Samfylkingin segir að tryggja þurfi framtíð Icelandair Heimir Már Pétursson skrifar 27. apríl 2020 16:41 Nánast ekkert farþegaflug er á vegum Icelandair þessa dagana en félagið hefur sinnt vöruflutningaflugi og sótti meðal annars heilbrigðisvarning til Kína. Stöð 2/Jóhann K. Fulltrúar Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hafa óskað eftir sameiginlegum fundi nefndanna vegna vanda Icelandair. Afar mikilvægt sé að funda um stöðuna á breiðum grundvelli og að þessar tvær þingnefndir Alþingis taki málið til umfjöllunar. „Fyrirtækið er kerfislega mikilvægt og mörg þúsund manns eiga afkomu sína undir starfsemi þess. Það skiptir íslenskan almenning og íslenskt samfélag gríðarlega miklu máli að starfsemi og störf Icelandair séu varin,“ segir í tilkynningu frá þingflokki Samfylkingarinnar. Tryggja þurfi framtíð Icelandair með öflugri aðkomu ríkisins og velja leiðir sem tryggi hagsmuni almennings til lengri og skemmri tíma. Samfylkingin segir Icelandair þjóðhagslega mikilvægt fyrirtæki og vill að staða fyrirtækisins verði rædd á sameiginlegum fundi efnahags- og viðskiptanefndar og fjárlaganefndar Alþingis.Vísir/Vilhelm Logi Einarsson formaður flokksins sagði í Víglínunni á Stöð 2 á sunnudag að stjórnvöld ættu að lýsa því yfir að fyrra bragði að þau muni koma að því að verja stöðu Icelandair. „Ríkið þarf að vera skýrt í öllum sínum yfirlýsingum núna vegna þess að það er auðvitað ekki hægt að fá aukið hlutafé ef að það er ekki vilyrði fyrir styrknum hinu megin frá,“ sagði Logi. Ríkið þyrfti hins vegar að koma hreint fram með hvaða hætti það kæmi að stuðningi við flugfélagið. „Ef við erum að tala um brjálæðislegar upphæðir, kannski meginhlutann af því sem verðmætið í þessu fyrirtæki er, verður ríkið að hugsa hvort það ætli að hjálpa þessu fyrirtæki og leyfa svo mönnum að borga sér arð á næstu árum eða ætlar ríkið með einhverjum hætti að eignast það tímabundið og koma inn í það,“ sagði Logi í Víglínunni. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Fréttir af flugi Samfylkingin Tengdar fréttir Ellefu lífeyrissjóðir eiga nærri helming hlutafjár í Icelandair Ellefu lífeyrssjóðir eru meðal tuttugu stærstu hluthafa í Icelandair þar af er Lífeyrissjóður verslunarmanna annar stærsti hluthafi í félaginu. Formaður VR segir að ekki verði lagt upp í björgunarleiðangur fyrir Icelandair nema félagið standi vörð um réttindi fólks. Þá þurfi fyrst og fremst að huga að því við fjárfestingu að hún sé fýsileg fyrir sjóðsfélaga. 27. apríl 2020 14:05 Sammála um að ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar. 26. apríl 2020 18:47 Fjöldauppsagnir hjá Icelandair eftir helgi Koma mun til fjöldauppsagna hjá Icelandair strax eftir helgi. „Við verðum því miður að grípa til mjög erfiðra og mikilla aðgerða til að minnka útflæði fjármagns.“ Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. 26. apríl 2020 15:00 Skrýtið ef ekki eigi að verja störf í flugi Formaður félags atvinnuflugmanna segir það skrýtið ef ríkisstjórnin ætlar ekki að verja störf í flugi. Stærsti niðurskurður Icelandair blasir við. Ferðamálaráðherra segir fyrirtækið með ærið verkefni í höndunum. 25. apríl 2020 18:48 Icelandair flýgur tugi ferða með lækningavörur frá Kína til Evrópu Þremur Boeing 767 breiðþotum Icelandair verður breytt tímabundið til að sinna hið minnsta 45 fraktflugferðum frá Sjanghæ í Kína til Munchen í Þýskalandi. 24. apríl 2020 13:27 Boðað til starfsmannafundar hjá Icelandair Að því er segir í tilkynningu til starfsmanna um fundinn mun Bogi Nils Bogason, forstjóri fyrirtækisins, fara yfir stöðu mála og svara þeim spurningum sem starfsmenn kunna að hafa. 24. apríl 2020 13:06 Að því er segir í tilkynningu til starfsmanna um fundinn mun Bogi Nils Bogason, forstjóri fyrirtækisins, fara yfir stöðu mála og svara þeim spurningum sem starfsmenn kunna að hafa. 24. apríl 2020 13:06 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Fulltrúar Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hafa óskað eftir sameiginlegum fundi nefndanna vegna vanda Icelandair. Afar mikilvægt sé að funda um stöðuna á breiðum grundvelli og að þessar tvær þingnefndir Alþingis taki málið til umfjöllunar. „Fyrirtækið er kerfislega mikilvægt og mörg þúsund manns eiga afkomu sína undir starfsemi þess. Það skiptir íslenskan almenning og íslenskt samfélag gríðarlega miklu máli að starfsemi og störf Icelandair séu varin,“ segir í tilkynningu frá þingflokki Samfylkingarinnar. Tryggja þurfi framtíð Icelandair með öflugri aðkomu ríkisins og velja leiðir sem tryggi hagsmuni almennings til lengri og skemmri tíma. Samfylkingin segir Icelandair þjóðhagslega mikilvægt fyrirtæki og vill að staða fyrirtækisins verði rædd á sameiginlegum fundi efnahags- og viðskiptanefndar og fjárlaganefndar Alþingis.Vísir/Vilhelm Logi Einarsson formaður flokksins sagði í Víglínunni á Stöð 2 á sunnudag að stjórnvöld ættu að lýsa því yfir að fyrra bragði að þau muni koma að því að verja stöðu Icelandair. „Ríkið þarf að vera skýrt í öllum sínum yfirlýsingum núna vegna þess að það er auðvitað ekki hægt að fá aukið hlutafé ef að það er ekki vilyrði fyrir styrknum hinu megin frá,“ sagði Logi. Ríkið þyrfti hins vegar að koma hreint fram með hvaða hætti það kæmi að stuðningi við flugfélagið. „Ef við erum að tala um brjálæðislegar upphæðir, kannski meginhlutann af því sem verðmætið í þessu fyrirtæki er, verður ríkið að hugsa hvort það ætli að hjálpa þessu fyrirtæki og leyfa svo mönnum að borga sér arð á næstu árum eða ætlar ríkið með einhverjum hætti að eignast það tímabundið og koma inn í það,“ sagði Logi í Víglínunni.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Fréttir af flugi Samfylkingin Tengdar fréttir Ellefu lífeyrissjóðir eiga nærri helming hlutafjár í Icelandair Ellefu lífeyrssjóðir eru meðal tuttugu stærstu hluthafa í Icelandair þar af er Lífeyrissjóður verslunarmanna annar stærsti hluthafi í félaginu. Formaður VR segir að ekki verði lagt upp í björgunarleiðangur fyrir Icelandair nema félagið standi vörð um réttindi fólks. Þá þurfi fyrst og fremst að huga að því við fjárfestingu að hún sé fýsileg fyrir sjóðsfélaga. 27. apríl 2020 14:05 Sammála um að ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar. 26. apríl 2020 18:47 Fjöldauppsagnir hjá Icelandair eftir helgi Koma mun til fjöldauppsagna hjá Icelandair strax eftir helgi. „Við verðum því miður að grípa til mjög erfiðra og mikilla aðgerða til að minnka útflæði fjármagns.“ Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. 26. apríl 2020 15:00 Skrýtið ef ekki eigi að verja störf í flugi Formaður félags atvinnuflugmanna segir það skrýtið ef ríkisstjórnin ætlar ekki að verja störf í flugi. Stærsti niðurskurður Icelandair blasir við. Ferðamálaráðherra segir fyrirtækið með ærið verkefni í höndunum. 25. apríl 2020 18:48 Icelandair flýgur tugi ferða með lækningavörur frá Kína til Evrópu Þremur Boeing 767 breiðþotum Icelandair verður breytt tímabundið til að sinna hið minnsta 45 fraktflugferðum frá Sjanghæ í Kína til Munchen í Þýskalandi. 24. apríl 2020 13:27 Boðað til starfsmannafundar hjá Icelandair Að því er segir í tilkynningu til starfsmanna um fundinn mun Bogi Nils Bogason, forstjóri fyrirtækisins, fara yfir stöðu mála og svara þeim spurningum sem starfsmenn kunna að hafa. 24. apríl 2020 13:06 Að því er segir í tilkynningu til starfsmanna um fundinn mun Bogi Nils Bogason, forstjóri fyrirtækisins, fara yfir stöðu mála og svara þeim spurningum sem starfsmenn kunna að hafa. 24. apríl 2020 13:06 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Ellefu lífeyrissjóðir eiga nærri helming hlutafjár í Icelandair Ellefu lífeyrssjóðir eru meðal tuttugu stærstu hluthafa í Icelandair þar af er Lífeyrissjóður verslunarmanna annar stærsti hluthafi í félaginu. Formaður VR segir að ekki verði lagt upp í björgunarleiðangur fyrir Icelandair nema félagið standi vörð um réttindi fólks. Þá þurfi fyrst og fremst að huga að því við fjárfestingu að hún sé fýsileg fyrir sjóðsfélaga. 27. apríl 2020 14:05
Sammála um að ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar. 26. apríl 2020 18:47
Fjöldauppsagnir hjá Icelandair eftir helgi Koma mun til fjöldauppsagna hjá Icelandair strax eftir helgi. „Við verðum því miður að grípa til mjög erfiðra og mikilla aðgerða til að minnka útflæði fjármagns.“ Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. 26. apríl 2020 15:00
Skrýtið ef ekki eigi að verja störf í flugi Formaður félags atvinnuflugmanna segir það skrýtið ef ríkisstjórnin ætlar ekki að verja störf í flugi. Stærsti niðurskurður Icelandair blasir við. Ferðamálaráðherra segir fyrirtækið með ærið verkefni í höndunum. 25. apríl 2020 18:48
Icelandair flýgur tugi ferða með lækningavörur frá Kína til Evrópu Þremur Boeing 767 breiðþotum Icelandair verður breytt tímabundið til að sinna hið minnsta 45 fraktflugferðum frá Sjanghæ í Kína til Munchen í Þýskalandi. 24. apríl 2020 13:27
Boðað til starfsmannafundar hjá Icelandair Að því er segir í tilkynningu til starfsmanna um fundinn mun Bogi Nils Bogason, forstjóri fyrirtækisins, fara yfir stöðu mála og svara þeim spurningum sem starfsmenn kunna að hafa. 24. apríl 2020 13:06
Að því er segir í tilkynningu til starfsmanna um fundinn mun Bogi Nils Bogason, forstjóri fyrirtækisins, fara yfir stöðu mála og svara þeim spurningum sem starfsmenn kunna að hafa. 24. apríl 2020 13:06