sig og nú þegar samkomubann er að fara að taka gildi eftir helgi þá vill íþróttaforystan á Íslandi hvetja Íslendinga til að gleyma ekki að hreyfa sig. 13. mars 2020 22:00 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Sjá meira
Íþróttastarf leik- og grunnskólabarna raskast en eldri flokkarnir geta æft ÍSÍ sendi frá sér tilkynningu í kvöld en þar er sagt að röskun verði á íþróttastarfi leik- og grunnskólabarna. Ætla má að ekki fari íþróttastarf af stað fyrir þennan aldurshóp fyrr en 23. mars. 15. mars 2020 22:16
ÍSÍ hvetur fólk til að hreyfa sig í sóttkví sem annars staðar Heilbrigt líferni snýst ekki síst um að hreyfa sig og nú þegar samkomubann er að fara að taka gildi eftir helgi þá vill íþróttaforystan á Íslandi hvetja Íslendinga til að gleyma ekki að hreyfa sig. 13. mars 2020 22:00