Mun harðari niðurskurður blasir við Icelandair Birgir Olgeirsson skrifar 23. apríl 2020 18:25 Forstjóri Icelandair segir mun harðari niðurskurð blasa við félaginu en í síðasta mánuði. Ætlunin er að fyrirtækið verði tilbúið til að geta nýtt sér öll þau tækifæri sem blasa við Íslandi þegar faraldurinn er afstaðinn. Icelandair sagði upp 240 starfsmönnum í síðasta mánuði. Starfshlutfall 92 prósent starfsmanna var skert og laun allra sem héldu starfi lækkuð um 20 prósent. Icelandair flýgur aðeins fimm prósent af áætlaðri flugáætlun í dag og algjör óvissa um framtíðina. „Þetta í rauninni snýst um það að við vitum ekki hve lengi þetta ástand sem við erum í mun vara, hvort það verði þrír, sex eða tólf mánuðir. Þar af leiðandi verðum við að bregðast við þessum algjöra tekjubresti með því að skera mjög mikið niður hjá okkur núna en á sama tíma að halda sveigjanleika fyrirtækisins og grunnstarfseminni þannig að við verðum tilbúin ef að eftirspurnin tekur við sér, hvenær sem er sem það gerist. Þannig að við ætlum að halda innviðunum sterkum í gegnum þetta tímabil,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. En hver er þessi grunnstarfsemi Icelandair? „Það er sölustarfsemin, leiðakerfið þarf að vera tilbúið ásamt flugflotanum. Sömuleiðis starfsfólkið aftur. Því miður þurfum við að segja mjög mörgum upp núna en vonumst til að geta ráðið sem flesta aftur þegar eftirspurnin tekur við sér. Það þarf að halda öllu þessu kerfi gangandi svo við getum farið aftur af stað þegar eftirspurnin fer aftur í gang.“ Fjöldi uppsagna verðu mun meiri um komandi mánaðamótin en í síðasta mánuði. Endanleg tala liggur þó ekki fyrir að sögn Boga. Hann segir að verið sé að teikna þessar niðurskurðaraðgerðir upp næstu daga. Í fyrra störfuðu um 5.000 manns hjá fyrirtækinu. Forstjórinn sér þó tækifæri í framtíðinni. „Við höfum fulla trú á því. Icelandair og Ísland mun hafa mjög mörg tækifæri í framtíðinni. Þó hagkerfi heimsins muni kólna og heildarfjöldi ferðamanna í heiminum muni minnka, þá teljum við að Ísland hafi alla burði til að auka markaðshlutdeild sína. Það verði meiri eftirspurn eftir að komast í víðfeðmið á Íslandi heldur en í biðraðir í stórborgum. Við teljum einnig að það verði tækifæri fyrir tengimiðstöðina í Keflavík fyrir Evrópu og Norður Ameríku. Við höfum séð það áður eftir krísur að afkoma Icelandair hefur verið sterk eftir slíkt og félagið hefur gripið þau tækifæri sem hafa komið.“ Icelandair mun því ná fyrri styrk aftur? „Ég er algjörlega sannfærður um það og það ætlum við að gera.“ Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir mun harðari niðurskurð blasa við félaginu en í síðasta mánuði. Ætlunin er að fyrirtækið verði tilbúið til að geta nýtt sér öll þau tækifæri sem blasa við Íslandi þegar faraldurinn er afstaðinn. Icelandair sagði upp 240 starfsmönnum í síðasta mánuði. Starfshlutfall 92 prósent starfsmanna var skert og laun allra sem héldu starfi lækkuð um 20 prósent. Icelandair flýgur aðeins fimm prósent af áætlaðri flugáætlun í dag og algjör óvissa um framtíðina. „Þetta í rauninni snýst um það að við vitum ekki hve lengi þetta ástand sem við erum í mun vara, hvort það verði þrír, sex eða tólf mánuðir. Þar af leiðandi verðum við að bregðast við þessum algjöra tekjubresti með því að skera mjög mikið niður hjá okkur núna en á sama tíma að halda sveigjanleika fyrirtækisins og grunnstarfseminni þannig að við verðum tilbúin ef að eftirspurnin tekur við sér, hvenær sem er sem það gerist. Þannig að við ætlum að halda innviðunum sterkum í gegnum þetta tímabil,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. En hver er þessi grunnstarfsemi Icelandair? „Það er sölustarfsemin, leiðakerfið þarf að vera tilbúið ásamt flugflotanum. Sömuleiðis starfsfólkið aftur. Því miður þurfum við að segja mjög mörgum upp núna en vonumst til að geta ráðið sem flesta aftur þegar eftirspurnin tekur við sér. Það þarf að halda öllu þessu kerfi gangandi svo við getum farið aftur af stað þegar eftirspurnin fer aftur í gang.“ Fjöldi uppsagna verðu mun meiri um komandi mánaðamótin en í síðasta mánuði. Endanleg tala liggur þó ekki fyrir að sögn Boga. Hann segir að verið sé að teikna þessar niðurskurðaraðgerðir upp næstu daga. Í fyrra störfuðu um 5.000 manns hjá fyrirtækinu. Forstjórinn sér þó tækifæri í framtíðinni. „Við höfum fulla trú á því. Icelandair og Ísland mun hafa mjög mörg tækifæri í framtíðinni. Þó hagkerfi heimsins muni kólna og heildarfjöldi ferðamanna í heiminum muni minnka, þá teljum við að Ísland hafi alla burði til að auka markaðshlutdeild sína. Það verði meiri eftirspurn eftir að komast í víðfeðmið á Íslandi heldur en í biðraðir í stórborgum. Við teljum einnig að það verði tækifæri fyrir tengimiðstöðina í Keflavík fyrir Evrópu og Norður Ameríku. Við höfum séð það áður eftir krísur að afkoma Icelandair hefur verið sterk eftir slíkt og félagið hefur gripið þau tækifæri sem hafa komið.“ Icelandair mun því ná fyrri styrk aftur? „Ég er algjörlega sannfærður um það og það ætlum við að gera.“
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira