Sorry ef ég er að trufla partýið Sigríður Karlsdóttir skrifar 20. apríl 2020 11:15 Sorry ef ég er eitthvað að trufla partýið. Héddna.. ég er að tala við þig sem fórst með 3 hjónum og maka þínum í bústað um helgina. Og þig, ungi maður í ísbúðinni sem varst með 5 öðrum vinum þínum að knúsast og hafa það næs. Svona eins og maður gerir vanalega. Bara ekki núna. Og svo þig líka, dömuna, sem hittir vinkonur þínar á kaffihúsinu í hverfinu. Mamma þarf að djamma og allt það. Bara sorry með mig. En ég ætla vera ógeðslega leiðinleg og skemma stemmninguna. Þarna úti er fólk sem vinnur af sér rassgatið inni á sjúkrahúsum, hættir lífi sínu til að vera til staðar fyrir deyjandi fólk. Þarna úti er þríeykið að vinna á hverjum einasta degi, líka um helgar. Líka í páskafríinu, á meðan þú hittir nokkra félaga yfir öl. Þarna úti eru ömmur og afar sem geta ekki farið út í búð vegna þess að þetta er leikur upp á líf og dauða. Þarna úti eru kennarar að reyna halda rútínu hjá börnunum ykkar meðan þetta gengur yfir. Ef þið hysjið ekki upp um ykkur buxurnar, þá gengur þetta yfir á.. tja…. 18 mánuðum?? Sjáiði ekki virðingaleysið? Takið nú rakettuna úr rassinum á ykkur. Takið lika hausinn þaðan út til að þið getið áttað ykkur á heildarmyndinni. Við lendum aftur á byrjunarreit af því ykkur langaði bara svo ofsalega að hitta einhvern. Og bara hafa gaman, skiluru. Ef þið getið ekki chillað með ykkur sjálfum, þið vitið - verið sjálfum ykkur nóg - þá er kannski kominn tími til að skoða af hverju. Kannski þurfið þið bara að setjast aðeins niður og fara í naflaskoðun. Gætuð jafnvel fundið eitthvað naflakusk þar. Ef þið hafið tíma. Afsakið hvað ég er óforskömmuð að ráðast svona á ykkur í gegnum tölvuna. Ég nenni bara ekki að vera næs núna. Kannski er ég bara abbó af því mig langar að fara í bústað. Kannski er ég bara eigingjörn af því ég nenni ekki að byrja alltaf upp á nýtt og leyfa þessu ástandi að malla heila meðgöngu i viðbót. Kannski er ég svona hvöss af því ég hef hangið heima hjá mér í að verða mánuð, Þetta er ekkert flókið. Inn í hellinn með ykkur. Góðar stundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Sorry ef ég er eitthvað að trufla partýið. Héddna.. ég er að tala við þig sem fórst með 3 hjónum og maka þínum í bústað um helgina. Og þig, ungi maður í ísbúðinni sem varst með 5 öðrum vinum þínum að knúsast og hafa það næs. Svona eins og maður gerir vanalega. Bara ekki núna. Og svo þig líka, dömuna, sem hittir vinkonur þínar á kaffihúsinu í hverfinu. Mamma þarf að djamma og allt það. Bara sorry með mig. En ég ætla vera ógeðslega leiðinleg og skemma stemmninguna. Þarna úti er fólk sem vinnur af sér rassgatið inni á sjúkrahúsum, hættir lífi sínu til að vera til staðar fyrir deyjandi fólk. Þarna úti er þríeykið að vinna á hverjum einasta degi, líka um helgar. Líka í páskafríinu, á meðan þú hittir nokkra félaga yfir öl. Þarna úti eru ömmur og afar sem geta ekki farið út í búð vegna þess að þetta er leikur upp á líf og dauða. Þarna úti eru kennarar að reyna halda rútínu hjá börnunum ykkar meðan þetta gengur yfir. Ef þið hysjið ekki upp um ykkur buxurnar, þá gengur þetta yfir á.. tja…. 18 mánuðum?? Sjáiði ekki virðingaleysið? Takið nú rakettuna úr rassinum á ykkur. Takið lika hausinn þaðan út til að þið getið áttað ykkur á heildarmyndinni. Við lendum aftur á byrjunarreit af því ykkur langaði bara svo ofsalega að hitta einhvern. Og bara hafa gaman, skiluru. Ef þið getið ekki chillað með ykkur sjálfum, þið vitið - verið sjálfum ykkur nóg - þá er kannski kominn tími til að skoða af hverju. Kannski þurfið þið bara að setjast aðeins niður og fara í naflaskoðun. Gætuð jafnvel fundið eitthvað naflakusk þar. Ef þið hafið tíma. Afsakið hvað ég er óforskömmuð að ráðast svona á ykkur í gegnum tölvuna. Ég nenni bara ekki að vera næs núna. Kannski er ég bara abbó af því mig langar að fara í bústað. Kannski er ég bara eigingjörn af því ég nenni ekki að byrja alltaf upp á nýtt og leyfa þessu ástandi að malla heila meðgöngu i viðbót. Kannski er ég svona hvöss af því ég hef hangið heima hjá mér í að verða mánuð, Þetta er ekkert flókið. Inn í hellinn með ykkur. Góðar stundir.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar