Átta á gjörgæslu og fjórar nýjar innlagnir Vésteinn Örn Pétursson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 29. mars 2020 11:58 Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir á COVID-19 göngudeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Átta eru nú á gjörgæslu vegna kórónuveirunnar og voru fjórir lagðir inn á Landspítalann í gær. Yfir sextíu börn eru smituð af veirunni. Í gær voru staðfest COVID smit 963. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur þeim fjölgað nokkuð síðan í gær en nýjar tölur eru birtar klukkan eitt á covid.is. Klukkan ellefu í morgun voru 900 sjúklingar í eftirliti á sérstakri COVID-19 göngudeild Landspítalans sem var tekin í gagnið á þriðjudaginn. Ragnar Freyr Ingvarsson er yfirlæknir göngudeildarinnar. „Það hefur bæst aðeins í eins og við var búist. Núna eru til meðferðar á göngudeildinni um 900 sjúklingar, þar af um 60 börn sem barnaspítalinn sinnir. Það hafa verið fjórar innlagnir síðasta sólarhringinn frá okkur og bráðamóttökunni,“ segir Ragnar Þá hefur bæst í hóp þeirra sem eru á gjörgæslu vegna veirunnar en það voru sex í gær. „Það voru átta innlagðir á gjörgæsludeildina núna í morgun“ Ragnar segir að flestir af þeim 900 sjúklingum sem sinnt er á göngudeildinni séu með dæmigerð COVID-19 einkenni. „Efri og/eða neðri öndunarfærasýking, með hitaslæðing, jafnvel yfir 38 stiga hita. Hósti og hálssærindi. Sumir með andþyngsli. Svo getur borið á öllu öðru. Vöðva- og beinverkjum, höfuðverk, kviðverkjum og ógleði. Við leitum sérstaklega á degi hverjum, þá hringjum við í alla. Í dag verða hringd 400 símtöl til þeirra sem eru heima núna. Við munum skima þá fyrir alvarlegum einkennum.“ Fólk sé þannig skimað fyrir alvarlegri einkennum. “Ef ber einhverju slíku, þá köllum við þá inn til okkar á göngudeildina og sjáum hvernig við getum bætt ástandið.“ Hann býst við því að það fjölgi vel í hópi smitaðra á næstu dögum. „Við gerum ráð fyrir hinu versta hér Við búumst við því að það bætist dag frá degi í þennan faraldur og erum undirbúin fyrir það.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Átta eru nú á gjörgæslu vegna kórónuveirunnar og voru fjórir lagðir inn á Landspítalann í gær. Yfir sextíu börn eru smituð af veirunni. Í gær voru staðfest COVID smit 963. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur þeim fjölgað nokkuð síðan í gær en nýjar tölur eru birtar klukkan eitt á covid.is. Klukkan ellefu í morgun voru 900 sjúklingar í eftirliti á sérstakri COVID-19 göngudeild Landspítalans sem var tekin í gagnið á þriðjudaginn. Ragnar Freyr Ingvarsson er yfirlæknir göngudeildarinnar. „Það hefur bæst aðeins í eins og við var búist. Núna eru til meðferðar á göngudeildinni um 900 sjúklingar, þar af um 60 börn sem barnaspítalinn sinnir. Það hafa verið fjórar innlagnir síðasta sólarhringinn frá okkur og bráðamóttökunni,“ segir Ragnar Þá hefur bæst í hóp þeirra sem eru á gjörgæslu vegna veirunnar en það voru sex í gær. „Það voru átta innlagðir á gjörgæsludeildina núna í morgun“ Ragnar segir að flestir af þeim 900 sjúklingum sem sinnt er á göngudeildinni séu með dæmigerð COVID-19 einkenni. „Efri og/eða neðri öndunarfærasýking, með hitaslæðing, jafnvel yfir 38 stiga hita. Hósti og hálssærindi. Sumir með andþyngsli. Svo getur borið á öllu öðru. Vöðva- og beinverkjum, höfuðverk, kviðverkjum og ógleði. Við leitum sérstaklega á degi hverjum, þá hringjum við í alla. Í dag verða hringd 400 símtöl til þeirra sem eru heima núna. Við munum skima þá fyrir alvarlegum einkennum.“ Fólk sé þannig skimað fyrir alvarlegri einkennum. “Ef ber einhverju slíku, þá köllum við þá inn til okkar á göngudeildina og sjáum hvernig við getum bætt ástandið.“ Hann býst við því að það fjölgi vel í hópi smitaðra á næstu dögum. „Við gerum ráð fyrir hinu versta hér Við búumst við því að það bætist dag frá degi í þennan faraldur og erum undirbúin fyrir það.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira