Hinsegin samstaða á krefjandi tímum Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 26. mars 2020 14:30 Óvissutímar á borð við þá sem við lifum nú á hafa vitanlega áhrif á hinsegin fólk eins og annað fólk, en þó eru ákveðin sérkenni á okkar reynslu. Það er þess vegna afar mikilvægt að við höldum utan um hvert annað núna og hjálpumst að við að komast í gegnum þetta tímabil. Almennt glímir stærri hluti hinsegin fólks við geðræn vandamál á borð við kvíða og þunglyndi en tíðkast meðal meirihlutasamfélagsins. Í okkar hópi eru einnig mörg sem búa ein, hafa einangrast eða eiga á hættu að einangrast í ástandinu sem nú ríkir. Ráðstafanir um takmarkanir á samkomum koma sérstaklega illa við eldri einstaklinga sem eiga e.t.v. fáa nána fjölskyldumeðlimi eða vini og hafa til þessa helst fundið félagslega næringu meðal kunningja á fjölmennari stöðum eða viðburðum. Mörg upplifa svo í þokkabót sársaukafullt endurlit til tíma HIV, faraldursins sem hjó svo stórt skarð í hóp homma og tvíkynhneigðra karla á Íslandi á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Ekki bætir úr skák þegar þessi nýja veira eykur á fordóma í garð ákveðinna hópa fólks eða skapar sundrungu. Hinsegin samfélagið veit af biturri reynslu hversu skaðlegt það er að draga fólk í dilka eftir því hvernig smitsjúkdómar breiðast út. Enn þann dag í dag geta karlar sem sofa hjá körlum ekki hjálpað samborgurum sínum á neyðartímum og gefið blóð - vegna fordóma af völdum veiru. Nú er fólk almennt beðið um að vera heima hjá sér og tímum í skipulögðu skólastarfi hefur fækkað snarlega. Heilu fjölskyldurnar eru í sóttkví. Ljóst er að sum hinsegin börn og ungmenni eru í reynd þvinguð til þess að vera öllum stundum inni á heimilum þar sem þau geta ekki verið þau sjálf, fá ekki stuðning eða verða jafnvel fyrir ofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlima. Hinsegin félagsmiðstöðin hefur þurft að loka vegna samkomubanns, en við vitum að hún er oft eini staðurinn þar sem ákveðinn hópur ungmenna finnur til öryggis í hversdagslífinu. Margt hinsegin fólk þarf á auknum stuðningi að halda um þessar mundir. Samtökin ‘78 bjóða enn upp á ýmsa þjónustu á meðan samkomubanni stendur. Hægt er að bóka tíma í fjarráðgjöf hjá ráðgjöfum Samtakanna ‘78 hér. Einnig er hægt að hringja í skrifstofuna okkar í síma 552-7878 milli 13 og 16, eða senda tölvupóst á [email protected]. Ungmenni geta leitað í instagram-reikning félagsmiðstöðvar Samtakanna ‘78 og Tjarnarinnar (@hinseginfelagsmidstods78), þar sem stafræn dagskrá verður á næstu dögum og hægt að hafa beint samband við forstöðukonu eða óska eftir símtali. Samtökin ‘78 eru til staðar fyrir allt hinsegin fólk nú sem endranær. Ekki hika við að hafa samband! Ég vil að lokum undirstrika mikilvægi þess að við leggjum okkur öll fram við að halda utan um hvert annað. Núna er tíminn til þess að heyra í gömlum kunningja, athuga með litlu frænku sem er ekki komin út fyrir foreldrum sínum, deila með fólki upplýsingum um þau bjargráð sem til staðar eru. Stöndum saman í gegnum óvissuna, pössum upp á hvert annað og skiljum engin eftir. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Óvissutímar á borð við þá sem við lifum nú á hafa vitanlega áhrif á hinsegin fólk eins og annað fólk, en þó eru ákveðin sérkenni á okkar reynslu. Það er þess vegna afar mikilvægt að við höldum utan um hvert annað núna og hjálpumst að við að komast í gegnum þetta tímabil. Almennt glímir stærri hluti hinsegin fólks við geðræn vandamál á borð við kvíða og þunglyndi en tíðkast meðal meirihlutasamfélagsins. Í okkar hópi eru einnig mörg sem búa ein, hafa einangrast eða eiga á hættu að einangrast í ástandinu sem nú ríkir. Ráðstafanir um takmarkanir á samkomum koma sérstaklega illa við eldri einstaklinga sem eiga e.t.v. fáa nána fjölskyldumeðlimi eða vini og hafa til þessa helst fundið félagslega næringu meðal kunningja á fjölmennari stöðum eða viðburðum. Mörg upplifa svo í þokkabót sársaukafullt endurlit til tíma HIV, faraldursins sem hjó svo stórt skarð í hóp homma og tvíkynhneigðra karla á Íslandi á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Ekki bætir úr skák þegar þessi nýja veira eykur á fordóma í garð ákveðinna hópa fólks eða skapar sundrungu. Hinsegin samfélagið veit af biturri reynslu hversu skaðlegt það er að draga fólk í dilka eftir því hvernig smitsjúkdómar breiðast út. Enn þann dag í dag geta karlar sem sofa hjá körlum ekki hjálpað samborgurum sínum á neyðartímum og gefið blóð - vegna fordóma af völdum veiru. Nú er fólk almennt beðið um að vera heima hjá sér og tímum í skipulögðu skólastarfi hefur fækkað snarlega. Heilu fjölskyldurnar eru í sóttkví. Ljóst er að sum hinsegin börn og ungmenni eru í reynd þvinguð til þess að vera öllum stundum inni á heimilum þar sem þau geta ekki verið þau sjálf, fá ekki stuðning eða verða jafnvel fyrir ofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlima. Hinsegin félagsmiðstöðin hefur þurft að loka vegna samkomubanns, en við vitum að hún er oft eini staðurinn þar sem ákveðinn hópur ungmenna finnur til öryggis í hversdagslífinu. Margt hinsegin fólk þarf á auknum stuðningi að halda um þessar mundir. Samtökin ‘78 bjóða enn upp á ýmsa þjónustu á meðan samkomubanni stendur. Hægt er að bóka tíma í fjarráðgjöf hjá ráðgjöfum Samtakanna ‘78 hér. Einnig er hægt að hringja í skrifstofuna okkar í síma 552-7878 milli 13 og 16, eða senda tölvupóst á [email protected]. Ungmenni geta leitað í instagram-reikning félagsmiðstöðvar Samtakanna ‘78 og Tjarnarinnar (@hinseginfelagsmidstods78), þar sem stafræn dagskrá verður á næstu dögum og hægt að hafa beint samband við forstöðukonu eða óska eftir símtali. Samtökin ‘78 eru til staðar fyrir allt hinsegin fólk nú sem endranær. Ekki hika við að hafa samband! Ég vil að lokum undirstrika mikilvægi þess að við leggjum okkur öll fram við að halda utan um hvert annað. Núna er tíminn til þess að heyra í gömlum kunningja, athuga með litlu frænku sem er ekki komin út fyrir foreldrum sínum, deila með fólki upplýsingum um þau bjargráð sem til staðar eru. Stöndum saman í gegnum óvissuna, pössum upp á hvert annað og skiljum engin eftir. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun