Eiður um Ronaldinho: Þegar er talað um hann á að vera talað um galdramann á fótboltavellinum Anton Ingi Leifsson skrifar 25. mars 2020 23:00 Ronaldinho og Eiður Smári fallast í faðma í æfingaleik Börsunga árið 2006. Þeir náðu einkar vel saman og tala fallega um hvorn annan. vísir/getty Eiður Smári Guðjohnsen segir að það eigi að minnast brasilíska snillingsins á fótboltavellinum sem töframanns. Hann segir að hann og Ronaldinho hafi náð einkar vel saman og að það sé erfitt að ná ekki vel saman við Ronaldinho. Eiður Smári var gestur í Sportinu í kvöld í gær þar sem hann gerði upp fimm eftirminnilegustu leikina á Meistaradeildarferli sínum; ýmist hjá Barcelona eða hjá Chelsea. Eiður Smári skoraði á Nou Camp gegn gömlu félögunum í Chelsea eftir undirbúning Ronaldinho og þar barst talið að Brassanum. „Það er rosalega erfitt að ná ekki vel saman með honum á fótboltavellinum. Hann er ótrúlegur. Hann sá allt og gat allt með boltann. Ég vissi alltaf hvað hann myndi gera eða hvert hann vildi að ég myndi hlaupa,“ sagði Eiður. Klippa: Sportið í kvöld: Eiður um Ronaldinho - fyrri partur Eiður og Ronaldinho spiluðu saman hjá Barcelona frá 2006 til 2008 og náðu vel saman. „Við vorum líklega jafn miklir vitleysingar á þessum tíma og löðuðumst að hvorum öðrum. Þetta er yndislegur náungi og mér leiðist umfjöllunin sem hann er að fá í dag, þar sem maður veit ekkert hvað er að gerast. Þegar er talað um hann þá er talað um galdramann á fótboltavellinum. Við ættum að sýna virðingu hvað hann gerði inni á vellinum.“ Klippa: Sportið í kvöld: Eiður um Ronaldino - hluti 2 Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Spænski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Höfðu betur eftir framlengdan leik Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segir að það eigi að minnast brasilíska snillingsins á fótboltavellinum sem töframanns. Hann segir að hann og Ronaldinho hafi náð einkar vel saman og að það sé erfitt að ná ekki vel saman við Ronaldinho. Eiður Smári var gestur í Sportinu í kvöld í gær þar sem hann gerði upp fimm eftirminnilegustu leikina á Meistaradeildarferli sínum; ýmist hjá Barcelona eða hjá Chelsea. Eiður Smári skoraði á Nou Camp gegn gömlu félögunum í Chelsea eftir undirbúning Ronaldinho og þar barst talið að Brassanum. „Það er rosalega erfitt að ná ekki vel saman með honum á fótboltavellinum. Hann er ótrúlegur. Hann sá allt og gat allt með boltann. Ég vissi alltaf hvað hann myndi gera eða hvert hann vildi að ég myndi hlaupa,“ sagði Eiður. Klippa: Sportið í kvöld: Eiður um Ronaldinho - fyrri partur Eiður og Ronaldinho spiluðu saman hjá Barcelona frá 2006 til 2008 og náðu vel saman. „Við vorum líklega jafn miklir vitleysingar á þessum tíma og löðuðumst að hvorum öðrum. Þetta er yndislegur náungi og mér leiðist umfjöllunin sem hann er að fá í dag, þar sem maður veit ekkert hvað er að gerast. Þegar er talað um hann þá er talað um galdramann á fótboltavellinum. Við ættum að sýna virðingu hvað hann gerði inni á vellinum.“ Klippa: Sportið í kvöld: Eiður um Ronaldino - hluti 2 Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Spænski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Höfðu betur eftir framlengdan leik Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Sjá meira