Kína og Bandaríkin taka höndum saman í baráttunni við veiruna Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. mars 2020 08:08 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Xi Jinping forseti Kína. Vísir/getty Leiðtogar risaveldanna Kína og Bandaríkjanna ræddu saman á símafundi í nótt þar sem faraldur kórónuveiru var að sjálfsögðu aðal umræðuefnið. Kínverjar hafa verið óhressir með Donald Trump Bandaríkjaforseta sem ítrekað hefur kallað kórónuveiruna Kínaveiruna, en hún átti upptök sín í Wuhan í Kína. Trump sagði á Twitter-síðu sinni í nótt að Kínverjar og Bandaríkjamenn væru í miklu samstarfi vegna málsins og að á milli ríkjanna ríki gagnkvæm virðing. Just finished a very good conversation with President Xi of China. Discussed in great detail the CoronaVirus that is ravaging large parts of our Planet. China has been through much & has developed a strong understanding of the Virus. We are working closely together. Much respect!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 27, 2020 Kínverskir miðlar taka í svipaðan streng og hafa eftir Xi Jinping leiðtoga Kínverja að samsarf sé afar mikilvægt. Þá staðhæfir hann að Kínverjar hafi aldrei farið í grafgötur með útbreiðslu veirunnar, líkt og sumir á vesturlöndum hafa gagnrýnt þá fyrir. Þá segir Xi að Kínverjar séu nú í hjálparstarfi víða um heim til að aðstoða þau ríki sem eigi í mesum vanda. Hann mun einnig hafa sagt Trump forseta að Bandaríkjamönnum standi slík aðstoð einnig til boða. Ferðamannastaðir í kínversku höfuðborginni Peking voru opnaðir á ný í gær þar sem kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega síðustu vikur. Borgarbúar létu sjá sig utandyra eftir mikla inniveru og skoðuðu meðal annars kirsuberjatré í einum af almenningsgörðum borgarinnar. Mun færri er þó hleypt inn í garðinn nú, eins og aðra ferðamannastaði, en áður en veiran greindist fyrst. Og við þetta er að bæta að um leið og Kínverjar virðast vera að rétta úr kútnum þá óttast þeir mjög að ný smit skjóti upp kollinum utanfrá og því hafa þeir tekið þá ákvörðun að banna öll ferðalög útlendinga til landsins og á það einnig við fólk sem þegar hefur ferða- eða landvistarleyfi í landinu. Í gær greindust aðeins fimmtíu og fimm smit í öllu Kína og voru fimmtíu og fjögur þeirra svokölluð utanlandssmit. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Fjöldi tilfella á heimsvísu nær nú hálfri milljón Tilfelli kórónuveirunnar á heimsvísu eru nú orðin fleiri en hálf milljón samkvæmt tölum frá John Hopkins háskólanum í Baltimore í Maryland-ríki Bandaríkjanna. 26. mars 2020 23:11 Hætta á annarri bylgju smita ef takmörkunum er aflétt of snemma Kínversk yfirvöld hafa létt á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í Wuhan þar sem hún skaut fyrst upp kollinum í desember. Ný rannsókn bendir til þess að áframhaldandi lokanir skóla og vinnustaða geti seinkað seinni bylgju smita. Höfundur hennar varar þess vegna við því að takmörkunum vegna faraldursins séu felldar úr gildi of snemma. 26. mars 2020 11:57 Fjöldi látinna á Spáni hækkar mjög Fjöldi látinna á Spáni vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hækkaði um 738 á síðasta sólarhring og er nú í heildina 3.434. 25. mars 2020 18:43 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Leiðtogar risaveldanna Kína og Bandaríkjanna ræddu saman á símafundi í nótt þar sem faraldur kórónuveiru var að sjálfsögðu aðal umræðuefnið. Kínverjar hafa verið óhressir með Donald Trump Bandaríkjaforseta sem ítrekað hefur kallað kórónuveiruna Kínaveiruna, en hún átti upptök sín í Wuhan í Kína. Trump sagði á Twitter-síðu sinni í nótt að Kínverjar og Bandaríkjamenn væru í miklu samstarfi vegna málsins og að á milli ríkjanna ríki gagnkvæm virðing. Just finished a very good conversation with President Xi of China. Discussed in great detail the CoronaVirus that is ravaging large parts of our Planet. China has been through much & has developed a strong understanding of the Virus. We are working closely together. Much respect!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 27, 2020 Kínverskir miðlar taka í svipaðan streng og hafa eftir Xi Jinping leiðtoga Kínverja að samsarf sé afar mikilvægt. Þá staðhæfir hann að Kínverjar hafi aldrei farið í grafgötur með útbreiðslu veirunnar, líkt og sumir á vesturlöndum hafa gagnrýnt þá fyrir. Þá segir Xi að Kínverjar séu nú í hjálparstarfi víða um heim til að aðstoða þau ríki sem eigi í mesum vanda. Hann mun einnig hafa sagt Trump forseta að Bandaríkjamönnum standi slík aðstoð einnig til boða. Ferðamannastaðir í kínversku höfuðborginni Peking voru opnaðir á ný í gær þar sem kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega síðustu vikur. Borgarbúar létu sjá sig utandyra eftir mikla inniveru og skoðuðu meðal annars kirsuberjatré í einum af almenningsgörðum borgarinnar. Mun færri er þó hleypt inn í garðinn nú, eins og aðra ferðamannastaði, en áður en veiran greindist fyrst. Og við þetta er að bæta að um leið og Kínverjar virðast vera að rétta úr kútnum þá óttast þeir mjög að ný smit skjóti upp kollinum utanfrá og því hafa þeir tekið þá ákvörðun að banna öll ferðalög útlendinga til landsins og á það einnig við fólk sem þegar hefur ferða- eða landvistarleyfi í landinu. Í gær greindust aðeins fimmtíu og fimm smit í öllu Kína og voru fimmtíu og fjögur þeirra svokölluð utanlandssmit.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Fjöldi tilfella á heimsvísu nær nú hálfri milljón Tilfelli kórónuveirunnar á heimsvísu eru nú orðin fleiri en hálf milljón samkvæmt tölum frá John Hopkins háskólanum í Baltimore í Maryland-ríki Bandaríkjanna. 26. mars 2020 23:11 Hætta á annarri bylgju smita ef takmörkunum er aflétt of snemma Kínversk yfirvöld hafa létt á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í Wuhan þar sem hún skaut fyrst upp kollinum í desember. Ný rannsókn bendir til þess að áframhaldandi lokanir skóla og vinnustaða geti seinkað seinni bylgju smita. Höfundur hennar varar þess vegna við því að takmörkunum vegna faraldursins séu felldar úr gildi of snemma. 26. mars 2020 11:57 Fjöldi látinna á Spáni hækkar mjög Fjöldi látinna á Spáni vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hækkaði um 738 á síðasta sólarhring og er nú í heildina 3.434. 25. mars 2020 18:43 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Fjöldi tilfella á heimsvísu nær nú hálfri milljón Tilfelli kórónuveirunnar á heimsvísu eru nú orðin fleiri en hálf milljón samkvæmt tölum frá John Hopkins háskólanum í Baltimore í Maryland-ríki Bandaríkjanna. 26. mars 2020 23:11
Hætta á annarri bylgju smita ef takmörkunum er aflétt of snemma Kínversk yfirvöld hafa létt á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í Wuhan þar sem hún skaut fyrst upp kollinum í desember. Ný rannsókn bendir til þess að áframhaldandi lokanir skóla og vinnustaða geti seinkað seinni bylgju smita. Höfundur hennar varar þess vegna við því að takmörkunum vegna faraldursins séu felldar úr gildi of snemma. 26. mars 2020 11:57
Fjöldi látinna á Spáni hækkar mjög Fjöldi látinna á Spáni vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hækkaði um 738 á síðasta sólarhring og er nú í heildina 3.434. 25. mars 2020 18:43