Konur verði þungamiðja viðbragðsáætlana vegna faraldursins Heimsljós 22. apríl 2020 16:13 Frá fjarfundi kvenleiðtoga UN Women. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sat fjarfund kvenleiðtoga í vikunni þar sem ítrekað var mikilvægi þess að konur og stúlkur verði þungamiðja viðbragðsáætlana og aðgerðaáætlana í bataferli heimsbyggðarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Markmið fundarins var að stilla saman strengi og samþætta kynjasjónarmið í aðgerða- og viðbragðsáætlunum sem ber að tryggja réttindi og stöðu kvenna og stúlkna eftir heimsfaraldurinn. Phumzile Mlambo Ngcuka, framkvæmdastýra UN Women ásamt Gabrielu Ramos, fyrir hönd OECD boðuðu helstu kvenleiðtoga heims til fundar til að ræða þau miklu neikvæðu áhrif sem heimsfaraldurinn Covid-19 hefur á stöðu kvenna og stúlkna. Samkvæmt frétt UN Women á Ísland voru umræður fundarins kröftugar „og staðfestu að nú sé þörf, meiri en nokkru sinni áður, á kvenleiðtogum svo að ríki heimsins geti unnið sig farsællega út úr þessum erfiðaleikatímum,“ eins og þar segir. Jafnframt væri nauðsynlegt að tryggja jafnrétti og réttindi kvenna til að komast í gegnum þennan heimsfaraldur og koma í veg fyrir stórfellda afturför á réttindum, öryggi og velferð kvenna um allan heim. Til að sporna við þeirri afturför var rætt um að leggja áherslu á fjóra þætti sem ógna mest stöðu kvenna í heimsfaraldrinum Covid-19: Konur sinna 70% starfa í framlínu heilbrigðis- og félagsþjónustu. Þær sinna lægst launuðustu störfum stéttarinnar og eru undir miklu álagi. Skapa þarf heilbrigðisstarfsfólki viðunandi vinnuaðstæður, sanngjörn laun og tryggja þarf hvíldartíma milli vakta. Efnahagsleg áhrif. Konur sem starfa við takmarkað atvinnuöryggi, svo sem á tímakaupi, í þjónustustörfum og sem heimilishjálpir verða illa úti fjárhagslega sem veldur því að þær geta ekki framfleytt fjölskyldum sínum á þessum erfiðu tímum. Taka þarf mið af konum og störfum kvenna í efnahagsaðgerðum ríkja. Ofbeldi gegn konum og stúlkum. Ákveðin lönd hafa séð allt upp í 30% aukningu á tilkynningum um heimilisofbeldi. Tryggja fjármagn til forvarnaraðgerða sem og til neyðarlína og kvennaathvarfa fyrir þolendur ofbeldis. Kvenmiðuð neyðaraðstoð í fátækari löndum heims. Tryggja þarf að tekið sé mið af röddum kvenna við veitingu mannúðaraðstoðar, tryggja kynjamiðaða grunnþjónustu fyrir jaðarsetta hópa og veita mannúðaraðstoð með það að markmiði að uppræta mansal, kynferðilega misnotkun og kynferðislega áreitni. Auk forsætisráðherra Íslands tóku kvenleiðtogar úr öllum áttum þátt; forsetar, forsætisráðherrar, frumkvöðlar og aktívistar kvennahreyfingar auk ungliðahreyfinga, þeirra á meðal Jaha Dukureh, velgjörðarsendiherra UN Women fyrir Afríku og Tarana Burke, upphafskona #MeToo. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sat fjarfund kvenleiðtoga í vikunni þar sem ítrekað var mikilvægi þess að konur og stúlkur verði þungamiðja viðbragðsáætlana og aðgerðaáætlana í bataferli heimsbyggðarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Markmið fundarins var að stilla saman strengi og samþætta kynjasjónarmið í aðgerða- og viðbragðsáætlunum sem ber að tryggja réttindi og stöðu kvenna og stúlkna eftir heimsfaraldurinn. Phumzile Mlambo Ngcuka, framkvæmdastýra UN Women ásamt Gabrielu Ramos, fyrir hönd OECD boðuðu helstu kvenleiðtoga heims til fundar til að ræða þau miklu neikvæðu áhrif sem heimsfaraldurinn Covid-19 hefur á stöðu kvenna og stúlkna. Samkvæmt frétt UN Women á Ísland voru umræður fundarins kröftugar „og staðfestu að nú sé þörf, meiri en nokkru sinni áður, á kvenleiðtogum svo að ríki heimsins geti unnið sig farsællega út úr þessum erfiðaleikatímum,“ eins og þar segir. Jafnframt væri nauðsynlegt að tryggja jafnrétti og réttindi kvenna til að komast í gegnum þennan heimsfaraldur og koma í veg fyrir stórfellda afturför á réttindum, öryggi og velferð kvenna um allan heim. Til að sporna við þeirri afturför var rætt um að leggja áherslu á fjóra þætti sem ógna mest stöðu kvenna í heimsfaraldrinum Covid-19: Konur sinna 70% starfa í framlínu heilbrigðis- og félagsþjónustu. Þær sinna lægst launuðustu störfum stéttarinnar og eru undir miklu álagi. Skapa þarf heilbrigðisstarfsfólki viðunandi vinnuaðstæður, sanngjörn laun og tryggja þarf hvíldartíma milli vakta. Efnahagsleg áhrif. Konur sem starfa við takmarkað atvinnuöryggi, svo sem á tímakaupi, í þjónustustörfum og sem heimilishjálpir verða illa úti fjárhagslega sem veldur því að þær geta ekki framfleytt fjölskyldum sínum á þessum erfiðu tímum. Taka þarf mið af konum og störfum kvenna í efnahagsaðgerðum ríkja. Ofbeldi gegn konum og stúlkum. Ákveðin lönd hafa séð allt upp í 30% aukningu á tilkynningum um heimilisofbeldi. Tryggja fjármagn til forvarnaraðgerða sem og til neyðarlína og kvennaathvarfa fyrir þolendur ofbeldis. Kvenmiðuð neyðaraðstoð í fátækari löndum heims. Tryggja þarf að tekið sé mið af röddum kvenna við veitingu mannúðaraðstoðar, tryggja kynjamiðaða grunnþjónustu fyrir jaðarsetta hópa og veita mannúðaraðstoð með það að markmiði að uppræta mansal, kynferðilega misnotkun og kynferðislega áreitni. Auk forsætisráðherra Íslands tóku kvenleiðtogar úr öllum áttum þátt; forsetar, forsætisráðherrar, frumkvöðlar og aktívistar kvennahreyfingar auk ungliðahreyfinga, þeirra á meðal Jaha Dukureh, velgjörðarsendiherra UN Women fyrir Afríku og Tarana Burke, upphafskona #MeToo. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent