Börn í Vestmannaeyjum virðast ekki hafa dreift smiti Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. mars 2020 15:00 Gríðarlega umfangsmikil skimun hefur staðið yfir í Vestmannaeyjum síðustu daga. Flest sýni miðað við höfðatölu hafa verið tekin í Eyjum af öllum sveitarfélögum á Íslandi. „Börnin virðast ekki vera mikið útsett fyrir smiti eða vera að dreifa smiti og það eru gríðarlega góðar fréttir fyrir okkur öll.“ Þetta er mat Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, að lokinni umfangsmikilli skimun eftir kórónuveirunni meðal grunnskólabarna í bæjarfélaginu. Ekkert þeirra tuga barna sem skimuð voru í 1. til 4. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja reyndist smitað og ekkert í 7. bekk heldur. Þó hafa tvö börn greinst með veiruna í Vestmannaeyjum, annað 2 ára og hitt 15 ára. Hvorugt þeirra er þó mikið lasið að sögn Páleyjar. Alls hafa nú 30 manns smitast í Vestmannaeyjum og sagði Páley í samtali við fréttastofu í gær að þau væru úr mismunandi áttum. Þá er á fimmta hundrað Eyjamanna, um 11 prósent allra Vestmanneyinga, í sóttkví sem stendur. Þannig var ferð Herjólfs seinkað í gær, sérstaklega til að geta flutt sýni úr Vestmanneyjum til rannsóknar í Reykjavík. Flest sýni miðað við höfðatölu hafa verið tekin í Vestmannaeyjum, auk þess sem samkomubann þar var hert þannig að aðeins mega 10 manns koma saman. Þá var tekin ákvörðun um að skólahald í Grunnskóla Vestmannaeyja verði í formi fjarkennslu frá og með deginum í dag þar til annað verður tilkynnt. „Farnar hafa verið ýmsar leiðir í því að beita forvirkum aðferðum, skima ákveðna hópa og herða á sóttkví og einangrun. Við vonum svo sannarlega að þessar aðferðir skili árangri en að öllum líkindum eigum við enn eftir að fá fleiri smit, sérstaklega í hópi nánustu aðstandenda smitaðra,“ skrifar Páley Borgþórsdóttir á Facebook-síðu lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Smitin í Eyjum úr mismunandi áttum Ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum var seinkað í morgun til að flytja sýni til rannsóknar í Reykjavík. 22. mars 2020 12:25 Enn fjölgar smitum í Vestmannaeyjum Staðfest smit kórónuveirunnar í Vestmannaeyjum eru nú þrjátíu 23. mars 2020 06:37 Íris: „Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir ástandið sem Eyjamenn nú lifa vera ólíkt öllu öðru sem þeir hafi áður þekkt. 21. mars 2020 23:28 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Fleiri fréttir Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Sjá meira
„Börnin virðast ekki vera mikið útsett fyrir smiti eða vera að dreifa smiti og það eru gríðarlega góðar fréttir fyrir okkur öll.“ Þetta er mat Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, að lokinni umfangsmikilli skimun eftir kórónuveirunni meðal grunnskólabarna í bæjarfélaginu. Ekkert þeirra tuga barna sem skimuð voru í 1. til 4. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja reyndist smitað og ekkert í 7. bekk heldur. Þó hafa tvö börn greinst með veiruna í Vestmannaeyjum, annað 2 ára og hitt 15 ára. Hvorugt þeirra er þó mikið lasið að sögn Páleyjar. Alls hafa nú 30 manns smitast í Vestmannaeyjum og sagði Páley í samtali við fréttastofu í gær að þau væru úr mismunandi áttum. Þá er á fimmta hundrað Eyjamanna, um 11 prósent allra Vestmanneyinga, í sóttkví sem stendur. Þannig var ferð Herjólfs seinkað í gær, sérstaklega til að geta flutt sýni úr Vestmanneyjum til rannsóknar í Reykjavík. Flest sýni miðað við höfðatölu hafa verið tekin í Vestmannaeyjum, auk þess sem samkomubann þar var hert þannig að aðeins mega 10 manns koma saman. Þá var tekin ákvörðun um að skólahald í Grunnskóla Vestmannaeyja verði í formi fjarkennslu frá og með deginum í dag þar til annað verður tilkynnt. „Farnar hafa verið ýmsar leiðir í því að beita forvirkum aðferðum, skima ákveðna hópa og herða á sóttkví og einangrun. Við vonum svo sannarlega að þessar aðferðir skili árangri en að öllum líkindum eigum við enn eftir að fá fleiri smit, sérstaklega í hópi nánustu aðstandenda smitaðra,“ skrifar Páley Borgþórsdóttir á Facebook-síðu lögreglunnar í Vestmannaeyjum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Smitin í Eyjum úr mismunandi áttum Ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum var seinkað í morgun til að flytja sýni til rannsóknar í Reykjavík. 22. mars 2020 12:25 Enn fjölgar smitum í Vestmannaeyjum Staðfest smit kórónuveirunnar í Vestmannaeyjum eru nú þrjátíu 23. mars 2020 06:37 Íris: „Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir ástandið sem Eyjamenn nú lifa vera ólíkt öllu öðru sem þeir hafi áður þekkt. 21. mars 2020 23:28 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Fleiri fréttir Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Sjá meira
Smitin í Eyjum úr mismunandi áttum Ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum var seinkað í morgun til að flytja sýni til rannsóknar í Reykjavík. 22. mars 2020 12:25
Enn fjölgar smitum í Vestmannaeyjum Staðfest smit kórónuveirunnar í Vestmannaeyjum eru nú þrjátíu 23. mars 2020 06:37
Íris: „Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir ástandið sem Eyjamenn nú lifa vera ólíkt öllu öðru sem þeir hafi áður þekkt. 21. mars 2020 23:28