Þrír bestu samherjar Emils hjá félagsliðum hafa allir spilað með stórliðum Anton Ingi Leifsson skrifar 27. mars 2020 10:45 Emil og Luca Toni fagna marki gegn Cesena í ítalska boltanum í aprílmánuði 2015 en þeir náðu einkar vel saman. vísir/getty Emil Hallfreðsson fékk það vandasama verkefni í þættinum Sportinu í kvöld að velja þrjá bestu félaganna úr bæði félagsliðum og landsliðinu. Eiður Smári Guðjohnsen, Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson voru bestu samherjarnir í landsliðinu. Emil hefur ekki spilað með neinum aukvissum í gegnum tíðina en lengst af á sínum ferli hefur FH-ingurinn spilað á Ítalíu. Þar hefur hann leikið með mörgum frábærum leikmönnum og fyrsti leikmaðurinn á blað var Rafael Marquez. Marquez og Emil léku saman hjá Hellas Verona tímabilið 2014/2015 en einungis fjórum árum áður hafði Mexíkóinn yfirgefið Barcelona þar sem hann hafði leikið tæplega tvo hundruð leiki fyrir spænska stórveldið. „Þegar hann kom til okkar þá fannst mér það súrealískt. Hann var búinn að vera í Barcelona með tagglið og hrikalega flottur. Að hann væri bara kominn til Hellas Verona,“ sagði Emil. Næstur á blað var Jorginho sem leikur í dag með Chelsea. Jorginho og Emil léku einnig saman hjá Hellas Verona en þaðan fór Jorginho til Napoli og síðar meir til Chelsea. „Hann kom upp hjá Verona þegar ég var þar. Ég er að reyna eigna mér smá í honum. Mér fannst hann hrikalega góður og ég var í góðu sambandi við þjálfarann sem bjó fyrir ofan mig. Hann var oft að kalla mig upp og pæla hvernig hann ætti að spila daginn eftir. Ég sagði einu sinni við hann að hann yrði að spila Jorginho. Settu hann í liðið sem hann gerði og þá var hann örugglega 50 kíló,“ sagði Emil. Síðastur en ekki sístur á blað var Luca Toni. Eins og fyrri tveir leikmennirnir þá var það hjá Hellas Verona sem Emil og Toni spiluðu saman en Luca Toni hefur meðal annars spilað með Bayern Munchen og Juventus á sínum ferli. „Þetta er einn fyndnasti gaur sem ég hef kynnst inn í klefanum. Þetta er algjört „legend“. Hann kom til okkar 37 ára og hann var markahæstur í deildinni 38 ára. Hann sleppti aldrei æfingu, æfði alltaf, var ekkert geðveikt góður á öllum æfingum en svo varð hann bara „beast“ á sunnudögum,“ sagði Emil. Skemmtilegt lag um Luca Toni sem og nánari útskýringu Emils á þessum liðsfélögum má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld: Emil valdi þrjá bestu liðsfélaganna úr félagsliði Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ítalski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira
Emil Hallfreðsson fékk það vandasama verkefni í þættinum Sportinu í kvöld að velja þrjá bestu félaganna úr bæði félagsliðum og landsliðinu. Eiður Smári Guðjohnsen, Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson voru bestu samherjarnir í landsliðinu. Emil hefur ekki spilað með neinum aukvissum í gegnum tíðina en lengst af á sínum ferli hefur FH-ingurinn spilað á Ítalíu. Þar hefur hann leikið með mörgum frábærum leikmönnum og fyrsti leikmaðurinn á blað var Rafael Marquez. Marquez og Emil léku saman hjá Hellas Verona tímabilið 2014/2015 en einungis fjórum árum áður hafði Mexíkóinn yfirgefið Barcelona þar sem hann hafði leikið tæplega tvo hundruð leiki fyrir spænska stórveldið. „Þegar hann kom til okkar þá fannst mér það súrealískt. Hann var búinn að vera í Barcelona með tagglið og hrikalega flottur. Að hann væri bara kominn til Hellas Verona,“ sagði Emil. Næstur á blað var Jorginho sem leikur í dag með Chelsea. Jorginho og Emil léku einnig saman hjá Hellas Verona en þaðan fór Jorginho til Napoli og síðar meir til Chelsea. „Hann kom upp hjá Verona þegar ég var þar. Ég er að reyna eigna mér smá í honum. Mér fannst hann hrikalega góður og ég var í góðu sambandi við þjálfarann sem bjó fyrir ofan mig. Hann var oft að kalla mig upp og pæla hvernig hann ætti að spila daginn eftir. Ég sagði einu sinni við hann að hann yrði að spila Jorginho. Settu hann í liðið sem hann gerði og þá var hann örugglega 50 kíló,“ sagði Emil. Síðastur en ekki sístur á blað var Luca Toni. Eins og fyrri tveir leikmennirnir þá var það hjá Hellas Verona sem Emil og Toni spiluðu saman en Luca Toni hefur meðal annars spilað með Bayern Munchen og Juventus á sínum ferli. „Þetta er einn fyndnasti gaur sem ég hef kynnst inn í klefanum. Þetta er algjört „legend“. Hann kom til okkar 37 ára og hann var markahæstur í deildinni 38 ára. Hann sleppti aldrei æfingu, æfði alltaf, var ekkert geðveikt góður á öllum æfingum en svo varð hann bara „beast“ á sunnudögum,“ sagði Emil. Skemmtilegt lag um Luca Toni sem og nánari útskýringu Emils á þessum liðsfélögum má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld: Emil valdi þrjá bestu liðsfélaganna úr félagsliði Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Ítalski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira