Fólk hvatt til útiveru á sumardaginn fyrsta Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. apríl 2020 12:45 Það gæti verið tilvalið að skella sér út að hjóla í dag, fyrst hátíðahöld falla víðast hvar niður. Vísir/vilhelm Hátíðarhöld í tilefni sumardagsins fyrsta, sem er í dag, hafa víðast hvar verið felld niður vegna kórónuveirunnar. Víða er þó bjart og fallegt veður og eru landsmenn hvattir til að nýta daginn með fjölskyldunni, fara út og njóta dagsins. Þá segir veðurfræðingur að veðrið á sumardaginn fyrsta segi ekkert til um hvernig veðrið verður í sumar. Sumardagurinn er fyrsti fimmtudagurinn á bilinu 19. til 25. apríl. Venjulega fara hátíðarhöld víða fram á sumardaginn fyrsta, og eru skrúðgöngur iðulega hluti af slíkri dagskrá. Vegna kórónuveirufaraldursins hafa hátíðarhöld verið felld niður í ár að því er fram kemur á vef Skátanna. Landsmenn eru þó hvattir til að nýta daginn með fjölskyldunni, fara út og njóta dagsins, en muna tveggja metra regluna. Veðrið er að minnsta kosti fínt víðast hvar á landinu í dag að sögn Birgis Arnar Höskuldssonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Bjart og fallegt verður á Norður- og Austurlandi og smá skúrir og skýjað á sunnan- og vestanverðu landinu.“ En n æ stu dagar, erum vi ð a ð sigla inn í sumari ð ? „Já, á morgun er þetta áfram svipað en aðeins meiri væta sunnan- og vestanlands en síðan snýst þetta við á laugardaginn, þá birtir til hérna um suðvestanvert landið og skúrir og él fyrir norðan. En síðan eftir það er útlit fyrir mjög vorlegt veður,“ segir Birgir Örn. Í gær voru sagðar fréttir af því að langtímaspár gerðu ráð fyrir köldu sumri. „Þær eru það ótryggar að ég myndi ekki þora að segja neitt út frá þeim. Þær eru oftar en ekki rangar. Ég held nú að í fyrra hafi langtímaspáin talað um vætusamt sumar og svo hefur það sjaldan verið jafn þurrt.“ Þá segir Birgir Örn að mýtan um að ef veðrið sé gott á sumardaginn fyrsta, verði það ekki gott um sumarið - eigi við engin rök að styðjast. „Það er oft einhver fótur fyrir þessum gömlu mýtum en þetta er nú ekki ein af þeim. Það er búið að taka það saman að veðrið getur verið allavegana,“ segir Birgir Örn. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veður Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
Hátíðarhöld í tilefni sumardagsins fyrsta, sem er í dag, hafa víðast hvar verið felld niður vegna kórónuveirunnar. Víða er þó bjart og fallegt veður og eru landsmenn hvattir til að nýta daginn með fjölskyldunni, fara út og njóta dagsins. Þá segir veðurfræðingur að veðrið á sumardaginn fyrsta segi ekkert til um hvernig veðrið verður í sumar. Sumardagurinn er fyrsti fimmtudagurinn á bilinu 19. til 25. apríl. Venjulega fara hátíðarhöld víða fram á sumardaginn fyrsta, og eru skrúðgöngur iðulega hluti af slíkri dagskrá. Vegna kórónuveirufaraldursins hafa hátíðarhöld verið felld niður í ár að því er fram kemur á vef Skátanna. Landsmenn eru þó hvattir til að nýta daginn með fjölskyldunni, fara út og njóta dagsins, en muna tveggja metra regluna. Veðrið er að minnsta kosti fínt víðast hvar á landinu í dag að sögn Birgis Arnar Höskuldssonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Bjart og fallegt verður á Norður- og Austurlandi og smá skúrir og skýjað á sunnan- og vestanverðu landinu.“ En n æ stu dagar, erum vi ð a ð sigla inn í sumari ð ? „Já, á morgun er þetta áfram svipað en aðeins meiri væta sunnan- og vestanlands en síðan snýst þetta við á laugardaginn, þá birtir til hérna um suðvestanvert landið og skúrir og él fyrir norðan. En síðan eftir það er útlit fyrir mjög vorlegt veður,“ segir Birgir Örn. Í gær voru sagðar fréttir af því að langtímaspár gerðu ráð fyrir köldu sumri. „Þær eru það ótryggar að ég myndi ekki þora að segja neitt út frá þeim. Þær eru oftar en ekki rangar. Ég held nú að í fyrra hafi langtímaspáin talað um vætusamt sumar og svo hefur það sjaldan verið jafn þurrt.“ Þá segir Birgir Örn að mýtan um að ef veðrið sé gott á sumardaginn fyrsta, verði það ekki gott um sumarið - eigi við engin rök að styðjast. „Það er oft einhver fótur fyrir þessum gömlu mýtum en þetta er nú ekki ein af þeim. Það er búið að taka það saman að veðrið getur verið allavegana,“ segir Birgir Örn.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veður Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira