Uppnám og óánægja allsráðandi vegna starfsloka Valgerðar á Vogi Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. mars 2020 12:49 Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi, Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir á Landspítala, Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri hjá RÚV og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Samsett Mikillar óánægju hefur orðið vart á samfélagsmiðlum í dag vegna fregna af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. Fjölmargir innan læknasamfélagsins, sem og fyrrverandi skjólstæðingar Vogs, hafa lýst yfir áhyggjum og furðu vegna stöðunnar sem komin er upp. Greint var frá því í morgun að Valgerður hefði sagt upp störfum í gær vegna djúpstæðs ágreinings við formann SÁÁ, Arnþór Jónsson. SÁÁ rekur meðferðarmiðstöðina á Vogi. Valgerður sagði sjálf í viðtölum við fjölmiðla í morgun að hún hefði ekki getað sætt sig við að teknar væru ákvarðanir um að segja upp lykilstarfsfólki á Vogi, án þess að það væri gert í samráði við hana eða aðra yfirmenn. Átta starfsmönnum var sagt upp á Vogi í gær, mestmegnis sálfræðingum. Skipulagsbreytingarnar hafa sagðar verið tilkomnar vegna þeirrar stöðu sem nú blasir við vegna kórónuveirunnar. Valgerður hyggst vinna þriggja mánaða uppsagnarfrest en hún hefur gegnt stöðu yfirlæknis frá árinu 2017. Þá átti hún þegar að baki um átján ára starfsferil hjá meðferðarstöðinni. Fylkja sér á bak við Valgerði Svo virðist sem flestum þyki mikill missir af Valgerði, ef marka má færslur á samfélagsmiðlum í dag. Þannig ber á gríðarlegri óánægju í Facebook-hópnum Vinahópur SÁÁ, vettvangi fyrir umræður um starf og réttindabaráttu samtakanna. Aðrir lýsa yfir áhyggjum af stöðunni á eigin Facebook-reikningum. Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir á Landspítala segir starfslok Valgerðar mikið högg fyrir bæði SÁÁ og sjúklinga sem leita þar meðferðar við fíknisjúkdómum. „Valgerði þekki ég vel persónulega en einnig sem kollega. Það er vandfundin heilsteypari manneskja með jafn sterka réttlætiskennd. Það hlýtur að vera hægt að finna betri lausn en þessa á vandamálum SÁÁ - enda Valgerður með reynslu og þekkingu sem fáir búa yfir hérlendis,“ skrifar Tómas. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar skorar á stjórn SÁÁ að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá Valgerði aftur til starfa. Það sé nauðsynlegt í því ástandi sem nú ríkir á tímum kórónuveirunnar. Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri á RÚV, þekkir vel til hjá SÁÁ. Hann er fyrrverandi samskiptastjóri samtakanna og fór jafnframt í áfengismeðferð á árum áður, líkt og hann hefur rætt opinberlega í viðtölum. Rúnar segir starfslok Valgerðar ótrúlega slæmar fréttir. „Hún er SÁÁ og hún er Vogur. hún bara má ekki hætta. Það vita allir sem hafa komið nálægt starfsemi félagsins. Ég skora á félagsmenn að gera allt sem þeir geta til að snúa við þessari ákvörðun.“ Guðmundur Brynjólfsson, rithöfundur og djákni, fór í áfengismeðferð inni á Vogi síðasta haust. Hann segir að nú sé stórslys í uppsiglingu ef ekki veðri strax gripið í taumana. Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, ber Valgerði einnig afar vel söguna, segir hana vandaða manneskju og mikinn fagmann sem láti sér annt um skjólstæðinga sína. „Þetta eru slæm tíðindi.“ Engilbert Sigurðsson forseti læknadeildar Háskóla Íslands tekur í sama streng. „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þetta eru afar alvarleg tíðindi.“ Og Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, segir Valgerði rétta konu á réttum stað í herbúðum SÁÁ. Skipta þurfi um stjórnarformann hjá SÁÁ, ekki yfirlækni. „Vonandi missum við ekki Valgerði útaf ofríki í einum frekum kalli!“ Heilbrigðismál Vistaskipti Ólga innan SÁÁ Tengdar fréttir Átta sagt upp á Vogi án samráðs við yfirlækni Átta starfsmönnum var í gær sagt upp störfum á Vogi og starfshlutfall annarra starfsmanna var lækkað. 27. mars 2020 09:04 Yfirlæknir á Vogi lætur skyndilega af störfum Valgerður Á. Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, tilkynnti stjórn SÁÁ í gær að hún hygðist hætta störfum. 27. mars 2020 07:03 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Mikillar óánægju hefur orðið vart á samfélagsmiðlum í dag vegna fregna af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. Fjölmargir innan læknasamfélagsins, sem og fyrrverandi skjólstæðingar Vogs, hafa lýst yfir áhyggjum og furðu vegna stöðunnar sem komin er upp. Greint var frá því í morgun að Valgerður hefði sagt upp störfum í gær vegna djúpstæðs ágreinings við formann SÁÁ, Arnþór Jónsson. SÁÁ rekur meðferðarmiðstöðina á Vogi. Valgerður sagði sjálf í viðtölum við fjölmiðla í morgun að hún hefði ekki getað sætt sig við að teknar væru ákvarðanir um að segja upp lykilstarfsfólki á Vogi, án þess að það væri gert í samráði við hana eða aðra yfirmenn. Átta starfsmönnum var sagt upp á Vogi í gær, mestmegnis sálfræðingum. Skipulagsbreytingarnar hafa sagðar verið tilkomnar vegna þeirrar stöðu sem nú blasir við vegna kórónuveirunnar. Valgerður hyggst vinna þriggja mánaða uppsagnarfrest en hún hefur gegnt stöðu yfirlæknis frá árinu 2017. Þá átti hún þegar að baki um átján ára starfsferil hjá meðferðarstöðinni. Fylkja sér á bak við Valgerði Svo virðist sem flestum þyki mikill missir af Valgerði, ef marka má færslur á samfélagsmiðlum í dag. Þannig ber á gríðarlegri óánægju í Facebook-hópnum Vinahópur SÁÁ, vettvangi fyrir umræður um starf og réttindabaráttu samtakanna. Aðrir lýsa yfir áhyggjum af stöðunni á eigin Facebook-reikningum. Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir á Landspítala segir starfslok Valgerðar mikið högg fyrir bæði SÁÁ og sjúklinga sem leita þar meðferðar við fíknisjúkdómum. „Valgerði þekki ég vel persónulega en einnig sem kollega. Það er vandfundin heilsteypari manneskja með jafn sterka réttlætiskennd. Það hlýtur að vera hægt að finna betri lausn en þessa á vandamálum SÁÁ - enda Valgerður með reynslu og þekkingu sem fáir búa yfir hérlendis,“ skrifar Tómas. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar skorar á stjórn SÁÁ að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá Valgerði aftur til starfa. Það sé nauðsynlegt í því ástandi sem nú ríkir á tímum kórónuveirunnar. Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri á RÚV, þekkir vel til hjá SÁÁ. Hann er fyrrverandi samskiptastjóri samtakanna og fór jafnframt í áfengismeðferð á árum áður, líkt og hann hefur rætt opinberlega í viðtölum. Rúnar segir starfslok Valgerðar ótrúlega slæmar fréttir. „Hún er SÁÁ og hún er Vogur. hún bara má ekki hætta. Það vita allir sem hafa komið nálægt starfsemi félagsins. Ég skora á félagsmenn að gera allt sem þeir geta til að snúa við þessari ákvörðun.“ Guðmundur Brynjólfsson, rithöfundur og djákni, fór í áfengismeðferð inni á Vogi síðasta haust. Hann segir að nú sé stórslys í uppsiglingu ef ekki veðri strax gripið í taumana. Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, ber Valgerði einnig afar vel söguna, segir hana vandaða manneskju og mikinn fagmann sem láti sér annt um skjólstæðinga sína. „Þetta eru slæm tíðindi.“ Engilbert Sigurðsson forseti læknadeildar Háskóla Íslands tekur í sama streng. „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þetta eru afar alvarleg tíðindi.“ Og Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, segir Valgerði rétta konu á réttum stað í herbúðum SÁÁ. Skipta þurfi um stjórnarformann hjá SÁÁ, ekki yfirlækni. „Vonandi missum við ekki Valgerði útaf ofríki í einum frekum kalli!“
Heilbrigðismál Vistaskipti Ólga innan SÁÁ Tengdar fréttir Átta sagt upp á Vogi án samráðs við yfirlækni Átta starfsmönnum var í gær sagt upp störfum á Vogi og starfshlutfall annarra starfsmanna var lækkað. 27. mars 2020 09:04 Yfirlæknir á Vogi lætur skyndilega af störfum Valgerður Á. Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, tilkynnti stjórn SÁÁ í gær að hún hygðist hætta störfum. 27. mars 2020 07:03 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Átta sagt upp á Vogi án samráðs við yfirlækni Átta starfsmönnum var í gær sagt upp störfum á Vogi og starfshlutfall annarra starfsmanna var lækkað. 27. mars 2020 09:04
Yfirlæknir á Vogi lætur skyndilega af störfum Valgerður Á. Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, tilkynnti stjórn SÁÁ í gær að hún hygðist hætta störfum. 27. mars 2020 07:03