Innantómt upphlaup Atli Bollason skrifar 20. apríl 2020 10:45 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fer mikinn í viðtali við Morgunblaðið 17. apríl og segist tilbúinn að segja upp lífskjarasamningnunum standi stjórnvöld ekki við fyrirheit í húsnæðismálum. Hann viðrar einnig áhyggjur af verðlagsþróun hérlendis. En hér gæti VR lagt miklu meira af mörkum heldur en gagnrýni á stjórnvöld. Vextir LV hækka Í júníbyrjun 2019 tilkynnti stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna um fyrirhugaða hækkun breytilegra vaxta á verðtryggðum húsnæðislánum úr 2,06% í 2,26%. Þetta kom illa við stjórn VR og í kjölfarið ákvað fulltrúaráð VR að skipta út öllum stjórnarmönnum í LV. Í yfirlýsingu sagði stjórn VR ástæðuna vera „hækkun breytilegra vaxta verðtryggðra sjóðfélagalána sem gengur í berhögg við hina miklu áherslu sem lögð var á vaxtalækkanir í nýgerðum kjarasamningi [lífskjarasamningunum].“ En þótt stjórninni hafi verið skipt út þá tók vaxtabreytingin engu að síður gildi. Ég tók sjálfur nákvæmlega svona lán hjá LV í árslok 2017 og vextirnir hafa ekki nema hækkað samhliða lækkun stýrivaxta sem eru nú í sögulegu lágmarki. Miðað við upprunalega lánaskilmála ættu vextirnir á mínu láni í dag að vera 1,65% en þeir eru enn 2,26% þrátt fyrir upphlaupið síðasta sumar. Var það ekki nema innantómt sjónarspil? Er ekki eðlileg krafa að LV virði þær forsendur og skilmála sem ég gekkst undir við lántöku? Bætum lífskjörin Hér skal nefnt að Neytendastofa lýsti því yfir að vaxtabreytingin hefði ekki verið í samræmi við gerða lánasamninga og LV ákvað í vor að endurgreiða lántökum ofgreidda vexti. Sú ákvörðun tók hins vegar bara til lána sem voru veitt fram í apríl 2017 og nær því ekki til mín né annarra sem tóku lán að þeim tíma loknum. Í mínu tilfelli er vaxtahækkunin því dæmd lögleg. Hvort hún er siðleg er hins vegar annað mál. Með því að taka mið af stýrivöxtum eins og eðlilegt þykir meðal lánveitenda sem bjóða upp á breytilega vexti hefur VR tækifæri til að leggja sitt af mörkum og bæta lífskjör fjölda félagsmanna. Óskandi væri að Ragnar Þór gripi það. Höfundur er launþegi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Efnahagsmál Atli Bollason Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fer mikinn í viðtali við Morgunblaðið 17. apríl og segist tilbúinn að segja upp lífskjarasamningnunum standi stjórnvöld ekki við fyrirheit í húsnæðismálum. Hann viðrar einnig áhyggjur af verðlagsþróun hérlendis. En hér gæti VR lagt miklu meira af mörkum heldur en gagnrýni á stjórnvöld. Vextir LV hækka Í júníbyrjun 2019 tilkynnti stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna um fyrirhugaða hækkun breytilegra vaxta á verðtryggðum húsnæðislánum úr 2,06% í 2,26%. Þetta kom illa við stjórn VR og í kjölfarið ákvað fulltrúaráð VR að skipta út öllum stjórnarmönnum í LV. Í yfirlýsingu sagði stjórn VR ástæðuna vera „hækkun breytilegra vaxta verðtryggðra sjóðfélagalána sem gengur í berhögg við hina miklu áherslu sem lögð var á vaxtalækkanir í nýgerðum kjarasamningi [lífskjarasamningunum].“ En þótt stjórninni hafi verið skipt út þá tók vaxtabreytingin engu að síður gildi. Ég tók sjálfur nákvæmlega svona lán hjá LV í árslok 2017 og vextirnir hafa ekki nema hækkað samhliða lækkun stýrivaxta sem eru nú í sögulegu lágmarki. Miðað við upprunalega lánaskilmála ættu vextirnir á mínu láni í dag að vera 1,65% en þeir eru enn 2,26% þrátt fyrir upphlaupið síðasta sumar. Var það ekki nema innantómt sjónarspil? Er ekki eðlileg krafa að LV virði þær forsendur og skilmála sem ég gekkst undir við lántöku? Bætum lífskjörin Hér skal nefnt að Neytendastofa lýsti því yfir að vaxtabreytingin hefði ekki verið í samræmi við gerða lánasamninga og LV ákvað í vor að endurgreiða lántökum ofgreidda vexti. Sú ákvörðun tók hins vegar bara til lána sem voru veitt fram í apríl 2017 og nær því ekki til mín né annarra sem tóku lán að þeim tíma loknum. Í mínu tilfelli er vaxtahækkunin því dæmd lögleg. Hvort hún er siðleg er hins vegar annað mál. Með því að taka mið af stýrivöxtum eins og eðlilegt þykir meðal lánveitenda sem bjóða upp á breytilega vexti hefur VR tækifæri til að leggja sitt af mörkum og bæta lífskjör fjölda félagsmanna. Óskandi væri að Ragnar Þór gripi það. Höfundur er launþegi
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar