Eiður Smári: Okkur vantar smá endurnýjun og ég er sammála því Anton Ingi Leifsson skrifar 26. mars 2020 21:00 Eiður Smári er aðstoðarþjálfari U21-árs landsliðsins í knattspyrnu. vísir/bára Eiður Smári Guðjohnsen segir að frestun EM um eitt ári muni ekki breyta miklu fyrir landsliðið okkar. Eldri leikmenn munu líta á það sem hvatningu að halda sér gangandi í eitt ár til viðbótar til þess að fá tækifæri á að spila á EM næsta sumar. Ríkharð Óskar Guðnason og Eiður Smári gerðu upp fimm eftirminnilegustu leiki Eiðs í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið í þættinum Sportinu í kvöld en undir lokin ræddu þeir landsliðið. Eiður hefur ekki áhyggjur af okkar eldri mönnum. „Ég held að, svipað og ég gerði á sínum tíma, að menn noti þetta sem hvatningu. Það er ár í viðbót og þess vegna endaði ég á að fara til Noregs. Bara til þess að halda mér í formi. Ég ætlaði aldeilis eftir tuttugu ár með landsliðinu að fara með þeim á stórmót. Þetta er í raun bara hvatning fyrir þá líka,“ sagði Eiður. „Það þarf allt að falla með þér. Þú ert árinu eldri og langur vetur á Íslandi ef þeir eru að spila hér. Emil Hallfreðsson notar þetta sem hvatningu til að taka eitt ár erlendis og reyna að spila í sem hæstum gæðaflokki og njóta þess síðan að fara með Íslandi á stórmót.“ „Það er virkilega sérstakt og við upplifðum það öll. Sama hvort að það við vorum sjálfir í Frakklandi eða að maður væri heima. Sama sagan var þegar við vorum á HM. Þetta er eitthvað sérstakt og sérstaklega á svona tímum þar sem það dregur fólk saman. Það hefur eitthvað að hlakka til. Ég vona að þessir drengir sem eru á fótboltaaldur að þeir noti þetta sem hvatningu.“ Eiður var svo spurður út í það hvort að meiri endurnýjun hefði átt að eiga sér stað og hann gat tekið undir það að vissu leyti. „Okkur vantar smá endurnýjun og ég er sammála því. Þegar svona kynslóð eins og þessi kynslóð, sem er búið að vera í A-landsliðinu í tíu ár, það verður erfitt að fylgja henni eftir. Því þetta eru allt strákar á svipuðum aldri. Allir munu þeir hætta á svipuðum tíma þannig að það þarf að fylla í margar stöður. Við eigum fullt af efnilegum og frábærum strákum. Við munum ekki fá svarið fyrr en þeim er gefið tækifæri.“ „Ég er alltaf smá gagnrýninn á það að við höldum alltaf að leikmenn séu tilbúnir en svo þegar þeim er hent í djúpu laugina þá synda þeir.“ Klippa: Sportið í kvöld: Eiður Smári um Rúmeníu leikinn Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. EM 2020 í fótbolta Sportið í kvöld Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segir að frestun EM um eitt ári muni ekki breyta miklu fyrir landsliðið okkar. Eldri leikmenn munu líta á það sem hvatningu að halda sér gangandi í eitt ár til viðbótar til þess að fá tækifæri á að spila á EM næsta sumar. Ríkharð Óskar Guðnason og Eiður Smári gerðu upp fimm eftirminnilegustu leiki Eiðs í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið í þættinum Sportinu í kvöld en undir lokin ræddu þeir landsliðið. Eiður hefur ekki áhyggjur af okkar eldri mönnum. „Ég held að, svipað og ég gerði á sínum tíma, að menn noti þetta sem hvatningu. Það er ár í viðbót og þess vegna endaði ég á að fara til Noregs. Bara til þess að halda mér í formi. Ég ætlaði aldeilis eftir tuttugu ár með landsliðinu að fara með þeim á stórmót. Þetta er í raun bara hvatning fyrir þá líka,“ sagði Eiður. „Það þarf allt að falla með þér. Þú ert árinu eldri og langur vetur á Íslandi ef þeir eru að spila hér. Emil Hallfreðsson notar þetta sem hvatningu til að taka eitt ár erlendis og reyna að spila í sem hæstum gæðaflokki og njóta þess síðan að fara með Íslandi á stórmót.“ „Það er virkilega sérstakt og við upplifðum það öll. Sama hvort að það við vorum sjálfir í Frakklandi eða að maður væri heima. Sama sagan var þegar við vorum á HM. Þetta er eitthvað sérstakt og sérstaklega á svona tímum þar sem það dregur fólk saman. Það hefur eitthvað að hlakka til. Ég vona að þessir drengir sem eru á fótboltaaldur að þeir noti þetta sem hvatningu.“ Eiður var svo spurður út í það hvort að meiri endurnýjun hefði átt að eiga sér stað og hann gat tekið undir það að vissu leyti. „Okkur vantar smá endurnýjun og ég er sammála því. Þegar svona kynslóð eins og þessi kynslóð, sem er búið að vera í A-landsliðinu í tíu ár, það verður erfitt að fylgja henni eftir. Því þetta eru allt strákar á svipuðum aldri. Allir munu þeir hætta á svipuðum tíma þannig að það þarf að fylla í margar stöður. Við eigum fullt af efnilegum og frábærum strákum. Við munum ekki fá svarið fyrr en þeim er gefið tækifæri.“ „Ég er alltaf smá gagnrýninn á það að við höldum alltaf að leikmenn séu tilbúnir en svo þegar þeim er hent í djúpu laugina þá synda þeir.“ Klippa: Sportið í kvöld: Eiður Smári um Rúmeníu leikinn Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
EM 2020 í fótbolta Sportið í kvöld Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira