Ferðaþjónustan er aflvél framtíðar Jóhannes Þór Skúlason skrifar 23. apríl 2020 16:00 Þessa dagana birtast hér og þar frasar um að nú sé ferðaþjónustan horfin og þá verði Íslendingar bara að byggja upp annan atvinnuveg til að framfleyta sér. Það gangi ekki að hafa eggin alltaf í einni körfu. Síðast mátti sjá Sigríði Benediktsdóttur og Jón Daníelsson tala á þessum nótum í Kveik í vikunni. En skoðum nú hversu líklegt þetta er í raun. Áratugum saman var það helsta ósk íslenskra stjórnmálamanna og efnahagsspekúlanta að atvinnulíf á Íslandi yrði fjölbreyttara, að við fengjum eitthvað fleira en fisk og ál – „eitthvað annað“. Og svo fengum við ýmsan tækniiðnað og nýsköpun í lok síðustu aldar sem var frábært, og uppbygging þeirra byggði ekki síst á tengslum við eldri greinar, t.d. sjávarútveg og á tækniþekkingu, sem er líka frábært. Efnahagstölur á Íslandi breyttust vissulega, en undirliggjandi hegðan efnahagskerfisins hélst í grunninn svipuð. Svo kom skellur árið 2008 og í kjölfar hans birtist ferðaþjónustan allt í einu, nánast yfir nótt, óx, fjárfesti og byggði upp og réði fólk í vinnu um allt land. Allt í einu fengu stjórnmálamenn og efnahagslífið þetta „eitthvað annað“ sem búið var að bíða eftir áratugum saman óvænt upp í hendurnar. Og ferðaþjónustan óx og óx, varð stærsta atvinnugrein landsins, varð mikilvægasta byggðaaðgerð Íslandssögunnar með uppbyggingu atvinnutækifæra og lífsgæða um allt land. Hóf að sækja gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið í stórum stíl og lagði þar með grunn að stöðugra gengi krónunnar, fór að skila jafnvirði heils Landsspítala á ári í nettó skatttekjur í sjóði ríkis og sveitarfélaga og færði stjórnmálamönnum loks hinn heilaga gral íslensks efnahagslífs - viðvarandi jákvæðan vöru- og þjónustujöfnuð (sem hafði áður gerst einu sinni, árið 1947) - og þar með meiri stöðugleika. Íslenskt efnahagslíf var allt í einu orðið líkara Þýskalandi en Grikklandi. Og á grundvelli þess stöðugleika hefur orðið fordæmalaus kaupmáttaraukning og lífskjarabót undanfarin 10 ár. Lærdómurinn af þessari sögu er einfaldur. Ferðaþjónustan er engin offjárfestingabóla. Ferðaþjónustan er fjölbreytnin í atvinnulífinu sem við biðum eftir áratugum saman, kvik grein sem hefur alla burði til að vera ein af stóru aflvélum efnahagskerfisins til framtíðar. Hún er þess vegna besta leiðin til að keyra íslenskt efnahagslíf í gang að nýju þegar þessari kórónakreppu lýkur og þar með besti möguleikinn sem við eigum til að verja með kjafti og klóm þær ótrúlegu lífskjarabætur sem við höfum byggt upp undanfarin 10 ár - einmitt á grundvelli ferðaþjónustunnar. Við viljum fjölbreytt atvinnulíf. Við viljum sterkan alþjóðageira, meiri nýsköpun, öflugan iðnað, stærri hátæknigeira, framsækinn sjávarútveg, hágæða þjónustugreinar o.s.frv. Það er afar mikilvægt að þetta vinni allt saman í fjölbreyttu atvinnulífi. Allt styður þetta hvert annað og ferðaþjónustan er á síðasta áratug orðin einn mikilvægasti hlekkurinn í því samspili sem byggir undir lífskjör og velferð á Íslandi. Það væri glapræði að taka ekki ákvarðanir núna sem tryggja að hún verði það áfram. Það mun nefnilega ekkert „eitthvað annað“ koma skyndilega í staðinn fyrir hana núna. Við biðum í áratugi, þið munið? Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Þessa dagana birtast hér og þar frasar um að nú sé ferðaþjónustan horfin og þá verði Íslendingar bara að byggja upp annan atvinnuveg til að framfleyta sér. Það gangi ekki að hafa eggin alltaf í einni körfu. Síðast mátti sjá Sigríði Benediktsdóttur og Jón Daníelsson tala á þessum nótum í Kveik í vikunni. En skoðum nú hversu líklegt þetta er í raun. Áratugum saman var það helsta ósk íslenskra stjórnmálamanna og efnahagsspekúlanta að atvinnulíf á Íslandi yrði fjölbreyttara, að við fengjum eitthvað fleira en fisk og ál – „eitthvað annað“. Og svo fengum við ýmsan tækniiðnað og nýsköpun í lok síðustu aldar sem var frábært, og uppbygging þeirra byggði ekki síst á tengslum við eldri greinar, t.d. sjávarútveg og á tækniþekkingu, sem er líka frábært. Efnahagstölur á Íslandi breyttust vissulega, en undirliggjandi hegðan efnahagskerfisins hélst í grunninn svipuð. Svo kom skellur árið 2008 og í kjölfar hans birtist ferðaþjónustan allt í einu, nánast yfir nótt, óx, fjárfesti og byggði upp og réði fólk í vinnu um allt land. Allt í einu fengu stjórnmálamenn og efnahagslífið þetta „eitthvað annað“ sem búið var að bíða eftir áratugum saman óvænt upp í hendurnar. Og ferðaþjónustan óx og óx, varð stærsta atvinnugrein landsins, varð mikilvægasta byggðaaðgerð Íslandssögunnar með uppbyggingu atvinnutækifæra og lífsgæða um allt land. Hóf að sækja gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið í stórum stíl og lagði þar með grunn að stöðugra gengi krónunnar, fór að skila jafnvirði heils Landsspítala á ári í nettó skatttekjur í sjóði ríkis og sveitarfélaga og færði stjórnmálamönnum loks hinn heilaga gral íslensks efnahagslífs - viðvarandi jákvæðan vöru- og þjónustujöfnuð (sem hafði áður gerst einu sinni, árið 1947) - og þar með meiri stöðugleika. Íslenskt efnahagslíf var allt í einu orðið líkara Þýskalandi en Grikklandi. Og á grundvelli þess stöðugleika hefur orðið fordæmalaus kaupmáttaraukning og lífskjarabót undanfarin 10 ár. Lærdómurinn af þessari sögu er einfaldur. Ferðaþjónustan er engin offjárfestingabóla. Ferðaþjónustan er fjölbreytnin í atvinnulífinu sem við biðum eftir áratugum saman, kvik grein sem hefur alla burði til að vera ein af stóru aflvélum efnahagskerfisins til framtíðar. Hún er þess vegna besta leiðin til að keyra íslenskt efnahagslíf í gang að nýju þegar þessari kórónakreppu lýkur og þar með besti möguleikinn sem við eigum til að verja með kjafti og klóm þær ótrúlegu lífskjarabætur sem við höfum byggt upp undanfarin 10 ár - einmitt á grundvelli ferðaþjónustunnar. Við viljum fjölbreytt atvinnulíf. Við viljum sterkan alþjóðageira, meiri nýsköpun, öflugan iðnað, stærri hátæknigeira, framsækinn sjávarútveg, hágæða þjónustugreinar o.s.frv. Það er afar mikilvægt að þetta vinni allt saman í fjölbreyttu atvinnulífi. Allt styður þetta hvert annað og ferðaþjónustan er á síðasta áratug orðin einn mikilvægasti hlekkurinn í því samspili sem byggir undir lífskjör og velferð á Íslandi. Það væri glapræði að taka ekki ákvarðanir núna sem tryggja að hún verði það áfram. Það mun nefnilega ekkert „eitthvað annað“ koma skyndilega í staðinn fyrir hana núna. Við biðum í áratugi, þið munið? Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun