Bogi lækkar eigin laun um þrjátíu prósent og segir samheldni mikla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2020 12:01 Bogi Nils Bogason segir að Icelandair muni reyna að halda einhverjum tengingum á milli Evrópu, Íslands og Ameríku. Vísir/BaldurHrafnkell Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir alla hjá fyrirtækinu standa þétt saman. Forstjórinn tilkynnti um 240 uppsagnir á starfsmannafundi í morgun og 92% starfsmanna fara í skert starfshlutfall. Þeir starfsmenn sem verða áfram í fullu starfi lækka um 20 prósent í launum. Framkvæmdastjórar lækka um 25 prósent og laun Boga forstjóra og stjórnar lækka um 30 prósent. Bogi segist ekki geta útskýrt nákvæmlega hvernig talan 240 hafi verið fundin út varðandi uppsagnirnar. Þær nái því miður til fólks bæði hjá flugfélaginu og samstæðunni Icelandair Group. Ekkert útilokað á tímum sem þessum „Á sama tíma erum við að óska eftir því að mjög stór hluti starfsfólks fari í hlutastörf eða tímabundin lausnalaus leyfi. Þar sem mikið er að gera, þeir starfsmenn taki á sig tímabundanr launalækkanir.“ Þetta séu þær aðgerðir sem farið sé í núna. Engar aðrar séu á teikniborðinu. Starfsfólk Icelandair var boðað á starfsmannafund klukkan 9:30 í morgun.Vísir/Vilhelm „Aðstæður eru mjög krefjandi í okkar geira og heiminum öllum núna. Það er ekkert útilokað.“ Umhverfið breytist dag frá degi eins og heimurinn. Taka þurfi ákvarðarnir með reglubundnum hætti. „Þessar aðgerðir miða að því að búa okkur undir það versta en tryggja ákveðinn sveigjanleika svo við getum stokkið af stað þegar markaðir opna aftur og eftirspurnin kallar á framboðið.“ Fljúga áfram á meðan það skilar krónum í kassann Bogi segir flug lítið sem ekkert í dag. Það sé um 14% af upphaflegri áætlun í dag og minnki dag frá degi. Ekki sjái fyrir endann á minnkuninni. „Það er enn þá einhver eftirspurn og svo hjálpa fraktflutningar. Við erum að fylla fraktpláss farþegavélanna með frakt. Við fljúgum áfram meðan það er fjárhagslega hagkvæmt,“ segir Bogi. Öllum þessum flugferðum var aflýst í morgun. Um daglegar fregnir er að ræða á meðan ferðabanni stendur. Skjáskot af vef Keflavíkurflugvallar í morgun. „Vonandi náum við að halda áfram einhverjum tengingum milli Íslands og Evrópu og Norður-Evrópu.“ Hann minnir á að ferðabann sé víða í gildi en það þýði ekki það sama og flugbönn. Icelandair og önnur flugfélög geti áfram flogið með frakt. Hann segir Icelandair í sömu aðstæðum og önnur flugfélög í dag, og ferðaþjónustufyrirtæki. Sambærileg staða í flugheiminum öllum „Markaðurinn, bæði flug- og ferðamannamarkaðurinn hafa horfið á augabragði. Allavega til skamms tíma. Við vonum og reiknum með að birti til aftur,“ segir Bogi Nils. Hann muni ekki eftir sambærilegu ástandi eða hliðstæðu. „Þetta er ekkert erfiðara hjá okkur en öðrum. Þetta er sama staða í löndunum í kringum okkur. Þetta er hagkerfið í heild sinni sem er að glíma við þessa stöðu en auðvitað kemur þetta kannski þyngst niður á þessum greinum því fólk er eiginlega hætt að ferðast.“ Icelandair fylgist dag frá degi með stöðu mála en eigi erfitt með að spá fram í tímann. Starfseminni sé stillt upp þannig að hægt verði að stökkva til. Tryggja ákveðinn sveigjanleika. Allir leggjast á eitt Hann segir starfsfólk Icelandair hafa verið viðbúið leiðinlegum tíðindum í morgun. „Það er búið að vera óvissa hjá okkar fyrirtæki, öðrum hér á landi og í heiminum öllum. Auðvitað er þetta sjokk þegar fréttirnar koma fram en hér standa allir mjög þétt saman, höfum gert undanfarna daga og fólk alls staðar í fyrritækinu verið að stökkva til í þeim einingum þar sem þarf fleiri hendur, til dæmis í þjónustuverinu,“ segir Bogi Nils. „Það hefur verið ótrúlega gaman að fylgast með því. Samheldnin er mikil þrátt fyrir þessa stöðu.“ Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Vinnumarkaður Tengdar fréttir Mikil röskun á millilandaflugi 23. mars 2020 10:44 240 manns sagt upp hjá Icelandair og 92 prósent í skert starfshlutfall Icelandair hefur tilkynnt að 240 starfsmönnum verði sagt upp og starfshlutfall 92 prósent starfsfólks verði skert. 23. mars 2020 09:36 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir alla hjá fyrirtækinu standa þétt saman. Forstjórinn tilkynnti um 240 uppsagnir á starfsmannafundi í morgun og 92% starfsmanna fara í skert starfshlutfall. Þeir starfsmenn sem verða áfram í fullu starfi lækka um 20 prósent í launum. Framkvæmdastjórar lækka um 25 prósent og laun Boga forstjóra og stjórnar lækka um 30 prósent. Bogi segist ekki geta útskýrt nákvæmlega hvernig talan 240 hafi verið fundin út varðandi uppsagnirnar. Þær nái því miður til fólks bæði hjá flugfélaginu og samstæðunni Icelandair Group. Ekkert útilokað á tímum sem þessum „Á sama tíma erum við að óska eftir því að mjög stór hluti starfsfólks fari í hlutastörf eða tímabundin lausnalaus leyfi. Þar sem mikið er að gera, þeir starfsmenn taki á sig tímabundanr launalækkanir.“ Þetta séu þær aðgerðir sem farið sé í núna. Engar aðrar séu á teikniborðinu. Starfsfólk Icelandair var boðað á starfsmannafund klukkan 9:30 í morgun.Vísir/Vilhelm „Aðstæður eru mjög krefjandi í okkar geira og heiminum öllum núna. Það er ekkert útilokað.“ Umhverfið breytist dag frá degi eins og heimurinn. Taka þurfi ákvarðarnir með reglubundnum hætti. „Þessar aðgerðir miða að því að búa okkur undir það versta en tryggja ákveðinn sveigjanleika svo við getum stokkið af stað þegar markaðir opna aftur og eftirspurnin kallar á framboðið.“ Fljúga áfram á meðan það skilar krónum í kassann Bogi segir flug lítið sem ekkert í dag. Það sé um 14% af upphaflegri áætlun í dag og minnki dag frá degi. Ekki sjái fyrir endann á minnkuninni. „Það er enn þá einhver eftirspurn og svo hjálpa fraktflutningar. Við erum að fylla fraktpláss farþegavélanna með frakt. Við fljúgum áfram meðan það er fjárhagslega hagkvæmt,“ segir Bogi. Öllum þessum flugferðum var aflýst í morgun. Um daglegar fregnir er að ræða á meðan ferðabanni stendur. Skjáskot af vef Keflavíkurflugvallar í morgun. „Vonandi náum við að halda áfram einhverjum tengingum milli Íslands og Evrópu og Norður-Evrópu.“ Hann minnir á að ferðabann sé víða í gildi en það þýði ekki það sama og flugbönn. Icelandair og önnur flugfélög geti áfram flogið með frakt. Hann segir Icelandair í sömu aðstæðum og önnur flugfélög í dag, og ferðaþjónustufyrirtæki. Sambærileg staða í flugheiminum öllum „Markaðurinn, bæði flug- og ferðamannamarkaðurinn hafa horfið á augabragði. Allavega til skamms tíma. Við vonum og reiknum með að birti til aftur,“ segir Bogi Nils. Hann muni ekki eftir sambærilegu ástandi eða hliðstæðu. „Þetta er ekkert erfiðara hjá okkur en öðrum. Þetta er sama staða í löndunum í kringum okkur. Þetta er hagkerfið í heild sinni sem er að glíma við þessa stöðu en auðvitað kemur þetta kannski þyngst niður á þessum greinum því fólk er eiginlega hætt að ferðast.“ Icelandair fylgist dag frá degi með stöðu mála en eigi erfitt með að spá fram í tímann. Starfseminni sé stillt upp þannig að hægt verði að stökkva til. Tryggja ákveðinn sveigjanleika. Allir leggjast á eitt Hann segir starfsfólk Icelandair hafa verið viðbúið leiðinlegum tíðindum í morgun. „Það er búið að vera óvissa hjá okkar fyrirtæki, öðrum hér á landi og í heiminum öllum. Auðvitað er þetta sjokk þegar fréttirnar koma fram en hér standa allir mjög þétt saman, höfum gert undanfarna daga og fólk alls staðar í fyrritækinu verið að stökkva til í þeim einingum þar sem þarf fleiri hendur, til dæmis í þjónustuverinu,“ segir Bogi Nils. „Það hefur verið ótrúlega gaman að fylgast með því. Samheldnin er mikil þrátt fyrir þessa stöðu.“
Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Vinnumarkaður Tengdar fréttir Mikil röskun á millilandaflugi 23. mars 2020 10:44 240 manns sagt upp hjá Icelandair og 92 prósent í skert starfshlutfall Icelandair hefur tilkynnt að 240 starfsmönnum verði sagt upp og starfshlutfall 92 prósent starfsfólks verði skert. 23. mars 2020 09:36 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
240 manns sagt upp hjá Icelandair og 92 prósent í skert starfshlutfall Icelandair hefur tilkynnt að 240 starfsmönnum verði sagt upp og starfshlutfall 92 prósent starfsfólks verði skert. 23. mars 2020 09:36