Skúli sannfærður um að ferðaþjónustan muni ná sér á strik á nýjan leik Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2020 08:20 Skúli Mogensen á Startup ráðstefnu í Hörpu. Vísir/Vilhelm „Aldrei nokkurn tímann hefði ég trúað því að nákvæmlega ári eftir fall WOW air væri nánast hvert einasta flugfélag í heiminum á barmi gjaldþrots og að leita á náðir ríksvalda um ríkisaðstoð með einum eða öðrum hætti.“ Svona hefst færsla sem Skúli Mogensen, viðskiptamaður og stofnandi hins fallna WOW air, birti á Facebook-síðu sinni í gær, þegar ár var liðið frá falli félagsins. Þar segir hann að á því ári sem liðið er frá falli félagsins hafi vart liðið sá dagur þar sem hann velti ekki fyrir sér hvað hefði mátt gera betur eða öðruvísi til að tryggja áframhaldandi rekstur félagsins. Hann segist viss um að ferðaþjónusta Íslands eigi eftir að ná sér á strik að nýju, eftir kórónuveirufaraldurinn. „Margir hafa spurt mig undanfarna daga hvort ég sé ekki feginn að vera ekki enn þá í þessum blessaða flugrekstri í þessum ólgusjó að heyja lífróður enn eina ferðina en staðreyndin er sú að ég vildi hvergi annars staðar vera,“ skrifar Skúli. Vonar að kollegum sínum fatist ekki flugið Hann bætir við að þótt flugrekstur sé krefjandi, og aðstæðurnar sem nú eru uppi í heiminum séu engu líkar, finni hann til með sínum fyrrverandi kollegum um allan heim. Um sé að ræða fólk sem vinni myrkranna á milli til þess að halda flugfélögum sínum í loftinu, rétt eins og Skúli og hans samstarfsfólk gerði fyrir rúmu ári síðan. Sjálfur segist hann vona að til takist. „Þau eiga öll heiður skilið fyrir að standa vaktina því það er til mikils að vinna, sérstaklega hér á Íslandi þar sem ferðaþjónustan er orðin hryggjarstykkið í íslensku atvinnulífi. Við erum eyland og sennilega hefur aldrei verið jafn augljóst og nú hversu mikilvægar alþjóðlegar tengingar og samgöngur eru fyrir þjóðarbúið.“ Skúli segir mikilvægt við núverandi aðstæður að fólk gleymi sér ekki í smáatriðum og fyrirsögnum hvers dags, heldur horfi á stóru myndina og allt það sem Ísland hefur upp á að bjóða. „…Ísland er einstakt land með magnaða náttúru, sögu, menningu, fólk og margar af helstu auðlindum framtíðarinnar svo sem víðáttu, hreina orku, hreint vatn og loft, fiskinn í sjónum, jafnrétti og grunnstoðir sem á heildina litið virka mjög vel eins og við sjáum þessa dagana,“ skrifar Skúli. Íslendingar hafi því í raun allt í hendi til þess að halda áfram að byggja hér fyrirmyndarsamfélag. Segist hann sannfærður um að ferðaþjónustan muni þá dafna og vaxa að nýju þegar fram líða stundir. „Ég er óheimju stoltur af því sem við byggðum upp hjá WOW air og hvernig við áttum þátt í því að reisa við Ísland eftir fjármálahrunið og skapa þúsundir starfa og tugi milljarða í gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið. WOW air var einstakt fyrirtæki með gríðarlega öflugu starfsfólki sem stóð þétt saman og ég sakna þeirra á hverjum einasta degi. Eina eftirsjá mín er að hafa ekki getað gert meira til að bjarga félaginu.“ WOW Air Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
„Aldrei nokkurn tímann hefði ég trúað því að nákvæmlega ári eftir fall WOW air væri nánast hvert einasta flugfélag í heiminum á barmi gjaldþrots og að leita á náðir ríksvalda um ríkisaðstoð með einum eða öðrum hætti.“ Svona hefst færsla sem Skúli Mogensen, viðskiptamaður og stofnandi hins fallna WOW air, birti á Facebook-síðu sinni í gær, þegar ár var liðið frá falli félagsins. Þar segir hann að á því ári sem liðið er frá falli félagsins hafi vart liðið sá dagur þar sem hann velti ekki fyrir sér hvað hefði mátt gera betur eða öðruvísi til að tryggja áframhaldandi rekstur félagsins. Hann segist viss um að ferðaþjónusta Íslands eigi eftir að ná sér á strik að nýju, eftir kórónuveirufaraldurinn. „Margir hafa spurt mig undanfarna daga hvort ég sé ekki feginn að vera ekki enn þá í þessum blessaða flugrekstri í þessum ólgusjó að heyja lífróður enn eina ferðina en staðreyndin er sú að ég vildi hvergi annars staðar vera,“ skrifar Skúli. Vonar að kollegum sínum fatist ekki flugið Hann bætir við að þótt flugrekstur sé krefjandi, og aðstæðurnar sem nú eru uppi í heiminum séu engu líkar, finni hann til með sínum fyrrverandi kollegum um allan heim. Um sé að ræða fólk sem vinni myrkranna á milli til þess að halda flugfélögum sínum í loftinu, rétt eins og Skúli og hans samstarfsfólk gerði fyrir rúmu ári síðan. Sjálfur segist hann vona að til takist. „Þau eiga öll heiður skilið fyrir að standa vaktina því það er til mikils að vinna, sérstaklega hér á Íslandi þar sem ferðaþjónustan er orðin hryggjarstykkið í íslensku atvinnulífi. Við erum eyland og sennilega hefur aldrei verið jafn augljóst og nú hversu mikilvægar alþjóðlegar tengingar og samgöngur eru fyrir þjóðarbúið.“ Skúli segir mikilvægt við núverandi aðstæður að fólk gleymi sér ekki í smáatriðum og fyrirsögnum hvers dags, heldur horfi á stóru myndina og allt það sem Ísland hefur upp á að bjóða. „…Ísland er einstakt land með magnaða náttúru, sögu, menningu, fólk og margar af helstu auðlindum framtíðarinnar svo sem víðáttu, hreina orku, hreint vatn og loft, fiskinn í sjónum, jafnrétti og grunnstoðir sem á heildina litið virka mjög vel eins og við sjáum þessa dagana,“ skrifar Skúli. Íslendingar hafi því í raun allt í hendi til þess að halda áfram að byggja hér fyrirmyndarsamfélag. Segist hann sannfærður um að ferðaþjónustan muni þá dafna og vaxa að nýju þegar fram líða stundir. „Ég er óheimju stoltur af því sem við byggðum upp hjá WOW air og hvernig við áttum þátt í því að reisa við Ísland eftir fjármálahrunið og skapa þúsundir starfa og tugi milljarða í gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið. WOW air var einstakt fyrirtæki með gríðarlega öflugu starfsfólki sem stóð þétt saman og ég sakna þeirra á hverjum einasta degi. Eina eftirsjá mín er að hafa ekki getað gert meira til að bjarga félaginu.“
WOW Air Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira