Eimskip segir upp 39 starfsmönnum á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. apríl 2020 09:53 Óvissan í efnahagsmálum vegna kórónuveirunnar leikur hlutverk í ákvörðun Eimskips. Eimskip ræðst í hagræðingaraðgerðir í dag. Þeim fylgja uppsagnir, stöðugildum hjá félaginu á alþjóðavísu fækkar um 73, þar af eru 47 á Íslandi. Beinar uppsagnir í heildina eru 54 talsins, þar af 39 á Íslandi. Forstjóri félagsins lækkar laun sín jafnframt um 10 prósent. Í tilkynningu Eimskips til Kauphallarinnar segir að aðgerðirnir séu hluti af „þeirri vegferð að einfalda og straumlínulaga rekstur félagsins með margvíslegum aðgerðum,“ sem staðið hafi yfir undanfarna fimmtán mánuði. Að auki hafi óvissan varðandi þróun mála í íslenska hagkerfinu og á erlendum mörkuðum félagsins vegna COVID-19 áhrif á umfang þessara aðgerða. Sjá einnig: Eimskip losar sig við Goðafoss og Laxfoss Auk fyrrnefndra uppsagna verða ýmsar stöðutilfærslur. Sú breyting verður á framkvæmdastjórn félagsins að Edda Rut Björnsdóttir, sem verið hefur markaðs- og samskiptastjóri Eimskips í rúmt ár, mun taka við samþættu sviði Mannauðs-, markaðs- og samskiptamála. Við þessa breytingu mun Elín Hjálmsdóttir, sem verið hefur framkvæmdastjóri Mannauðssviðs, láta af störfum. Samhliða breytingum á starfsmannahaldi ætlar Eimskip sér að skipta upp innflutningsdeild sinni þannig að áhersla verði annars vegar lögð á stærri fyrirtæki og hins vegar á einstaklinga og minni fyritæki. Erfitt en nauðsynlegt Haft er eftir Vilhelm Má Þorsteinssyni, forstjóra félagsins, að ekki hafi verið auðvelt að ráðast í ofangreindar aðgerðir, sérstaklega ekki að að fækka starfsfólki. „Hún hefur hins vegar verið nauðsynleg þegar litið er til afkomu félagsins síðustu misseri og þá veldur COVID-19 mikilli óvissu sem ekki er hægt að líta framhjá. Með þessum aðgerðum styrkjum við fjárhagslegar stoðir félagsins sem og reksturinn til framtíðar. Þá má ekki gleyma að félagið hefur fjárfest töluvert í sjálfvirknivæðingu og umbótum á ferlum og vinnulagi sem styður við þessar aðgerðir,“ segir Vilhelm og bætir við að sambærilegar aðgerðir séu ekki fyrirsjáanlegar í nánustu framtíð. Samhliða þessu segist Vilhelm hafa farið fram á við stjórn félagsins að laun hans yrðu lækkuð um 10 prósent - „og þannig sýna í verki að þessar hagræðingaraðgerðir nái til allra laga í fyrirtækinu.“ Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eimskip losar sig við Goðafoss og Laxfoss Samhliða breytingum á gámasiglingakerfi Eimskipa hefur félagið ákveðið að losa sig við tvö skip í rekstri. 31. mars 2020 08:58 Skipafélögin hafa aðlagað sig ástandinu Eimskip og Samskip hafa gripið til ráðstafana til að tryggja inn og útflutning. Matvælaflutningar ganga vel en ber á minni innflutningi á bílum, vélum og byggingavörum. 22. apríl 2020 14:15 Uppsagnir hjá Eimskip og TVG-Zimsen Stöðugildum hjá Eimskip og dótturfélagi þess TVG-Zimsen fækkar um fjórtán í skipulagsbreytingum sem taka gildi í dag. 18. febrúar 2020 10:13 Mest lesið Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Sjá meira
Eimskip ræðst í hagræðingaraðgerðir í dag. Þeim fylgja uppsagnir, stöðugildum hjá félaginu á alþjóðavísu fækkar um 73, þar af eru 47 á Íslandi. Beinar uppsagnir í heildina eru 54 talsins, þar af 39 á Íslandi. Forstjóri félagsins lækkar laun sín jafnframt um 10 prósent. Í tilkynningu Eimskips til Kauphallarinnar segir að aðgerðirnir séu hluti af „þeirri vegferð að einfalda og straumlínulaga rekstur félagsins með margvíslegum aðgerðum,“ sem staðið hafi yfir undanfarna fimmtán mánuði. Að auki hafi óvissan varðandi þróun mála í íslenska hagkerfinu og á erlendum mörkuðum félagsins vegna COVID-19 áhrif á umfang þessara aðgerða. Sjá einnig: Eimskip losar sig við Goðafoss og Laxfoss Auk fyrrnefndra uppsagna verða ýmsar stöðutilfærslur. Sú breyting verður á framkvæmdastjórn félagsins að Edda Rut Björnsdóttir, sem verið hefur markaðs- og samskiptastjóri Eimskips í rúmt ár, mun taka við samþættu sviði Mannauðs-, markaðs- og samskiptamála. Við þessa breytingu mun Elín Hjálmsdóttir, sem verið hefur framkvæmdastjóri Mannauðssviðs, láta af störfum. Samhliða breytingum á starfsmannahaldi ætlar Eimskip sér að skipta upp innflutningsdeild sinni þannig að áhersla verði annars vegar lögð á stærri fyrirtæki og hins vegar á einstaklinga og minni fyritæki. Erfitt en nauðsynlegt Haft er eftir Vilhelm Má Þorsteinssyni, forstjóra félagsins, að ekki hafi verið auðvelt að ráðast í ofangreindar aðgerðir, sérstaklega ekki að að fækka starfsfólki. „Hún hefur hins vegar verið nauðsynleg þegar litið er til afkomu félagsins síðustu misseri og þá veldur COVID-19 mikilli óvissu sem ekki er hægt að líta framhjá. Með þessum aðgerðum styrkjum við fjárhagslegar stoðir félagsins sem og reksturinn til framtíðar. Þá má ekki gleyma að félagið hefur fjárfest töluvert í sjálfvirknivæðingu og umbótum á ferlum og vinnulagi sem styður við þessar aðgerðir,“ segir Vilhelm og bætir við að sambærilegar aðgerðir séu ekki fyrirsjáanlegar í nánustu framtíð. Samhliða þessu segist Vilhelm hafa farið fram á við stjórn félagsins að laun hans yrðu lækkuð um 10 prósent - „og þannig sýna í verki að þessar hagræðingaraðgerðir nái til allra laga í fyrirtækinu.“
Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eimskip losar sig við Goðafoss og Laxfoss Samhliða breytingum á gámasiglingakerfi Eimskipa hefur félagið ákveðið að losa sig við tvö skip í rekstri. 31. mars 2020 08:58 Skipafélögin hafa aðlagað sig ástandinu Eimskip og Samskip hafa gripið til ráðstafana til að tryggja inn og útflutning. Matvælaflutningar ganga vel en ber á minni innflutningi á bílum, vélum og byggingavörum. 22. apríl 2020 14:15 Uppsagnir hjá Eimskip og TVG-Zimsen Stöðugildum hjá Eimskip og dótturfélagi þess TVG-Zimsen fækkar um fjórtán í skipulagsbreytingum sem taka gildi í dag. 18. febrúar 2020 10:13 Mest lesið Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Sjá meira
Eimskip losar sig við Goðafoss og Laxfoss Samhliða breytingum á gámasiglingakerfi Eimskipa hefur félagið ákveðið að losa sig við tvö skip í rekstri. 31. mars 2020 08:58
Skipafélögin hafa aðlagað sig ástandinu Eimskip og Samskip hafa gripið til ráðstafana til að tryggja inn og útflutning. Matvælaflutningar ganga vel en ber á minni innflutningi á bílum, vélum og byggingavörum. 22. apríl 2020 14:15
Uppsagnir hjá Eimskip og TVG-Zimsen Stöðugildum hjá Eimskip og dótturfélagi þess TVG-Zimsen fækkar um fjórtán í skipulagsbreytingum sem taka gildi í dag. 18. febrúar 2020 10:13