Tæplega 3.000 Íslendingar komust heim frá Spáni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. mars 2020 18:28 Tæplega þrjúþúsund Íslendingar sem voru í pakkaferðum á vegum þriggja íslenskra ferðaskrifstofa á Spáni eru komnir eða koma heim í kvöld að sögn framkvæmdastjóra Vita. Síðasta beina flugið að sinni fer frá Spáni á morgun að sögn framkvæmdastjóra VITA. Ferðaskrifstofurnar VITA, Heimsferðir og Ferðaskrifstofa Íslands flýttu för fólks á þeirra vegum frá Spáni vegna kórónufaraldursins. Alls eru þetta um og yfir 2700 manns, erfitt er að segja til um nákvæma tölu þar sem Ferðaskrifstofa Íslands vildi ekki gefa upp hversu margir voru á þeirra vegum. Þráinn Vigfússon framkvæmdastjóri VITA segir að vel hafi tekist að útvega öllum sem vildu flug heim. „Við komum öllum okkar farþegum heim og líka buðum uppá aukaferðir fyrir þá sem voru á eigin vegum,“ segir Þráinn. Byrjað var að fljúga með farþegana heim á þriðjudag og síðasta vélin kemur í kvöld. Frá og með gærdeginum þurftu Íslendingar sem koma að utan að fara í sóttkví. Þeir eru hins vegar ekki ennþá inní opinberum tölum yfir þá sem eru í sóttkví sem eru samkvæmt vefnum covid.is alls 4.166 samkvæmt upplýsingum frá Landlækni. Það má því ætla að talan yfir fólk í sóttkví sé mun hærri. Þráinn segir að síðasta beina flug Icelandair frá Spáni verði á morgun. „Mér vitanlega eru engar ferðir beint frá Spáni eftir morgundaginn, það er held ég ein ferð á morgun frá Kanarí.“ segir Þráinn. Þráinn segir að ferðaskrifstofan VITa sé að aðstoða Íslendinga víða um heim að komast til Íslands. „Skipuleggja loftbrú fyrir Íslendinga frá KanaríeyjumÞað eru til dæmis Íslendingar í Alsír og Egyptalandi sem við erum að aðstoða við að komast heim en þessi lönd hafa lokað fyrir útlendingum,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Skipuleggja loftbrú fyrir Íslendinga frá Kanaríeyjum Ferðaskrifstofurnar VITA, Ferðaskrifstofa Íslands og Heimsferðir, í samstarfi við Icelandair, hafa skipulagt loftbrú frá Kanaríeyjum til Íslands til að flýta för þeirra fjölmörgu Íslendinga sem áttu bókað flug heim fyrir páska. 17. mars 2020 15:22 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Sjá meira
Tæplega þrjúþúsund Íslendingar sem voru í pakkaferðum á vegum þriggja íslenskra ferðaskrifstofa á Spáni eru komnir eða koma heim í kvöld að sögn framkvæmdastjóra Vita. Síðasta beina flugið að sinni fer frá Spáni á morgun að sögn framkvæmdastjóra VITA. Ferðaskrifstofurnar VITA, Heimsferðir og Ferðaskrifstofa Íslands flýttu för fólks á þeirra vegum frá Spáni vegna kórónufaraldursins. Alls eru þetta um og yfir 2700 manns, erfitt er að segja til um nákvæma tölu þar sem Ferðaskrifstofa Íslands vildi ekki gefa upp hversu margir voru á þeirra vegum. Þráinn Vigfússon framkvæmdastjóri VITA segir að vel hafi tekist að útvega öllum sem vildu flug heim. „Við komum öllum okkar farþegum heim og líka buðum uppá aukaferðir fyrir þá sem voru á eigin vegum,“ segir Þráinn. Byrjað var að fljúga með farþegana heim á þriðjudag og síðasta vélin kemur í kvöld. Frá og með gærdeginum þurftu Íslendingar sem koma að utan að fara í sóttkví. Þeir eru hins vegar ekki ennþá inní opinberum tölum yfir þá sem eru í sóttkví sem eru samkvæmt vefnum covid.is alls 4.166 samkvæmt upplýsingum frá Landlækni. Það má því ætla að talan yfir fólk í sóttkví sé mun hærri. Þráinn segir að síðasta beina flug Icelandair frá Spáni verði á morgun. „Mér vitanlega eru engar ferðir beint frá Spáni eftir morgundaginn, það er held ég ein ferð á morgun frá Kanarí.“ segir Þráinn. Þráinn segir að ferðaskrifstofan VITa sé að aðstoða Íslendinga víða um heim að komast til Íslands. „Skipuleggja loftbrú fyrir Íslendinga frá KanaríeyjumÞað eru til dæmis Íslendingar í Alsír og Egyptalandi sem við erum að aðstoða við að komast heim en þessi lönd hafa lokað fyrir útlendingum,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Skipuleggja loftbrú fyrir Íslendinga frá Kanaríeyjum Ferðaskrifstofurnar VITA, Ferðaskrifstofa Íslands og Heimsferðir, í samstarfi við Icelandair, hafa skipulagt loftbrú frá Kanaríeyjum til Íslands til að flýta för þeirra fjölmörgu Íslendinga sem áttu bókað flug heim fyrir páska. 17. mars 2020 15:22 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Sjá meira
Skipuleggja loftbrú fyrir Íslendinga frá Kanaríeyjum Ferðaskrifstofurnar VITA, Ferðaskrifstofa Íslands og Heimsferðir, í samstarfi við Icelandair, hafa skipulagt loftbrú frá Kanaríeyjum til Íslands til að flýta för þeirra fjölmörgu Íslendinga sem áttu bókað flug heim fyrir páska. 17. mars 2020 15:22