Hundruð sem drukku tréspíra gegn veirunni látin Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2020 11:38 Íran glímir ekki aðeins við þúsundir dauðsfalla vegna kórónuveirunnar heldur einnig afleiðingar þess að þúsundir hafa drukkið tréspíra. AP/Vahid Salemi Ranghugmyndir um að tréspíri geti kveðið niður kórónuveiruna hefur leitt til hundraða dauðsfalla í Íran. Yfirvöld þar biðla til almennings um að hætta að drekka spírann. Auk þeirra látnu hafa þúsundir veikst af því að innbyrða eitrið. Íranski fjölmiðlar segja að hátt í 300 manns hafi látið lífið og fleiri en þúsund veikst af því að drekka tréspíra, metanól, vegna þess að fólk telur að hann veiti vernd gegn veirunni. Læknir í landinu sem AP-fréttastofan hefur rætt við segir að raunverulegur fjöldi sé 480 látnir og 2.850 veikir. Tréspíri er á meðal gerviúrræða gegn faraldrinum sem haldið er á lofti á samfélagsmiðlum í Íran. Í færslum er því haldið fram að breskir kennarar hafi læknað sig með viskíi og hunangi. Þegar við bætast ráðleggingar um að fólk noti spritt til að verjast smiti hafa sumir ályktað ranglega að með því að drekka sterkt áfengi sé hægt að drepa veiruna. Áfengisneysla er bönnuð í Íran og því leita margir á náðir sprúttsala. Margir landsmenn eru sagðir opnir fyrir upplýsingafalsi af þessu tagi þar sem þeir tortryggja stjórnvöld sem reyndu lengi framan af að gera lítið úr faraldrinum sem hefur valdið miklum usla í Íran. Um 2.200 manns hafa látist og 29.000 greinst smitaðir í faraldrinum í Íran og óttast sérfræðingar að stjórnvöld feli raunverulegt umfang hans. Sjá einnig: Tréspíramálið: Leyndarmálið sem enginn vildi ræða í Vestmannaeyjum „Önnur lönd glíma bara við eitt vandamál sem er faraldur nýju kórónuveirunnar en við berjumst á tveimur vígstöðvum hér. Við þurfum bæði að lækna fólk með áfengiseitrun og berjast við kórónuveiruna,“ segir Hossein Hassanian, ráðgjafi íranska heilbrigðisráðuneytisins. Tréspíri veldur seinkuðum heila- og líffæraskaða. Þeir sem drekka hann geta fengið brjóstverki eða ógleði, þeir lent í oföndun, orðið blindir eða jafnvel fallið í dá. Níu manns létust eftir að þeir drukku tréspíra á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 1943. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íran Tengdar fréttir Neyðarsjúkrahús reist í Íran þar sem faraldurinn logar Stjórnvöld í Íran sögðu í dag að 144 hefðu látið lífið úr Covid-19 sjúkdómnum síðastliðinn sólarhring. Alls hafa greinst 32.000 tilfelli kórónuveirunnar í landinu og næstum 2.400 manns hafa látið lífið úr sjúkdómnum sem veiran veldur. 27. mars 2020 13:35 Sleppa tugum þúsunda fanga í Íran Yfirvöld Íran hafa sleppt um 85 þúsund föngum úr fangelsi með því markmiði að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. 17. mars 2020 12:23 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Ranghugmyndir um að tréspíri geti kveðið niður kórónuveiruna hefur leitt til hundraða dauðsfalla í Íran. Yfirvöld þar biðla til almennings um að hætta að drekka spírann. Auk þeirra látnu hafa þúsundir veikst af því að innbyrða eitrið. Íranski fjölmiðlar segja að hátt í 300 manns hafi látið lífið og fleiri en þúsund veikst af því að drekka tréspíra, metanól, vegna þess að fólk telur að hann veiti vernd gegn veirunni. Læknir í landinu sem AP-fréttastofan hefur rætt við segir að raunverulegur fjöldi sé 480 látnir og 2.850 veikir. Tréspíri er á meðal gerviúrræða gegn faraldrinum sem haldið er á lofti á samfélagsmiðlum í Íran. Í færslum er því haldið fram að breskir kennarar hafi læknað sig með viskíi og hunangi. Þegar við bætast ráðleggingar um að fólk noti spritt til að verjast smiti hafa sumir ályktað ranglega að með því að drekka sterkt áfengi sé hægt að drepa veiruna. Áfengisneysla er bönnuð í Íran og því leita margir á náðir sprúttsala. Margir landsmenn eru sagðir opnir fyrir upplýsingafalsi af þessu tagi þar sem þeir tortryggja stjórnvöld sem reyndu lengi framan af að gera lítið úr faraldrinum sem hefur valdið miklum usla í Íran. Um 2.200 manns hafa látist og 29.000 greinst smitaðir í faraldrinum í Íran og óttast sérfræðingar að stjórnvöld feli raunverulegt umfang hans. Sjá einnig: Tréspíramálið: Leyndarmálið sem enginn vildi ræða í Vestmannaeyjum „Önnur lönd glíma bara við eitt vandamál sem er faraldur nýju kórónuveirunnar en við berjumst á tveimur vígstöðvum hér. Við þurfum bæði að lækna fólk með áfengiseitrun og berjast við kórónuveiruna,“ segir Hossein Hassanian, ráðgjafi íranska heilbrigðisráðuneytisins. Tréspíri veldur seinkuðum heila- og líffæraskaða. Þeir sem drekka hann geta fengið brjóstverki eða ógleði, þeir lent í oföndun, orðið blindir eða jafnvel fallið í dá. Níu manns létust eftir að þeir drukku tréspíra á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 1943.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íran Tengdar fréttir Neyðarsjúkrahús reist í Íran þar sem faraldurinn logar Stjórnvöld í Íran sögðu í dag að 144 hefðu látið lífið úr Covid-19 sjúkdómnum síðastliðinn sólarhring. Alls hafa greinst 32.000 tilfelli kórónuveirunnar í landinu og næstum 2.400 manns hafa látið lífið úr sjúkdómnum sem veiran veldur. 27. mars 2020 13:35 Sleppa tugum þúsunda fanga í Íran Yfirvöld Íran hafa sleppt um 85 þúsund föngum úr fangelsi með því markmiði að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. 17. mars 2020 12:23 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Neyðarsjúkrahús reist í Íran þar sem faraldurinn logar Stjórnvöld í Íran sögðu í dag að 144 hefðu látið lífið úr Covid-19 sjúkdómnum síðastliðinn sólarhring. Alls hafa greinst 32.000 tilfelli kórónuveirunnar í landinu og næstum 2.400 manns hafa látið lífið úr sjúkdómnum sem veiran veldur. 27. mars 2020 13:35
Sleppa tugum þúsunda fanga í Íran Yfirvöld Íran hafa sleppt um 85 þúsund föngum úr fangelsi með því markmiði að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. 17. mars 2020 12:23