Bara allt í einu! Sigríður Karlsdóttir skrifar 27. mars 2020 10:00 Dagur þrjátíu og eitthvað heima. Með börnin. Í tæplega 90 fermetrum. Og köttur. Þetta gæti verið byrjun á hryllingsmynd. En þetta var bara skrifað til að krydda upp komandi texta. Ég þori varla að viðurkenna þetta, en ég eeeeeelska þetta ástand. Ekki misskilja mig, ég er sorgmædd og ég er leið, sérstaklega þegar ég les um öll dauðsföllin og öll þessi veikindi. Ég vona heitt og innilega að við komumst nokkuð heil til baka. En í þessu ástandi, á degi þrjátíu og eitthvað, (Verkfall plús Kóróna) hefur mér ekki leiðst í 1 mínútu. Er ekki að grínast. Meina þetta. Ég bara hreinlega elska að vera heima í hellinum mínum með fjölskyldu minni og mega ekki fara út nema til að sækja fæðu. Eins og í gamla gamla gamla daga. Hluti af mér skammast mín fyrir að líða svona vel miðað við ástandið í heiminum. Sem sýnir það að innra ástand hefur ekkert með ytra ástand að gera. Ekki neitt. Ég vakna á morgnana. Hlusta á Sadhguru vin minn á Youtube í um það bil klukkustund. Fæ mér kaffi og vítamínvatn. Ég bið fyrir heiminum og hugleiði ljós inn í mína nánustu. Ég geri jógaæfingar og fæ að velja mér jógastöð og jógakennara beint heim í stofu. Eða kakóstund. Allir að gefa, engin eigingjarn. Getur þetta orðið eitthvað betra?? Ég fer í göngutúr út á sjó og hlusta á uppbyggilegt efni á meðan. Ég elda kvöldmat og ég baka fyrir kaffitíma á meðan ég hlusta á tónlist og syng upphátt. Vantar bara svuntuna. Ég púsla á gólfinu með börnunum og við lesum saman. Líf mitt er pínkuponsu eins og líf langömmu minnar. Nema hún var í 30 fermetrar. Með 17 börn. Ég þarf ekki að gera neitt. A Allt sem ég hélt að væri mikilvægt, er ekki rass í bala mikilvægt. Allt í einu er ég hætt að segja “bíddu” við börnin mín, eða “kannski seinna”. Allt í einu þarf ég ekki að skutla og sækja og er bara allíteinu er ég bara á sokkunum út á stétt með börnunum að syngja Eurovision lag. Allt í einu skiptir einkunnir ekki eins miklu máli eða vinna á einhverju íþróttamóti. Allt í einu er ekki hægt að lita á sér augabrúnirnar eða undirbúa sig í viku fyrir árshátíð sem stenst aldrei væntingar. Allt í einu tuða ég ekkert yfir heimalærdómi. Allt í einu má vera drasl því það kemur enginn í heimsókn. Allt í einu þarf ég að mæta mér og mínum tilfinningum í 90 fermetra íbúð með fullt af triggerum. Allt í einu er ég að mála steina sem ég fann í fjörunni. Mála allskonar kalla og yin og yang merkið. Bara alveg óvart er ég hætt að fara svona oft í búð og nýti allt miklu betur. Allt í einu leika allir sér bara í sínu horni og ég fer að leira. Alveg bara sísona. Allt í einu… …... þarf ég BARA MIG og ekkert annað. Þarf ekki einu sinni ís með dýfu. Það er svo klikkað bara að vera! Svo algjörlega klikkað ástand. Að fá tækifæri til að fá að vera, án þess að þurfa að gera, er algjörlega stórkostlegt! Móðir náttúra skoh! Skrefinu á undan. Klukkan er núna korter yfir sjö á fimmtudagskvöldi… held ég. Ég sit á púða á gólfinu í náttfötunum. Með heyrnartól en ekki að hlusta á neitt samt. Börnin eru einhvers staðar úti að leika. Heimatilbúin afgangur síðan í gær. Í alvöru krakkar…. ef þetta er ekki „lífið er núna“ þá er það ekkert. NJÓTIÐ!! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Dagur þrjátíu og eitthvað heima. Með börnin. Í tæplega 90 fermetrum. Og köttur. Þetta gæti verið byrjun á hryllingsmynd. En þetta var bara skrifað til að krydda upp komandi texta. Ég þori varla að viðurkenna þetta, en ég eeeeeelska þetta ástand. Ekki misskilja mig, ég er sorgmædd og ég er leið, sérstaklega þegar ég les um öll dauðsföllin og öll þessi veikindi. Ég vona heitt og innilega að við komumst nokkuð heil til baka. En í þessu ástandi, á degi þrjátíu og eitthvað, (Verkfall plús Kóróna) hefur mér ekki leiðst í 1 mínútu. Er ekki að grínast. Meina þetta. Ég bara hreinlega elska að vera heima í hellinum mínum með fjölskyldu minni og mega ekki fara út nema til að sækja fæðu. Eins og í gamla gamla gamla daga. Hluti af mér skammast mín fyrir að líða svona vel miðað við ástandið í heiminum. Sem sýnir það að innra ástand hefur ekkert með ytra ástand að gera. Ekki neitt. Ég vakna á morgnana. Hlusta á Sadhguru vin minn á Youtube í um það bil klukkustund. Fæ mér kaffi og vítamínvatn. Ég bið fyrir heiminum og hugleiði ljós inn í mína nánustu. Ég geri jógaæfingar og fæ að velja mér jógastöð og jógakennara beint heim í stofu. Eða kakóstund. Allir að gefa, engin eigingjarn. Getur þetta orðið eitthvað betra?? Ég fer í göngutúr út á sjó og hlusta á uppbyggilegt efni á meðan. Ég elda kvöldmat og ég baka fyrir kaffitíma á meðan ég hlusta á tónlist og syng upphátt. Vantar bara svuntuna. Ég púsla á gólfinu með börnunum og við lesum saman. Líf mitt er pínkuponsu eins og líf langömmu minnar. Nema hún var í 30 fermetrar. Með 17 börn. Ég þarf ekki að gera neitt. A Allt sem ég hélt að væri mikilvægt, er ekki rass í bala mikilvægt. Allt í einu er ég hætt að segja “bíddu” við börnin mín, eða “kannski seinna”. Allt í einu þarf ég ekki að skutla og sækja og er bara allíteinu er ég bara á sokkunum út á stétt með börnunum að syngja Eurovision lag. Allt í einu skiptir einkunnir ekki eins miklu máli eða vinna á einhverju íþróttamóti. Allt í einu er ekki hægt að lita á sér augabrúnirnar eða undirbúa sig í viku fyrir árshátíð sem stenst aldrei væntingar. Allt í einu tuða ég ekkert yfir heimalærdómi. Allt í einu má vera drasl því það kemur enginn í heimsókn. Allt í einu þarf ég að mæta mér og mínum tilfinningum í 90 fermetra íbúð með fullt af triggerum. Allt í einu er ég að mála steina sem ég fann í fjörunni. Mála allskonar kalla og yin og yang merkið. Bara alveg óvart er ég hætt að fara svona oft í búð og nýti allt miklu betur. Allt í einu leika allir sér bara í sínu horni og ég fer að leira. Alveg bara sísona. Allt í einu… …... þarf ég BARA MIG og ekkert annað. Þarf ekki einu sinni ís með dýfu. Það er svo klikkað bara að vera! Svo algjörlega klikkað ástand. Að fá tækifæri til að fá að vera, án þess að þurfa að gera, er algjörlega stórkostlegt! Móðir náttúra skoh! Skrefinu á undan. Klukkan er núna korter yfir sjö á fimmtudagskvöldi… held ég. Ég sit á púða á gólfinu í náttfötunum. Með heyrnartól en ekki að hlusta á neitt samt. Börnin eru einhvers staðar úti að leika. Heimatilbúin afgangur síðan í gær. Í alvöru krakkar…. ef þetta er ekki „lífið er núna“ þá er það ekkert. NJÓTIÐ!!
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar