Orban fær ótímabunduð tilskipanavald Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2020 16:42 Orban forsætisráðherra mætir á þingfund þar sem samþykkt var að veita honum ótímabundin neyðarvöld í dag. AP/Zoltan Mathe/MTI Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. Neyðarástandi vegna faraldursins var lýst yfir í Ungverjalandi 11. mars. Samkvæmt opinberum tölum hafa 447 greinst smitaðir af veirunni þar og fimmtán hafa látið lífið. Ákvörðunin um að framlengja neyðarvöld ríkisstjórnarinnar ótímabundið er umdeild í Ungverjalandi og höfðu fleiri en 100.000 manns skrifað undir áksorun til mótmæla henni í dag. Peter Jakab, leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Jobbik, segir að lögin sem þingið samþykkti í dag setji lýðræðið í Ungverjalandi í sóttkví. Fidesz-flokkur Orban er með meirihluta á þingi. Þingmenn hans og flokka sem styðja ríkisstjórnina greiddu frumvarpinu atkvæði sitt. Það var samþykkt með 137 atkvæðum gegn 53. Gagnrýnendur ríkisstjórnar Orban og mannréttindasamtök segja að í lögunum felist ákvæði um upplýsingafals sem gætu verið notuð til að fangelsa fréttamenn fyrir að sinna skyldum sínum. Lýðræðislegt eftirlit með aðgerðum stjórnvalda sé jafnframt afnumið. Herlögreglumenn ganga grímuklæddir um götur Búdapestar, höfuðborgar Ungverjalands. Þeir framfylgja ströngu útgöngubanni þar sem fólki er aðeins leyft að yfirgefa heimili sín til að vinna eða sækja nauðsynjar.AP/Zoltan Balogh/MTI Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) hefur einnig lýst áhyggjum af ungversku neyðarlögunum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, forstöðumaður lýðræðisstofnana- og mannréttindaskrifstofu ÖSE, segir skiljanlegt að ríki vilji geta gripið hratt til aðgerða til að verja borgara sína fyrir faraldrinum. „Hins vegar verður neyðarástand, hvar sem því er lýst yfir og af hvaða ástæðu sem er, að vera í samræmi við markmiðið og aðeins vera í gildi eins lengi og þess að algerlega þörf,“ segir hún. Ríkisstjórnin heldur því aftur á móti fram að hún vilji aðeins hafa frjálsar hendur til að bregðast við faraldrinum, hún ætli sér ekki að takmarka tjáningar- eða fjölmiðlafrelsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Csaba Domotor, aðstoðarráðherra í ríkisstjórn Orban, segir að ekki hafi verið hægt að setja tímamörk á neyðarvöld ríkisstjórnarinnar því að ekki sé hægt að segja til um hversu marga mánuði það taki að ráða við faraldurinn og efnahagslegar afleiðingar hans, að því er AP-fréttastofan hefur eftir honum. Orban hefur verið sakaður um einræðistilburði. Hann aðhyllist að eigin sögn svokallað „ófrjálslynt lýðræði“. Í stjórnartíð hans hafa nær allir einkareknir fjölmiðlar færst á hendur bandamanna hans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ungverjaland Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. Neyðarástandi vegna faraldursins var lýst yfir í Ungverjalandi 11. mars. Samkvæmt opinberum tölum hafa 447 greinst smitaðir af veirunni þar og fimmtán hafa látið lífið. Ákvörðunin um að framlengja neyðarvöld ríkisstjórnarinnar ótímabundið er umdeild í Ungverjalandi og höfðu fleiri en 100.000 manns skrifað undir áksorun til mótmæla henni í dag. Peter Jakab, leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Jobbik, segir að lögin sem þingið samþykkti í dag setji lýðræðið í Ungverjalandi í sóttkví. Fidesz-flokkur Orban er með meirihluta á þingi. Þingmenn hans og flokka sem styðja ríkisstjórnina greiddu frumvarpinu atkvæði sitt. Það var samþykkt með 137 atkvæðum gegn 53. Gagnrýnendur ríkisstjórnar Orban og mannréttindasamtök segja að í lögunum felist ákvæði um upplýsingafals sem gætu verið notuð til að fangelsa fréttamenn fyrir að sinna skyldum sínum. Lýðræðislegt eftirlit með aðgerðum stjórnvalda sé jafnframt afnumið. Herlögreglumenn ganga grímuklæddir um götur Búdapestar, höfuðborgar Ungverjalands. Þeir framfylgja ströngu útgöngubanni þar sem fólki er aðeins leyft að yfirgefa heimili sín til að vinna eða sækja nauðsynjar.AP/Zoltan Balogh/MTI Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) hefur einnig lýst áhyggjum af ungversku neyðarlögunum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, forstöðumaður lýðræðisstofnana- og mannréttindaskrifstofu ÖSE, segir skiljanlegt að ríki vilji geta gripið hratt til aðgerða til að verja borgara sína fyrir faraldrinum. „Hins vegar verður neyðarástand, hvar sem því er lýst yfir og af hvaða ástæðu sem er, að vera í samræmi við markmiðið og aðeins vera í gildi eins lengi og þess að algerlega þörf,“ segir hún. Ríkisstjórnin heldur því aftur á móti fram að hún vilji aðeins hafa frjálsar hendur til að bregðast við faraldrinum, hún ætli sér ekki að takmarka tjáningar- eða fjölmiðlafrelsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Csaba Domotor, aðstoðarráðherra í ríkisstjórn Orban, segir að ekki hafi verið hægt að setja tímamörk á neyðarvöld ríkisstjórnarinnar því að ekki sé hægt að segja til um hversu marga mánuði það taki að ráða við faraldurinn og efnahagslegar afleiðingar hans, að því er AP-fréttastofan hefur eftir honum. Orban hefur verið sakaður um einræðistilburði. Hann aðhyllist að eigin sögn svokallað „ófrjálslynt lýðræði“. Í stjórnartíð hans hafa nær allir einkareknir fjölmiðlar færst á hendur bandamanna hans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ungverjaland Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira