Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Kristján Már Unnarsson skrifar 2. apríl 2020 08:57 Vegarkaflinn sem á að breikka er milli Hádegismóa og Vesturlandsvegar. Þegar vegurinn var upphaflega lagður var gert ráð fyrir breikkun og sprengt fyrir eystri akbrautinni. Vísir/KMU. Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar norðan Rauðavatns í Reykjavík, frá Vesturlandsvegi að Bæjarhálsi og Hádegismóum. Ljúka á gerð eystri akbrautar en við það breikkar þessi 1,4 kílómetra vegarkafli úr tveggja akreina leið í fjögurra, með aðskildum akstursstefnum og vegriði á milli. Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag, aðeins fimm dögum eftir að tillagan var lögð fram í þinginu. Auglýsing um útboðið birtist sama dag á vef Vegagerðarinnar. Tilboðsfrestur rennur út þriðjudaginn 21. apríl og verða þau opnuð samdægurs. Samkvæmt útboðslýsingu skal verkinu að fullu lokið eigi síðar en 1. nóvember 2020. Liður í verkinu er að lengja undirgöngin þar sem Krókháls liggur undir Suðurlandsveg.Vísir/KMU. Þetta þýðir að sá verktaki sem fær verkefnið þarf aldeilis að bretta upp ermar. Ef þær forsendur eru gefnar að það taki 3-4 vikur að yfirfara tilboð og ganga frá verksamningi og verktaki þurfi síðan 1-2 vikur til að undirbúa sig má vart búast við að hann geti hafist handa fyrr en í byrjun júnímánaðar. Þetta þýðir að hann þarf að klára verkið á innan við fimm mánuðum. Verkið felst ekki aðeins í að leggja nýjan tveggja akreina veg með tvöföldu malbiki. Tengja þarf akbrautina við núverandi vegakerfi, hækka 20 brunna og tengja niðurföll, setja upp 30 ljósastaura og 3,4 kílómetra af vegriði. Þá þarf að lengja og breikka undirgöng við Krókháls. Af öðrum verkum sem Vegagerðin hefur boðið út í þessari viku má nefna uppbyggingu og malbikun fimm kílómetra vegarkafla við Gaulverjabæ í Flóa, austan Stokkseyrar. Þar á að leggja klæðningu á Hamarsveg milli Félagslundar og Hamarshjáleigu. Þar er væntanlegum verktaka einnig gert að spýta í lófana því verklok eru 1. ágúst 2020, þannig að verktími verður vart meira en rétt um tveir mánuðir. Í síðustu viku var boðin út gerð nýs 2,6 kílómetra vegarkafla í Ísafjarðardjúpi, um Hattardal í Álftafirði, sunnan Súðavíkur. Þar á að færa þjóðveginn út að ströndinni og fjær bæjunum í Hattardal og smíða nýja 17 metra langa brú í stað einbreiðrar brúar sem þarna er á Djúpvegi. Því verki skal lokið 15. júlí 2021. Samgöngur Umferðaröryggi Reykjavík Flóahreppur Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar norðan Rauðavatns í Reykjavík, frá Vesturlandsvegi að Bæjarhálsi og Hádegismóum. Ljúka á gerð eystri akbrautar en við það breikkar þessi 1,4 kílómetra vegarkafli úr tveggja akreina leið í fjögurra, með aðskildum akstursstefnum og vegriði á milli. Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag, aðeins fimm dögum eftir að tillagan var lögð fram í þinginu. Auglýsing um útboðið birtist sama dag á vef Vegagerðarinnar. Tilboðsfrestur rennur út þriðjudaginn 21. apríl og verða þau opnuð samdægurs. Samkvæmt útboðslýsingu skal verkinu að fullu lokið eigi síðar en 1. nóvember 2020. Liður í verkinu er að lengja undirgöngin þar sem Krókháls liggur undir Suðurlandsveg.Vísir/KMU. Þetta þýðir að sá verktaki sem fær verkefnið þarf aldeilis að bretta upp ermar. Ef þær forsendur eru gefnar að það taki 3-4 vikur að yfirfara tilboð og ganga frá verksamningi og verktaki þurfi síðan 1-2 vikur til að undirbúa sig má vart búast við að hann geti hafist handa fyrr en í byrjun júnímánaðar. Þetta þýðir að hann þarf að klára verkið á innan við fimm mánuðum. Verkið felst ekki aðeins í að leggja nýjan tveggja akreina veg með tvöföldu malbiki. Tengja þarf akbrautina við núverandi vegakerfi, hækka 20 brunna og tengja niðurföll, setja upp 30 ljósastaura og 3,4 kílómetra af vegriði. Þá þarf að lengja og breikka undirgöng við Krókháls. Af öðrum verkum sem Vegagerðin hefur boðið út í þessari viku má nefna uppbyggingu og malbikun fimm kílómetra vegarkafla við Gaulverjabæ í Flóa, austan Stokkseyrar. Þar á að leggja klæðningu á Hamarsveg milli Félagslundar og Hamarshjáleigu. Þar er væntanlegum verktaka einnig gert að spýta í lófana því verklok eru 1. ágúst 2020, þannig að verktími verður vart meira en rétt um tveir mánuðir. Í síðustu viku var boðin út gerð nýs 2,6 kílómetra vegarkafla í Ísafjarðardjúpi, um Hattardal í Álftafirði, sunnan Súðavíkur. Þar á að færa þjóðveginn út að ströndinni og fjær bæjunum í Hattardal og smíða nýja 17 metra langa brú í stað einbreiðrar brúar sem þarna er á Djúpvegi. Því verki skal lokið 15. júlí 2021.
Samgöngur Umferðaröryggi Reykjavík Flóahreppur Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16