Trump efast um þörf fyrir mikinn fjölda öndunarvéla Þórir Guðmundsson skrifar 27. mars 2020 15:25 Heilbrigðisstarfsmaður leiðir sjúkling inn í greiningarstöð vegna kórónuveirunnar í tjaldi fyrir utan Elmurst sjúkrahúsið í New York. John Minchillo/AP Donald Trump Bandaríkjaforseti og borgarstjórinn í New York eru komnir í hár saman yfir því hversu mikil þörf sé fyrir öndunarvélar í fylkinu. Forsetinn sagðist í sjónvarpsviðtali í gær ekki trúa því að þörfin væri jafn mikil og haldið væri fram. Bill de Blasio borgarstjóri New York sagði í dag að forsetinn þyrfti að horfast í augu við staðreyndir. „Þegar forsetinn segir að New York fylki þurfi ekki þrjátíu þúsund öndunarvélar þá er hann, með fullri virðingu, ekki að horfa á staðreyndir um stjarnfræðilegan vöxt þessa vandamáls,“ sagði de Blasio á sjónvarpsþættinum Good Morning America á ABC sjónvarpsstöðinni í morgun. Trump sagði í viðtali við Sean Hannity á Fox sjónvarpsstöðinni í gær: „Ég trúi því ekki að maður þurfi þrjátíu eða fjörtíu þúsund öndunarvélar. Maður fer inn á stóra spítala og þeir eru stundum með tvær öndunarvélar. Og allt í einu segja þeir 'Getum við pantað þrjátíu þúsund öndunarvélar',“ sagði Trump. Bandaríkin tróna nú á toppi landalistans yfir greind kórónuveirutilfelli, með alls 85.991 tilfelli, sem eru fleiri en hafa greinst í Kína þar sem talið er að kórónuveiran hafi átt upptök sín. Hálf milljón manna hefur greinst í heiminum öllum. Alls hafa 1.296 menn látið lífið úr Covid-19 í Bandaríkunum. Rúmlega 37 þúsund bandarísku tilfellanna eru í New York fylki þar sem þéttbýlið í samnefndri stórborg greiðir fyrir smiti. Andrew Cuomo fylkisstjóri segir þörf fyrir 87 þúsund sjúkrarúm, 37 þúsund gjörgæslurúm og 26 þúsund öndunarvélar umfram það sem fyrir er vegna þess álags sem kórónufaraldurinn skapar. Í fulltrúadeild Bandaríkjaþings varð mikið fár í dag þegar íhaldssamur þingmaður repúblikana, Thomas Massie, hótaði að krefjast nafnakalls við atkvæðagreiðslu, sem myndi tefja afgreiðslu björgunarpakka sem á að styðja við efnahagslifið og hjálpa fólki sem verður fyrir tekjutapi vegna kórónufaraldursins. Margir þingmenn eru fjarstaddir og þyrftu, ef farið er fram á nafnakall, að ferðast úr kjördæmum sínum til Washington borgar til að vera viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Trump forseti brást æfur við hótun þingmannsins og sagði að hann hefði eingöngu áhuga á að láta ljós sitt skína. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér tilkynningu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti og borgarstjórinn í New York eru komnir í hár saman yfir því hversu mikil þörf sé fyrir öndunarvélar í fylkinu. Forsetinn sagðist í sjónvarpsviðtali í gær ekki trúa því að þörfin væri jafn mikil og haldið væri fram. Bill de Blasio borgarstjóri New York sagði í dag að forsetinn þyrfti að horfast í augu við staðreyndir. „Þegar forsetinn segir að New York fylki þurfi ekki þrjátíu þúsund öndunarvélar þá er hann, með fullri virðingu, ekki að horfa á staðreyndir um stjarnfræðilegan vöxt þessa vandamáls,“ sagði de Blasio á sjónvarpsþættinum Good Morning America á ABC sjónvarpsstöðinni í morgun. Trump sagði í viðtali við Sean Hannity á Fox sjónvarpsstöðinni í gær: „Ég trúi því ekki að maður þurfi þrjátíu eða fjörtíu þúsund öndunarvélar. Maður fer inn á stóra spítala og þeir eru stundum með tvær öndunarvélar. Og allt í einu segja þeir 'Getum við pantað þrjátíu þúsund öndunarvélar',“ sagði Trump. Bandaríkin tróna nú á toppi landalistans yfir greind kórónuveirutilfelli, með alls 85.991 tilfelli, sem eru fleiri en hafa greinst í Kína þar sem talið er að kórónuveiran hafi átt upptök sín. Hálf milljón manna hefur greinst í heiminum öllum. Alls hafa 1.296 menn látið lífið úr Covid-19 í Bandaríkunum. Rúmlega 37 þúsund bandarísku tilfellanna eru í New York fylki þar sem þéttbýlið í samnefndri stórborg greiðir fyrir smiti. Andrew Cuomo fylkisstjóri segir þörf fyrir 87 þúsund sjúkrarúm, 37 þúsund gjörgæslurúm og 26 þúsund öndunarvélar umfram það sem fyrir er vegna þess álags sem kórónufaraldurinn skapar. Í fulltrúadeild Bandaríkjaþings varð mikið fár í dag þegar íhaldssamur þingmaður repúblikana, Thomas Massie, hótaði að krefjast nafnakalls við atkvæðagreiðslu, sem myndi tefja afgreiðslu björgunarpakka sem á að styðja við efnahagslifið og hjálpa fólki sem verður fyrir tekjutapi vegna kórónufaraldursins. Margir þingmenn eru fjarstaddir og þyrftu, ef farið er fram á nafnakall, að ferðast úr kjördæmum sínum til Washington borgar til að vera viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Trump forseti brást æfur við hótun þingmannsins og sagði að hann hefði eingöngu áhuga á að láta ljós sitt skína.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér tilkynningu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira