Fjarvinnan þyngist: „Félagslegi hlutinn skiptir bara svo miklu máli“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. mars 2020 11:11 „Þá er það bara gamla skrifborðið í skúrnum til að vinna að heiman," skrifaði Þóranna K. Jónsdóttir markaðstjóri SVÞ í stöðufærslu sinni þegar hún tilkynnti Facebookvinum sínum að hún væri komin í sóttkví þann 9.mars sl. Vísir/Aðsent „Mér finnst rosa erfitt stundum þegar mér finnst ég bara vera alein eitthvað að brasa í Teams, bara svona "halló.... hallóóóóo... er einhver þarna? ... getur einhver svarað mér?" segir Þóranna K. Jónsdóttir markaðsstjóri hjá SVÞ. Þóranna er ein þeirra sem fór í sóttkví eftir skíðaferð fyrr í mánuðinum. Þegar hún losnaði úr þeirri prísund, voru samstarfsfélagarnir komnir í sóttkví vegna smits sem greindist innan starfshópsins. Þóranna er því áfram í fjarvinnu og viðurkennir að þótt henni finnist fjarvinnan fín, þá sakni hún samstarfsfélaganna. Því lengra sem líður, því meira fer félagshlutinn að segja til sín. „Fjarvinna er ágæt í sjálfu sér og tækni er almennt ekkert vandamál fyrir mig svo að það er ekkert yfir neinu að kvarta þar en félagslegi hlutinn skiptir bara svo miklu máli,“ segir Þóranna. Þóranna býr á Suðurnesjum og er vön að keyra í bæinn til vinnu. Hún er líka vön fjarvinnu því áður en hún hóf störf hjá SVÞ var hún sjálfstætt starfandi. „En maður braut þó upp daginn þar með því að fara að hitta kúnna, fara á fundi, kenna, sækja viðburði og annað þannig að svona algjör 100% fjarvinna alla daga í þetta langan tíma án þess að hitta nokkurn mann í persónu nema nánustu fjölskyldu, var alveg ný fyrir mér,“ segir Þóranna. Var heppin að vera heima í sóttkví Þóranna segist þakklát fyrir það að hafa verið heima í sóttkví með allri fjölskyldunni, því þau höfðu verið saman á skíðum. „Ég veit ekki hvort ég myndi höndla til dæmis að vera eins og vinnufélagar mínir eru akkúrat núna. Ein skiptir húsinu á milli sín og makans, annar er á hótelherbergi aleinn og sá þriðji einn í íbúð,“ segir Þóranna og viðurkennir að fyrir mikla félagsveru eins og hana sjálfa, er tilhugsunin um slíka einangrun erfið ein og sér. Vinnustaðurinn í fjarvinnu og sóttkví Þóranna var frelsinu fegin þegar sóttkví lauk. „Ég var farin að hlakka mikið til að fara á skrifstofuna á mánudegi en rétt fyrir helgina bárust þá fréttir að einn starfsmaður okkar væri með veiruna. Hún fór samviskusamlega í skimun hjá Decode, án þess að það væri nein sérstök þörf á, og þetta kom á daginn. Svo það voru allir sendir í sóttkví og það var svo sem ekki ástæða fyrir mig að æða á skrifstofuna til að sitja við tölvuna þar í fjarvinnu, ég gat þá alveg eins unnið fjarvinnu hér að heiman áfram,“ segir Þóranna. „Í ofanálag þá var fjölskylda bróður míns sett í sóttkví um það leyti sem við komum úr sóttkví, og foreldrar mínir í sjálfskipaðri sóttkví, tengdaforeldrar mínir komnir á aldur og því viljum við ekki taka neina áhættu þar þannig að þrátt fyrir að það væri frábært að losna úr sóttkví þá var það samt ljúfsárt, því að það var enginn af manns nánustu til að fara og hitta og vera með,“ bætir Þóranna við. „Mótiveringin tekur alveg dýfu“ Þóranna segist hafa áttað sig á því að því lengur sem fjarvinnan stendur yfir án hefðbundinna samskipta, því meira þarf hún að hafa fyrir því að peppa sjálfan sig upp. Ég er almennt mjög drífandi og kraftmikil en það hafa alveg komið dagar upp á síðkastið þar sem ég hef fundið að þessi innri hvöt, mótiveríngin, tekur alveg dýfu,“ segir Þóranna. Að hennar sögn er enn nokkuð í að samstarfshópurinn hittist á vinnustaðnum. „Ég verð að viðurkenna að ég hlakka mikið til. Það er líka að venjulega ef maður fær ekki svör í gegnum tölvupóst eða skilaboð eftir svolítinn tíma, á röltir maður bara og finnur viðkomandi. En þetta kennir manni svo sem líka ýmislegt. Ég hef til dæmis aldrei verið þolinmóð að eðlisfari og þetta hefur verið ákveðin æfing í því. „Maður gerir sér betur grein fyrir því núna hvað snerting og nálægð skiptir miklu máli“ segir Þóranna að lokum. Þóranna var frelsinu fegin þegar sóttkvínni lauk og segist hafa gert sér glaðan dag. Sá fólst reyndar ekki í neinu merkilegra en því að fara út í búð og apótek. Í fyrsta sinn frá því að sóttkví hófst, setti hún meira að segja upp eyrnarlokka! Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Tengdar fréttir Álag á líkamann: Hvernig er vinnuaðstaðan heima hjá þér? Enginn veit hversu lengi fjarvinnan mun vara og því er mjög mikilvægt að huga vel að vinnuaðstöðunni heima. 27. mars 2020 08:00 Sjö góð ráð fyrir hundaeigendur í fjarvinnu Hundar eru næmir á líðan eigenda sinna og félagsverur miklar. Það getur hins vegar skapað ný vandamál þegar hundaeigendur eru mikið heima, til dæmis í fjarvinnu eða eru frá vinnu vegna kórónuveirunnar eins og nú er algengt. 26. mars 2020 09:00 Fjarvinna með börnin heima: Dó ekki ráðalaus og bjó til „virkni-bingó“ „Ég fann að ég þurfti eitthvað til að hjálpa mér og börnunum með hugmyndir yfir daginn og gerði því þetta litla virknibingó,“ segir Elín María Halldórsdóttir sem vinnur í fjarvinnu að heiman þessa dagana eins og svo margir. 25. mars 2020 07:00 „Er sóttkvíin streitu-sóttkví eða slökunar-sóttkví?“ Á samfélagsmiðlum birtir fólk frásagnir um líðan í sóttkvínni og öllum ljóst að einangrunin sem sóttkvíin felur í sér er streituvaldandi. 23. mars 2020 11:30 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
„Mér finnst rosa erfitt stundum þegar mér finnst ég bara vera alein eitthvað að brasa í Teams, bara svona "halló.... hallóóóóo... er einhver þarna? ... getur einhver svarað mér?" segir Þóranna K. Jónsdóttir markaðsstjóri hjá SVÞ. Þóranna er ein þeirra sem fór í sóttkví eftir skíðaferð fyrr í mánuðinum. Þegar hún losnaði úr þeirri prísund, voru samstarfsfélagarnir komnir í sóttkví vegna smits sem greindist innan starfshópsins. Þóranna er því áfram í fjarvinnu og viðurkennir að þótt henni finnist fjarvinnan fín, þá sakni hún samstarfsfélaganna. Því lengra sem líður, því meira fer félagshlutinn að segja til sín. „Fjarvinna er ágæt í sjálfu sér og tækni er almennt ekkert vandamál fyrir mig svo að það er ekkert yfir neinu að kvarta þar en félagslegi hlutinn skiptir bara svo miklu máli,“ segir Þóranna. Þóranna býr á Suðurnesjum og er vön að keyra í bæinn til vinnu. Hún er líka vön fjarvinnu því áður en hún hóf störf hjá SVÞ var hún sjálfstætt starfandi. „En maður braut þó upp daginn þar með því að fara að hitta kúnna, fara á fundi, kenna, sækja viðburði og annað þannig að svona algjör 100% fjarvinna alla daga í þetta langan tíma án þess að hitta nokkurn mann í persónu nema nánustu fjölskyldu, var alveg ný fyrir mér,“ segir Þóranna. Var heppin að vera heima í sóttkví Þóranna segist þakklát fyrir það að hafa verið heima í sóttkví með allri fjölskyldunni, því þau höfðu verið saman á skíðum. „Ég veit ekki hvort ég myndi höndla til dæmis að vera eins og vinnufélagar mínir eru akkúrat núna. Ein skiptir húsinu á milli sín og makans, annar er á hótelherbergi aleinn og sá þriðji einn í íbúð,“ segir Þóranna og viðurkennir að fyrir mikla félagsveru eins og hana sjálfa, er tilhugsunin um slíka einangrun erfið ein og sér. Vinnustaðurinn í fjarvinnu og sóttkví Þóranna var frelsinu fegin þegar sóttkví lauk. „Ég var farin að hlakka mikið til að fara á skrifstofuna á mánudegi en rétt fyrir helgina bárust þá fréttir að einn starfsmaður okkar væri með veiruna. Hún fór samviskusamlega í skimun hjá Decode, án þess að það væri nein sérstök þörf á, og þetta kom á daginn. Svo það voru allir sendir í sóttkví og það var svo sem ekki ástæða fyrir mig að æða á skrifstofuna til að sitja við tölvuna þar í fjarvinnu, ég gat þá alveg eins unnið fjarvinnu hér að heiman áfram,“ segir Þóranna. „Í ofanálag þá var fjölskylda bróður míns sett í sóttkví um það leyti sem við komum úr sóttkví, og foreldrar mínir í sjálfskipaðri sóttkví, tengdaforeldrar mínir komnir á aldur og því viljum við ekki taka neina áhættu þar þannig að þrátt fyrir að það væri frábært að losna úr sóttkví þá var það samt ljúfsárt, því að það var enginn af manns nánustu til að fara og hitta og vera með,“ bætir Þóranna við. „Mótiveringin tekur alveg dýfu“ Þóranna segist hafa áttað sig á því að því lengur sem fjarvinnan stendur yfir án hefðbundinna samskipta, því meira þarf hún að hafa fyrir því að peppa sjálfan sig upp. Ég er almennt mjög drífandi og kraftmikil en það hafa alveg komið dagar upp á síðkastið þar sem ég hef fundið að þessi innri hvöt, mótiveríngin, tekur alveg dýfu,“ segir Þóranna. Að hennar sögn er enn nokkuð í að samstarfshópurinn hittist á vinnustaðnum. „Ég verð að viðurkenna að ég hlakka mikið til. Það er líka að venjulega ef maður fær ekki svör í gegnum tölvupóst eða skilaboð eftir svolítinn tíma, á röltir maður bara og finnur viðkomandi. En þetta kennir manni svo sem líka ýmislegt. Ég hef til dæmis aldrei verið þolinmóð að eðlisfari og þetta hefur verið ákveðin æfing í því. „Maður gerir sér betur grein fyrir því núna hvað snerting og nálægð skiptir miklu máli“ segir Þóranna að lokum. Þóranna var frelsinu fegin þegar sóttkvínni lauk og segist hafa gert sér glaðan dag. Sá fólst reyndar ekki í neinu merkilegra en því að fara út í búð og apótek. Í fyrsta sinn frá því að sóttkví hófst, setti hún meira að segja upp eyrnarlokka!
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Tengdar fréttir Álag á líkamann: Hvernig er vinnuaðstaðan heima hjá þér? Enginn veit hversu lengi fjarvinnan mun vara og því er mjög mikilvægt að huga vel að vinnuaðstöðunni heima. 27. mars 2020 08:00 Sjö góð ráð fyrir hundaeigendur í fjarvinnu Hundar eru næmir á líðan eigenda sinna og félagsverur miklar. Það getur hins vegar skapað ný vandamál þegar hundaeigendur eru mikið heima, til dæmis í fjarvinnu eða eru frá vinnu vegna kórónuveirunnar eins og nú er algengt. 26. mars 2020 09:00 Fjarvinna með börnin heima: Dó ekki ráðalaus og bjó til „virkni-bingó“ „Ég fann að ég þurfti eitthvað til að hjálpa mér og börnunum með hugmyndir yfir daginn og gerði því þetta litla virknibingó,“ segir Elín María Halldórsdóttir sem vinnur í fjarvinnu að heiman þessa dagana eins og svo margir. 25. mars 2020 07:00 „Er sóttkvíin streitu-sóttkví eða slökunar-sóttkví?“ Á samfélagsmiðlum birtir fólk frásagnir um líðan í sóttkvínni og öllum ljóst að einangrunin sem sóttkvíin felur í sér er streituvaldandi. 23. mars 2020 11:30 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Álag á líkamann: Hvernig er vinnuaðstaðan heima hjá þér? Enginn veit hversu lengi fjarvinnan mun vara og því er mjög mikilvægt að huga vel að vinnuaðstöðunni heima. 27. mars 2020 08:00
Sjö góð ráð fyrir hundaeigendur í fjarvinnu Hundar eru næmir á líðan eigenda sinna og félagsverur miklar. Það getur hins vegar skapað ný vandamál þegar hundaeigendur eru mikið heima, til dæmis í fjarvinnu eða eru frá vinnu vegna kórónuveirunnar eins og nú er algengt. 26. mars 2020 09:00
Fjarvinna með börnin heima: Dó ekki ráðalaus og bjó til „virkni-bingó“ „Ég fann að ég þurfti eitthvað til að hjálpa mér og börnunum með hugmyndir yfir daginn og gerði því þetta litla virknibingó,“ segir Elín María Halldórsdóttir sem vinnur í fjarvinnu að heiman þessa dagana eins og svo margir. 25. mars 2020 07:00
„Er sóttkvíin streitu-sóttkví eða slökunar-sóttkví?“ Á samfélagsmiðlum birtir fólk frásagnir um líðan í sóttkvínni og öllum ljóst að einangrunin sem sóttkvíin felur í sér er streituvaldandi. 23. mars 2020 11:30