Ísland og enska úrvalsdeildin: Fyrsta markið 16. janúar 1993 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2020 10:00 Þorvaldur Örlygsson í leik með Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Bob Thomas Íslenskir knattspyrnumenn hafa tekið mörg stór skref í ensku úrvalsdeildinni síðan hún var sett á laggirnar haustið 1992. Vísir ætlar að skoða nokkur þeirra betur á næstunni og að þessu sinni er komið að fyrsta íslenska markinu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrsta íslenska markið skoraði Akureyringurinn Þorvaldur Örlygsson og það leit dagsins ljós 16. janúar 1993. Markið skoraði Þorvaldur fyrir Nottingham Forest í 3-0 sigri á Chelsea á City Ground í Nottingham. Þetta var tólfti leikur Þorvaldar í ensku úrvalsdeildinni og hans fyrsta deildarmark fyrir Nottingham Forest siðan tímabilið 1989-90. Skoraði fimm mínútum síðar Þorvaldur var ekki í byrjunarliði Brian Clough hjá Nottingham Forest í þessum leik en kom inn á sem varamaður fyrir Scot Gemmill á 84. mínútu leiksins. Markið skoraði Toddi eins og hann var kallaður í Englandi aðeins fimm mínútum síðar. Markið má sjá hér fyrir neðan en þetta myndband er með öllum mörkum Nottingham Forest á þessu tímabili. Nigel Clough, sonur knattspyrnustjórans Brian Clough, átti mikinn þátt í markinu en hann gerði mjög vel í að finna Ian Woan út á vinstri vængnum. Ian Woan átti síðan fyrirgjöf sem fór alla leið yfir á fjærstöngina þar sem Þorvaldur mætti og kom boltanum framhjá Kevin Hitchcock í marki Chelsea. Ian Woan lagði upp flest mörk fyrir Nottingham Forestá þessu tímabili og að þessu sinni fann hann okkar mann. Var tilkynnt að hann væri ekki í hópnum Þorvaldur sagði mjög sérstaka sögu af aðdraganda leiksins í viðtali við íslenskan blaðamann. „Á föstudaginn var mér tilkynnt að ég væri ekki í hópnum, en þegar klukkuna vantaði 10 mínútur í eitt á laugardag var hringt og mér sagt að ég væri varamaður," sagði Þorvaldur við Morgunblaðið. „Fyrirvarinn var skammur, en mér var skipt inn á, þegar 10 til 15 mínútur voru til leiksloka." Here's my matchworn 92/3 Labatt's shirt - worn by Toddy Orlygsson and bought (years ago) from @classicshirts Shame that such a great shirt is associated with such a terrible season. @RRD1865 @kit_geek @KitblissNZ @HistoricalKits @ShirtCollection @TrueColoursKits @NFFC pic.twitter.com/q1FkN02jyV— Forest Guy (@the_forest_guy) May 1, 2018 Þorvaldur sagði í viðtalinu við Morgunblaðið að markið hafi komið eftir hraðaupphlaup á vinstri vængnum, hann hefði fengið boltann við fjærstöng og náð að vippa yfir markvörðinn. „Mér hefur gengið ágætlega þegar ég hef fengið tækifæri, en það er ekkert öruggt í þessu. Um hverja helgi eru gerðar breytingar á liðinu og það eina, sem hægt er að gera, er að standa sig, þegar tækifærið gefst." Síðasta skipting Brian Clough Þorvaldur skoraði ekki fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni og Nottingham Forest féll úr deildinni um vorið. Þorvaldur Örlygsson var þekktur sem Toddi Orlygsson eða Icemen þegar hann spilaði með Nottingham Forest.Getty/Neal Simpson Átján ára tími Brian Clough sem knattspyrnustjóri endaði eftir tap á móti Ipswich í lokaumferðinni. Þorvaldur kom inn á sem varamaður tuttugu mínútum fyrir leikslok og var síðasta skiptingin sem Clough gerði á sínum stjóraferli. Þorvaldur var ekki áfram hjá Nottingham Forest en fór þess í stað til Stoke City þar sem hann skoraði 16 mörk í 90 leikjum í ensku b-deildinni á næstu tveimur og hálfu tímabili. Þovaldur lék síðustu fjögur ár sín í Englandi síðan með Oldham Athletic í ensku b- og c-deildinni. Guðni með mark númer tvö Annað mark Íslendings í ensku úrvalsdeildinni skoraði Guðni Bergsson fyrir Bolton Wanderers á móti Newcastle 22. ágúst 1995. Hann jafnaði þá í 1-1 með skalla eftir hornspyrnu á 51. mínútu en Newcastle vann leikinn á endanum 3-1. Guðni skoraði í báðum leikjunum á móti Newcastle þetta tímabil og fjögur mörk alls. Enski boltinn Fótbolti Einu sinni var... Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Sjá meira
Íslenskir knattspyrnumenn hafa tekið mörg stór skref í ensku úrvalsdeildinni síðan hún var sett á laggirnar haustið 1992. Vísir ætlar að skoða nokkur þeirra betur á næstunni og að þessu sinni er komið að fyrsta íslenska markinu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrsta íslenska markið skoraði Akureyringurinn Þorvaldur Örlygsson og það leit dagsins ljós 16. janúar 1993. Markið skoraði Þorvaldur fyrir Nottingham Forest í 3-0 sigri á Chelsea á City Ground í Nottingham. Þetta var tólfti leikur Þorvaldar í ensku úrvalsdeildinni og hans fyrsta deildarmark fyrir Nottingham Forest siðan tímabilið 1989-90. Skoraði fimm mínútum síðar Þorvaldur var ekki í byrjunarliði Brian Clough hjá Nottingham Forest í þessum leik en kom inn á sem varamaður fyrir Scot Gemmill á 84. mínútu leiksins. Markið skoraði Toddi eins og hann var kallaður í Englandi aðeins fimm mínútum síðar. Markið má sjá hér fyrir neðan en þetta myndband er með öllum mörkum Nottingham Forest á þessu tímabili. Nigel Clough, sonur knattspyrnustjórans Brian Clough, átti mikinn þátt í markinu en hann gerði mjög vel í að finna Ian Woan út á vinstri vængnum. Ian Woan átti síðan fyrirgjöf sem fór alla leið yfir á fjærstöngina þar sem Þorvaldur mætti og kom boltanum framhjá Kevin Hitchcock í marki Chelsea. Ian Woan lagði upp flest mörk fyrir Nottingham Forestá þessu tímabili og að þessu sinni fann hann okkar mann. Var tilkynnt að hann væri ekki í hópnum Þorvaldur sagði mjög sérstaka sögu af aðdraganda leiksins í viðtali við íslenskan blaðamann. „Á föstudaginn var mér tilkynnt að ég væri ekki í hópnum, en þegar klukkuna vantaði 10 mínútur í eitt á laugardag var hringt og mér sagt að ég væri varamaður," sagði Þorvaldur við Morgunblaðið. „Fyrirvarinn var skammur, en mér var skipt inn á, þegar 10 til 15 mínútur voru til leiksloka." Here's my matchworn 92/3 Labatt's shirt - worn by Toddy Orlygsson and bought (years ago) from @classicshirts Shame that such a great shirt is associated with such a terrible season. @RRD1865 @kit_geek @KitblissNZ @HistoricalKits @ShirtCollection @TrueColoursKits @NFFC pic.twitter.com/q1FkN02jyV— Forest Guy (@the_forest_guy) May 1, 2018 Þorvaldur sagði í viðtalinu við Morgunblaðið að markið hafi komið eftir hraðaupphlaup á vinstri vængnum, hann hefði fengið boltann við fjærstöng og náð að vippa yfir markvörðinn. „Mér hefur gengið ágætlega þegar ég hef fengið tækifæri, en það er ekkert öruggt í þessu. Um hverja helgi eru gerðar breytingar á liðinu og það eina, sem hægt er að gera, er að standa sig, þegar tækifærið gefst." Síðasta skipting Brian Clough Þorvaldur skoraði ekki fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni og Nottingham Forest féll úr deildinni um vorið. Þorvaldur Örlygsson var þekktur sem Toddi Orlygsson eða Icemen þegar hann spilaði með Nottingham Forest.Getty/Neal Simpson Átján ára tími Brian Clough sem knattspyrnustjóri endaði eftir tap á móti Ipswich í lokaumferðinni. Þorvaldur kom inn á sem varamaður tuttugu mínútum fyrir leikslok og var síðasta skiptingin sem Clough gerði á sínum stjóraferli. Þorvaldur var ekki áfram hjá Nottingham Forest en fór þess í stað til Stoke City þar sem hann skoraði 16 mörk í 90 leikjum í ensku b-deildinni á næstu tveimur og hálfu tímabili. Þovaldur lék síðustu fjögur ár sín í Englandi síðan með Oldham Athletic í ensku b- og c-deildinni. Guðni með mark númer tvö Annað mark Íslendings í ensku úrvalsdeildinni skoraði Guðni Bergsson fyrir Bolton Wanderers á móti Newcastle 22. ágúst 1995. Hann jafnaði þá í 1-1 með skalla eftir hornspyrnu á 51. mínútu en Newcastle vann leikinn á endanum 3-1. Guðni skoraði í báðum leikjunum á móti Newcastle þetta tímabil og fjögur mörk alls.
Enski boltinn Fótbolti Einu sinni var... Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Sjá meira