Íslendingar líkast til enn staddir í 93 löndum Eiður Þór Árnason skrifar 1. apríl 2020 13:10 Guðlaugur Þór Þórðarson segir að ágætlega gangi að koma Íslendingum sem staddir eru erlendis heim. Vísir/SIGURJÓN Utanríkisráðuneytið vinnur enn hörðum höndum að því að koma Íslendingum örugglega heim. Að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra hefur það stærðarinnar verkefni meira og minna tekið yfir alla starfsemi ráðuneytisins. „Borgaraþjónustan er alltaf að störfum í utanríkisþjónustunni en nú er bara í rauninni bara allt ráðuneytið sem er í borgaraþjónustunni og sendiskrifstofurnar líka. Við setjum allt okkar í það að reyna að hjálpa fólki og erum búin að vera að því undanfarnar vikur,“ sagði Gunnlaugur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði hann að ef marka mætti gagnagrunn utanríkisráðuneytisins væru Íslendingar enn staddir erlendis í 93 mismunandi löndum en sú tala var 128 þegar mest var. Hvatti fólk til þess að snúa heim strax Af þeim 11.500 sem hafa skráð sig í gagnagrunninn hafa nú minnst 8.500 tilkynnt að þeir séu komnir til landsins eða ætli að vera áfram erlendis. Það bendir til þess að nokkur fjöldi Íslendinga sé enn að reyna að komast í burtu. „Við gerum allt hvað við getum til að aðstoða fólk til þess að komast heim.“ Þann 21. mars síðastliðinn hvatti Guðlaugur Þór þá Íslendinga sem hygðust koma til Íslands að snúa heim strax. Ástæðan fyrir því voru breyttar flugsamgöngur. „Þetta er alltaf að verða þyngra, einfaldlega vegna þess að það eru færri flug.“ Tryggja lágmarks flugsamgöngur Íslendingar séu eins og fyrr segir út um allan heim og ekki allir nálægt alþjóðaflugvelli. „Og jafnvel þá er ekki þar með sagt að það sé flogið og því getur verið ansi mikið púsluspil að koma fólki heim.“ Guðlaugur segir að hluti af aðgerðum stjórnvalda sé að tryggja að Icelandair fljúgi hið minnsta til Lundúna og Boston. Hugsanlega mun Stokkhólmur einnig bætast við. Greint var frá því á dögunum að íslensk stjórnvöld myndu greiða upp tap Icelandair sem hlýst af því að halda flugi gangandi tvo daga í viku til Evrópu og Bandaríkjanna. Vonar að ríkið þurfi ekki að yfirtaka Icelandair Sérðu fyrir þér ef þetta dregst á langinn að Icelandair verði þá enn einu sinni í sögunni orðið ríkisrekið? „Við skulum nú vona að það komi ekki til þess.“ Aðgerðirnar sem stjórnvöld hafi gripið til miði að því að hjálpa fyrirtækjunum og að þau haldi starfsfólkinu. „Það er svona sambærilegt og aðrar þjóðir eru að gera en vonandi mun ekki koma til þess að það þurfi að yfirtaka félag eins og Icelandair. Hins vegar liggur það auðvitað fyrir að þetta er alveg ótrúlega erfitt umhverfi, ekki bara fyrir Icelandair heldur í rauninni fyrir öll flugfélög í heiminum eins og staðan er í dag og þetta er bara sú staða sem er uppi. Við höfum ekki séð þetta áður og vonandi heldur það áfram að okkur takist nú að halda þessu í skefjum hérna hjá okkur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Óttaslegin á Spáni og komast ekki heim Gréta Jónsdóttir er föst á Spáni en hún og maður hennar eru bæði með undirliggjandi sjúkdóma sem setur þau í áhættuhóp. 1. apríl 2020 12:57 Þrjú hundruð Íslendingar á leiðinni heim Þrjú hundruð Íslendingar eru á heimleið með Icelandair næstu daga. Utanríkisráðuneytið aðstoðar hluta hópsins vegna þess að víða er búið að fella niður flug og á í samstarfi við önnur ríki við að koma fólki heim. 30. mars 2020 13:36 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Utanríkisráðuneytið vinnur enn hörðum höndum að því að koma Íslendingum örugglega heim. Að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra hefur það stærðarinnar verkefni meira og minna tekið yfir alla starfsemi ráðuneytisins. „Borgaraþjónustan er alltaf að störfum í utanríkisþjónustunni en nú er bara í rauninni bara allt ráðuneytið sem er í borgaraþjónustunni og sendiskrifstofurnar líka. Við setjum allt okkar í það að reyna að hjálpa fólki og erum búin að vera að því undanfarnar vikur,“ sagði Gunnlaugur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði hann að ef marka mætti gagnagrunn utanríkisráðuneytisins væru Íslendingar enn staddir erlendis í 93 mismunandi löndum en sú tala var 128 þegar mest var. Hvatti fólk til þess að snúa heim strax Af þeim 11.500 sem hafa skráð sig í gagnagrunninn hafa nú minnst 8.500 tilkynnt að þeir séu komnir til landsins eða ætli að vera áfram erlendis. Það bendir til þess að nokkur fjöldi Íslendinga sé enn að reyna að komast í burtu. „Við gerum allt hvað við getum til að aðstoða fólk til þess að komast heim.“ Þann 21. mars síðastliðinn hvatti Guðlaugur Þór þá Íslendinga sem hygðust koma til Íslands að snúa heim strax. Ástæðan fyrir því voru breyttar flugsamgöngur. „Þetta er alltaf að verða þyngra, einfaldlega vegna þess að það eru færri flug.“ Tryggja lágmarks flugsamgöngur Íslendingar séu eins og fyrr segir út um allan heim og ekki allir nálægt alþjóðaflugvelli. „Og jafnvel þá er ekki þar með sagt að það sé flogið og því getur verið ansi mikið púsluspil að koma fólki heim.“ Guðlaugur segir að hluti af aðgerðum stjórnvalda sé að tryggja að Icelandair fljúgi hið minnsta til Lundúna og Boston. Hugsanlega mun Stokkhólmur einnig bætast við. Greint var frá því á dögunum að íslensk stjórnvöld myndu greiða upp tap Icelandair sem hlýst af því að halda flugi gangandi tvo daga í viku til Evrópu og Bandaríkjanna. Vonar að ríkið þurfi ekki að yfirtaka Icelandair Sérðu fyrir þér ef þetta dregst á langinn að Icelandair verði þá enn einu sinni í sögunni orðið ríkisrekið? „Við skulum nú vona að það komi ekki til þess.“ Aðgerðirnar sem stjórnvöld hafi gripið til miði að því að hjálpa fyrirtækjunum og að þau haldi starfsfólkinu. „Það er svona sambærilegt og aðrar þjóðir eru að gera en vonandi mun ekki koma til þess að það þurfi að yfirtaka félag eins og Icelandair. Hins vegar liggur það auðvitað fyrir að þetta er alveg ótrúlega erfitt umhverfi, ekki bara fyrir Icelandair heldur í rauninni fyrir öll flugfélög í heiminum eins og staðan er í dag og þetta er bara sú staða sem er uppi. Við höfum ekki séð þetta áður og vonandi heldur það áfram að okkur takist nú að halda þessu í skefjum hérna hjá okkur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Óttaslegin á Spáni og komast ekki heim Gréta Jónsdóttir er föst á Spáni en hún og maður hennar eru bæði með undirliggjandi sjúkdóma sem setur þau í áhættuhóp. 1. apríl 2020 12:57 Þrjú hundruð Íslendingar á leiðinni heim Þrjú hundruð Íslendingar eru á heimleið með Icelandair næstu daga. Utanríkisráðuneytið aðstoðar hluta hópsins vegna þess að víða er búið að fella niður flug og á í samstarfi við önnur ríki við að koma fólki heim. 30. mars 2020 13:36 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Óttaslegin á Spáni og komast ekki heim Gréta Jónsdóttir er föst á Spáni en hún og maður hennar eru bæði með undirliggjandi sjúkdóma sem setur þau í áhættuhóp. 1. apríl 2020 12:57
Þrjú hundruð Íslendingar á leiðinni heim Þrjú hundruð Íslendingar eru á heimleið með Icelandair næstu daga. Utanríkisráðuneytið aðstoðar hluta hópsins vegna þess að víða er búið að fella niður flug og á í samstarfi við önnur ríki við að koma fólki heim. 30. mars 2020 13:36