Rúmlega hundrað missa vinnuna hjá Isavia Eiður Þór Árnason skrifar 30. mars 2020 14:08 Fáir hafa verið á ferli í Leifsstöð að undanförnu. Vísir/vilhelm 101 starfsmanni Isavia hefur verið sagt upp störfum og 37 starfsmönnum boðið áframhaldandi starf í lægra starfshlutfalli, samkvæmt heimildum Vísis. Um er að ræða starfsmenn hjá móðurfélagi Isavia sem rekur Keflavíkurflugvöll. Flest önnur svið félagsins eru í dótturfélögum. Forstjóri Isavia hefur boðað til fjarfundar síðdegis í dag með starfsfólki sínu til að ræða stöðuna. Mikið hrun hefur verið í umferð um Keflavíkurflugvöll á stuttum tíma og hefur Leifsstöð verið líkt við hálfgerðan draugabæ. Á dögunum var þjónustustig í verslunum og veitingum á Keflavíkurflugvelli takmarkað sökum lítillar flugumferðar. Sjá einnig: Keflavíkurflugvöllur eins og draugabær Stórlega hefur dregið úr umferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu eftir að hratt fór að draga úr flugumferð fyrr í mánuðinum. Þær uppsagnir sem móðurfélag Isavia ræðst í núna munu vera til að bregðast við minnkandi umsvifum félagsins til langs tíma. Ekki stendur til að nýta sér úrræði stjórnvalda að svo stöddu sem snúa að greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar. Fríhöfnin ætlar þó að nýta úrræði stjórnvalda, sem hugsað er til að bregðast við skammtímaáhrifum faraldursins. Það gerir félaginu kleift að ráðast ekki í uppsagnir á fastráðnum starfsmönnum Fríhafnarinnar. Tvær flugferðir á áætlun í dag Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri Isavia ANS sem rekur meðal annars alþjóðaflugstjórnarmiðstöðina á Reykjavíkurflugvelli, sagði í samtali við fréttastofu í liðinni viku að umferðin um svæðið hafi dregist saman um 65 prósent á einungis tíu dögum. Einungis sex flug voru áætluð alla helgina á Keflavíkurflugvelli og hafa stjórnvöld samið við Icelandair um greiðslur frá ríkinu til að halda uppi lágmarkssamgöngum til og frá landinu. Tvær flugferðir eru á áætlun í dag, báðar á vegum Icelandair. Öllum öðrum hefur verið aflýst, alls yfir sextíu talsins. Tilkynning Sveinbjörns Indriðasonar, forstjóra Isavia til starfsmanna í heild sinni: „Í morgun þurftum við því miður að ráðast í uppsagnir til að bregðast við áhrifunum af Covid-19 heimsfaraldrinum. Eins og staðan er í dag gerum við ráð fyrir að farþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll, á þessu ári, fækki um helming og það er ljóst að áhrifin á innanlandsflug og flugleiðsöguþjónustu verði einnig veruleg. Uppsagnirnar náðu til 101 starfsmanns og því til viðbótar verður 37 starfsmönnum boðið áframhaldandi starf í lægra starfshlutfalli. Þegar hefur verið reynt að hafa samband við stóran hluta þeirra starfsmanna sem þessar aðgerðir ná til. Eingöngu er um að ræða starfsmenn móðurfélags Isavia. Aðgerðir af þessu tagi eru alltaf afar erfiðar en þær eru því miður óumflýjanlegar vegna samdráttar í flugumferð. Við þökkum öllu þessu góða fólki fyrir þeirra störf og óskum þeim velfarnaðar. Móðurfélag Isavia ásamt dótturfélögunum Isavia Innanlands og Isavia ANS munu að svo stöddu ekki nýta sér úrræði stjórnvalda sem snúa að greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar. Þær uppsagnir sem ráðist er í núna eru til að bregðast við minnkandi umsvifum til langs tíma en úrræði stjórnvalda er fyrst og fremst til að bregðast við skammtímaáhrifum faraldursins. Fríhöfnin mun nýta úrræði stjórnvalda sem gerir félaginu kleift að ráðast ekki í uppsagnir á fastráðnum starfsmönnum sínum. Við munum eins og kostur er svara ákalli stjórnvalda um að þau fyrirtæki, sem það geti, standi vörð um störfin í landinu. Þessar aðgerðir sem við ráðumst í núna taka mið af því. Við sjáum fyrir okkur að geta staðið straum af rekstrarkostnaði félagsins fram á haust án þess að fá inn neinar tekjur á móti. Við verðum líka að hafa í huga að við byggjum okkar rekstur á umfangsmiklum innviðum sem er mikilvægt að viðhalda. Óvissan um áhrifin af Covid-19 er verulega mikil og við þurfum að leggja allt kapp á að aðgangur okkar að fjármagni dugi þar til hjólin fara að snúast á ný. Við róum að því öllum árum að tryggja nægjanlega fjármögnun svo við getum haldið verkefnum okkar gangandi þar til sjóðstreymið okkar verður jákvætt á ný. Á árunum eftir hrun var skorið mikið niður hjá Isavia. Félagið var því ekki tilbúið að takast með nægjanlega skilvirkum hætti á við þann mikla vöxt sem varð í kjölfarið. Reyndar er aðdáunarvert þegar horft er til baka hvernig við komumst í gegnum þetta hraða vaxtarskeið. Það má að stærstum hluta þakka dugnaði og elju starfsfólks okkar. Nú er afar mikilvægt að við notum tímann vel til að byggja upp rekstrarinnviði félagsins svo við verðum tilbúin og samkeppnishæfari þegar hjólin fara að snúast á ný. Þá er líka horft til Isavia varðandi áframhaldandi uppbyggingu innviða. Markmiðið er að með þessu móti takist okkur að verja störfin sem best þó óvissan sé vissulega veruleg vegna Covid-19 faraldsins. Mig langar að lokum til að þakka ykkur öllum fyrir gott starf á erfiðum tímum. Við þurfum öll að standa saman um það verkefni okkar að koma Isavia heilu í gegnum þá ófærð sem framundan er. Þá langar mig að biðja ykkur um að fara varlega, gæta að heilsu ykkar sjálfra og ykkar nánustu og fara að fyrirmælum yfirvalda til að draga úr líkum á smiti. Við skulum líka vera dugleg að halda góðu sambandi við hvort annað, sérstaklega í ljósi þess hversu stórum hluta af starfi margra er sinnt í fjarvinnu.“ Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kórónu-flugið sem lendir í Keflavík sex sinnum í viku Ein óvenjulegasta flugleið sem haldið er uppi þessa dagana er loftbrúin sem grænlensk stjórnvöld hafa sett upp til að flytja covid-19 sýni frá Grænlandi til greiningar í Danmörku. 30. mars 2020 12:28 Ár liðið frá falli WOW Air Í dag er ár liðið frá falli WOW Air og hafði fall félagsins mikil áhrif á atvinnu- og efnahagslíf á Íslandi. 28. mars 2020 19:25 Hefur áhyggjur af áhrifum faraldursins á stöðu vinnumála á Suðurnesjum Atvinnuleysi á Suðurnesjum er nú 13,6 prósent og fer líklega hækkandi. 29. mars 2020 13:16 Stórlega dregið úr umferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu Flugumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið hefur dregist saman um tæp sextíu prósent á síðustu tíu dögum. Mestu munar um mikinn samdrátt í alþjóðlegu flugi milli Evrópu og Bandaríkjanna og til og frá Keflavíkurflugvelli. 24. mars 2020 11:22 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
101 starfsmanni Isavia hefur verið sagt upp störfum og 37 starfsmönnum boðið áframhaldandi starf í lægra starfshlutfalli, samkvæmt heimildum Vísis. Um er að ræða starfsmenn hjá móðurfélagi Isavia sem rekur Keflavíkurflugvöll. Flest önnur svið félagsins eru í dótturfélögum. Forstjóri Isavia hefur boðað til fjarfundar síðdegis í dag með starfsfólki sínu til að ræða stöðuna. Mikið hrun hefur verið í umferð um Keflavíkurflugvöll á stuttum tíma og hefur Leifsstöð verið líkt við hálfgerðan draugabæ. Á dögunum var þjónustustig í verslunum og veitingum á Keflavíkurflugvelli takmarkað sökum lítillar flugumferðar. Sjá einnig: Keflavíkurflugvöllur eins og draugabær Stórlega hefur dregið úr umferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu eftir að hratt fór að draga úr flugumferð fyrr í mánuðinum. Þær uppsagnir sem móðurfélag Isavia ræðst í núna munu vera til að bregðast við minnkandi umsvifum félagsins til langs tíma. Ekki stendur til að nýta sér úrræði stjórnvalda að svo stöddu sem snúa að greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar. Fríhöfnin ætlar þó að nýta úrræði stjórnvalda, sem hugsað er til að bregðast við skammtímaáhrifum faraldursins. Það gerir félaginu kleift að ráðast ekki í uppsagnir á fastráðnum starfsmönnum Fríhafnarinnar. Tvær flugferðir á áætlun í dag Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri Isavia ANS sem rekur meðal annars alþjóðaflugstjórnarmiðstöðina á Reykjavíkurflugvelli, sagði í samtali við fréttastofu í liðinni viku að umferðin um svæðið hafi dregist saman um 65 prósent á einungis tíu dögum. Einungis sex flug voru áætluð alla helgina á Keflavíkurflugvelli og hafa stjórnvöld samið við Icelandair um greiðslur frá ríkinu til að halda uppi lágmarkssamgöngum til og frá landinu. Tvær flugferðir eru á áætlun í dag, báðar á vegum Icelandair. Öllum öðrum hefur verið aflýst, alls yfir sextíu talsins. Tilkynning Sveinbjörns Indriðasonar, forstjóra Isavia til starfsmanna í heild sinni: „Í morgun þurftum við því miður að ráðast í uppsagnir til að bregðast við áhrifunum af Covid-19 heimsfaraldrinum. Eins og staðan er í dag gerum við ráð fyrir að farþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll, á þessu ári, fækki um helming og það er ljóst að áhrifin á innanlandsflug og flugleiðsöguþjónustu verði einnig veruleg. Uppsagnirnar náðu til 101 starfsmanns og því til viðbótar verður 37 starfsmönnum boðið áframhaldandi starf í lægra starfshlutfalli. Þegar hefur verið reynt að hafa samband við stóran hluta þeirra starfsmanna sem þessar aðgerðir ná til. Eingöngu er um að ræða starfsmenn móðurfélags Isavia. Aðgerðir af þessu tagi eru alltaf afar erfiðar en þær eru því miður óumflýjanlegar vegna samdráttar í flugumferð. Við þökkum öllu þessu góða fólki fyrir þeirra störf og óskum þeim velfarnaðar. Móðurfélag Isavia ásamt dótturfélögunum Isavia Innanlands og Isavia ANS munu að svo stöddu ekki nýta sér úrræði stjórnvalda sem snúa að greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar. Þær uppsagnir sem ráðist er í núna eru til að bregðast við minnkandi umsvifum til langs tíma en úrræði stjórnvalda er fyrst og fremst til að bregðast við skammtímaáhrifum faraldursins. Fríhöfnin mun nýta úrræði stjórnvalda sem gerir félaginu kleift að ráðast ekki í uppsagnir á fastráðnum starfsmönnum sínum. Við munum eins og kostur er svara ákalli stjórnvalda um að þau fyrirtæki, sem það geti, standi vörð um störfin í landinu. Þessar aðgerðir sem við ráðumst í núna taka mið af því. Við sjáum fyrir okkur að geta staðið straum af rekstrarkostnaði félagsins fram á haust án þess að fá inn neinar tekjur á móti. Við verðum líka að hafa í huga að við byggjum okkar rekstur á umfangsmiklum innviðum sem er mikilvægt að viðhalda. Óvissan um áhrifin af Covid-19 er verulega mikil og við þurfum að leggja allt kapp á að aðgangur okkar að fjármagni dugi þar til hjólin fara að snúast á ný. Við róum að því öllum árum að tryggja nægjanlega fjármögnun svo við getum haldið verkefnum okkar gangandi þar til sjóðstreymið okkar verður jákvætt á ný. Á árunum eftir hrun var skorið mikið niður hjá Isavia. Félagið var því ekki tilbúið að takast með nægjanlega skilvirkum hætti á við þann mikla vöxt sem varð í kjölfarið. Reyndar er aðdáunarvert þegar horft er til baka hvernig við komumst í gegnum þetta hraða vaxtarskeið. Það má að stærstum hluta þakka dugnaði og elju starfsfólks okkar. Nú er afar mikilvægt að við notum tímann vel til að byggja upp rekstrarinnviði félagsins svo við verðum tilbúin og samkeppnishæfari þegar hjólin fara að snúast á ný. Þá er líka horft til Isavia varðandi áframhaldandi uppbyggingu innviða. Markmiðið er að með þessu móti takist okkur að verja störfin sem best þó óvissan sé vissulega veruleg vegna Covid-19 faraldsins. Mig langar að lokum til að þakka ykkur öllum fyrir gott starf á erfiðum tímum. Við þurfum öll að standa saman um það verkefni okkar að koma Isavia heilu í gegnum þá ófærð sem framundan er. Þá langar mig að biðja ykkur um að fara varlega, gæta að heilsu ykkar sjálfra og ykkar nánustu og fara að fyrirmælum yfirvalda til að draga úr líkum á smiti. Við skulum líka vera dugleg að halda góðu sambandi við hvort annað, sérstaklega í ljósi þess hversu stórum hluta af starfi margra er sinnt í fjarvinnu.“
Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kórónu-flugið sem lendir í Keflavík sex sinnum í viku Ein óvenjulegasta flugleið sem haldið er uppi þessa dagana er loftbrúin sem grænlensk stjórnvöld hafa sett upp til að flytja covid-19 sýni frá Grænlandi til greiningar í Danmörku. 30. mars 2020 12:28 Ár liðið frá falli WOW Air Í dag er ár liðið frá falli WOW Air og hafði fall félagsins mikil áhrif á atvinnu- og efnahagslíf á Íslandi. 28. mars 2020 19:25 Hefur áhyggjur af áhrifum faraldursins á stöðu vinnumála á Suðurnesjum Atvinnuleysi á Suðurnesjum er nú 13,6 prósent og fer líklega hækkandi. 29. mars 2020 13:16 Stórlega dregið úr umferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu Flugumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið hefur dregist saman um tæp sextíu prósent á síðustu tíu dögum. Mestu munar um mikinn samdrátt í alþjóðlegu flugi milli Evrópu og Bandaríkjanna og til og frá Keflavíkurflugvelli. 24. mars 2020 11:22 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Kórónu-flugið sem lendir í Keflavík sex sinnum í viku Ein óvenjulegasta flugleið sem haldið er uppi þessa dagana er loftbrúin sem grænlensk stjórnvöld hafa sett upp til að flytja covid-19 sýni frá Grænlandi til greiningar í Danmörku. 30. mars 2020 12:28
Ár liðið frá falli WOW Air Í dag er ár liðið frá falli WOW Air og hafði fall félagsins mikil áhrif á atvinnu- og efnahagslíf á Íslandi. 28. mars 2020 19:25
Hefur áhyggjur af áhrifum faraldursins á stöðu vinnumála á Suðurnesjum Atvinnuleysi á Suðurnesjum er nú 13,6 prósent og fer líklega hækkandi. 29. mars 2020 13:16
Stórlega dregið úr umferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu Flugumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið hefur dregist saman um tæp sextíu prósent á síðustu tíu dögum. Mestu munar um mikinn samdrátt í alþjóðlegu flugi milli Evrópu og Bandaríkjanna og til og frá Keflavíkurflugvelli. 24. mars 2020 11:22