Coutinho viðurkennir við vini sína að kveðjuorð Klopp séu nú hans sannleikur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2020 18:00 Philippe Coutinho hlustaði ekki á Jürgen Klopp og vildi fara frá Liverpool. Hann sér eftir því í dag. Getty/ Catherine Ivill Philippe Coutinho gerði allt til þess að komast frá Liverpool til Barcelona en nú hefur heimur þessa brasilíska fótboltamanns gjörbreyst. Hann er ekki lengur einn af eftirsóttustu leikmönnum heims. Philippe Coutinho er enn í eigu Barcelona en var á láni hjá þýska liðinu Bayern München á þessari leiktíð. Philippe Coutinho og Jürgen Klopp á góðri stundu.Getty/ Jan Kruger Nú vill Barcelona losna við hann, Bayern München vill ekki hafa hann áfram á láni og allt lítur út fyrir að Coutinho endi aftur í ensku úrvalsdeildinni. Það verður þó ekki með Liverpool liðinu sem hefur víst engan áhuga á því að fá hann aftur. Það eru líka ekki mörg félög sem hafa efni á honum. Það mun kosta örugglega yfir 120 milljónir pund að kaupa Coutinho frá Barcelona og þá kostaði það Bayern átta milljónir punda að fá hann á láni auk þess að þurfa borga honum 250 þúsund pund í laun á viku. Coutinho hefur verið orðaður við bæði Manchester United og Tottenham en hvorugt mun spenna bogann of mikið til að tryggja sér þjónustu hans. Jurgen Klopp's prediction was right all along - and Philippe Coutinho's private message to friends proves it https://t.co/hLkQqaxY7c pic.twitter.com/jwBY3PIJDt— Mirror Football (@MirrorFootball) March 31, 2020 Philippe Coutinho hefur nú áttað sig á því og viðurkennt að hann gerði mistök þegar hann yfirgaf Liverpool fyrir rúmum tveimur árum síðan. Philippe Coutinho var stærsta stjarna Liverpool í janúar 2018 þegar Barcelona bankaði á dyrnar og Coutinho fór ekki felur með það að hann vildi komast til spænska stórliðsins.Nú væri hann mikið meira en til að snúa aftur á Anfield en Mirror Sport segir að Liverpool hafi ekki áhuga á að fá hann til baka. Kostnaðurinn á örugglega mestan þátt í því. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, reyndi á sínum tíma að sannfæra hann um að vera áfram hjá Liverpool sem hafði þá ekki unnið til undir stjórn þýska stjórans. Jurgen Klopp and Michael Edwards held talks last summer about bringing Philippe Coutinho to Anfield on loan, but Barcelona wanting them to pay an £8m loan fee and his £250k a week wages put a stop to any deal, even though Klopp and Coutinho have a great relationship. [The Mirror] pic.twitter.com/xN5HoD7xgj— Anfield Edition (@AnfieldEdition) March 28, 2020 Philippe Coutinho var elskaður og dáður á Anfield en menn voru fljótir eiginlega að gleyma honum eftir frábært gengi Liverpool liðsins eftir að hann fór. Nú viðurkennir hann við vini sína að kveðjuorð Jürgen Klopp séu nú orðin hans sannleikur. „Vertu áfram hérna og þau munu enda á því að reisa styttu af þér. Farðu eitthvert annað, til Barcelona, til Bayern München, til Real Madrid og þú verður bara eins og hver annar leikmaður. Hérna getur þú orðið eitthvað meira,“ sagði Klopp við hann. Það dugði ekki til. Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira
Philippe Coutinho gerði allt til þess að komast frá Liverpool til Barcelona en nú hefur heimur þessa brasilíska fótboltamanns gjörbreyst. Hann er ekki lengur einn af eftirsóttustu leikmönnum heims. Philippe Coutinho er enn í eigu Barcelona en var á láni hjá þýska liðinu Bayern München á þessari leiktíð. Philippe Coutinho og Jürgen Klopp á góðri stundu.Getty/ Jan Kruger Nú vill Barcelona losna við hann, Bayern München vill ekki hafa hann áfram á láni og allt lítur út fyrir að Coutinho endi aftur í ensku úrvalsdeildinni. Það verður þó ekki með Liverpool liðinu sem hefur víst engan áhuga á því að fá hann aftur. Það eru líka ekki mörg félög sem hafa efni á honum. Það mun kosta örugglega yfir 120 milljónir pund að kaupa Coutinho frá Barcelona og þá kostaði það Bayern átta milljónir punda að fá hann á láni auk þess að þurfa borga honum 250 þúsund pund í laun á viku. Coutinho hefur verið orðaður við bæði Manchester United og Tottenham en hvorugt mun spenna bogann of mikið til að tryggja sér þjónustu hans. Jurgen Klopp's prediction was right all along - and Philippe Coutinho's private message to friends proves it https://t.co/hLkQqaxY7c pic.twitter.com/jwBY3PIJDt— Mirror Football (@MirrorFootball) March 31, 2020 Philippe Coutinho hefur nú áttað sig á því og viðurkennt að hann gerði mistök þegar hann yfirgaf Liverpool fyrir rúmum tveimur árum síðan. Philippe Coutinho var stærsta stjarna Liverpool í janúar 2018 þegar Barcelona bankaði á dyrnar og Coutinho fór ekki felur með það að hann vildi komast til spænska stórliðsins.Nú væri hann mikið meira en til að snúa aftur á Anfield en Mirror Sport segir að Liverpool hafi ekki áhuga á að fá hann til baka. Kostnaðurinn á örugglega mestan þátt í því. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, reyndi á sínum tíma að sannfæra hann um að vera áfram hjá Liverpool sem hafði þá ekki unnið til undir stjórn þýska stjórans. Jurgen Klopp and Michael Edwards held talks last summer about bringing Philippe Coutinho to Anfield on loan, but Barcelona wanting them to pay an £8m loan fee and his £250k a week wages put a stop to any deal, even though Klopp and Coutinho have a great relationship. [The Mirror] pic.twitter.com/xN5HoD7xgj— Anfield Edition (@AnfieldEdition) March 28, 2020 Philippe Coutinho var elskaður og dáður á Anfield en menn voru fljótir eiginlega að gleyma honum eftir frábært gengi Liverpool liðsins eftir að hann fór. Nú viðurkennir hann við vini sína að kveðjuorð Jürgen Klopp séu nú orðin hans sannleikur. „Vertu áfram hérna og þau munu enda á því að reisa styttu af þér. Farðu eitthvert annað, til Barcelona, til Bayern München, til Real Madrid og þú verður bara eins og hver annar leikmaður. Hérna getur þú orðið eitthvað meira,“ sagði Klopp við hann. Það dugði ekki til.
Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira