Öllum 152 sagt upp hjá Arctic Adventures Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. apríl 2020 16:03 Úr kynningarefni Arctic Adventures. Artic Adventures Öllum 152 starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures og dótturfélaga verður sagt upp. Uppsagnir þeirra taka gildi um mánaðamótin. Frá þessu greinir Styrmir Þór Bragason, forstjóri Arctic Adventures, í tölvupósti sem hann sendi starfsfólki í dag og Mannlíf birtir. Styrmir hafði áður lýst óánægju með útspil stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins og kallaði eftir því að meira mið yrði tekið af stærstu atvinnugrein landsins, ferðaþjónustunni. Segja má að stjórnvöld hafi svarað kalli hans í gær þegar þau tilkynntu að hið opinbera myndi greiða hluta af uppsagnafresti fólks. Starfsmenn Arctic Adventures höfðu flestir verið komnir niður í 25 prósent starfshlutfall á móti atvinnuleysisbótum, úrræði sem kynnt var í fyrsta aðgerðapakka stjórnvalda, en þeim hefur nú öllum verið sagt upp sem fyrr segir. Styrmir segist þó í bréfi sínu vona að hægt verði að endurráða flest starfsfólk aftur. Sjá einnig: Beið spenntur eftir útspili stjórnvalda en féllust svo hendur Fyrst þurfi að ráðast í „umfangsmikla endurskipulagningu bæði á rekstri og fjárhag Arctic Adventures og dótturfélaga þess. Til að lágmarka áhættu og aðlaga félagið að breyttu rekstrarumhverfi hefur sú erfiða ákvörðun verið tekin að segja upp öllum starfsmönnum Straumhvarfs, Adventure hotels og ITG og miðast uppsagnirnar við 1. maí,“ eins og Styrmir orðar það í pósti sínum. Mikill uppgangur hefur verið hjá Arctic Adventures á síðustu árum, samhliða fjölgun ferðamanna. Þannig hagnaðist Straumhvarf ehf., rekstrarfélag Arctic Adventures, um 747 milljónir samkvæmt ársreikningi síðasta árs, tvöfalt meira árið á undan. Eigið fé jókst um næstum milljarð á milli ára og hefur félagið greitt næstum 730 milljóna arð til hluthafa undanfarin tvö rekstarár, þar af um 530 milljónir eftir uppgjör síðasta árs. Arctic Adventures var þannig metið á 12 milljarða króna í ársreikningi Icelandic Tourist Fund í fyrra. Dagurinn hefur verið blóðugur á íslenskum vinnumarkaði. Fyrir hádegi hafði Vinnumálastofnun borist átta tilkynningar um hópuppsagnir þar sem næstum 300 misstu vinnuna. Kynnisferðir sögðu upp 150, Gray Line 107, Fríhöfnin 30 auk þess sem meirihluta starfsmanna Iceland Travel var sagt upp störfum. Þá var öllum jafnframt sagt upp á Hótel Sögu, eins og Vísir greindi frá nú síðdegis. Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum 265 missa vinnuna í þessum átta hópuppsögnum og allar nema ein tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 29. apríl 2020 12:08 Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Sjá meira
Öllum 152 starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures og dótturfélaga verður sagt upp. Uppsagnir þeirra taka gildi um mánaðamótin. Frá þessu greinir Styrmir Þór Bragason, forstjóri Arctic Adventures, í tölvupósti sem hann sendi starfsfólki í dag og Mannlíf birtir. Styrmir hafði áður lýst óánægju með útspil stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins og kallaði eftir því að meira mið yrði tekið af stærstu atvinnugrein landsins, ferðaþjónustunni. Segja má að stjórnvöld hafi svarað kalli hans í gær þegar þau tilkynntu að hið opinbera myndi greiða hluta af uppsagnafresti fólks. Starfsmenn Arctic Adventures höfðu flestir verið komnir niður í 25 prósent starfshlutfall á móti atvinnuleysisbótum, úrræði sem kynnt var í fyrsta aðgerðapakka stjórnvalda, en þeim hefur nú öllum verið sagt upp sem fyrr segir. Styrmir segist þó í bréfi sínu vona að hægt verði að endurráða flest starfsfólk aftur. Sjá einnig: Beið spenntur eftir útspili stjórnvalda en féllust svo hendur Fyrst þurfi að ráðast í „umfangsmikla endurskipulagningu bæði á rekstri og fjárhag Arctic Adventures og dótturfélaga þess. Til að lágmarka áhættu og aðlaga félagið að breyttu rekstrarumhverfi hefur sú erfiða ákvörðun verið tekin að segja upp öllum starfsmönnum Straumhvarfs, Adventure hotels og ITG og miðast uppsagnirnar við 1. maí,“ eins og Styrmir orðar það í pósti sínum. Mikill uppgangur hefur verið hjá Arctic Adventures á síðustu árum, samhliða fjölgun ferðamanna. Þannig hagnaðist Straumhvarf ehf., rekstrarfélag Arctic Adventures, um 747 milljónir samkvæmt ársreikningi síðasta árs, tvöfalt meira árið á undan. Eigið fé jókst um næstum milljarð á milli ára og hefur félagið greitt næstum 730 milljóna arð til hluthafa undanfarin tvö rekstarár, þar af um 530 milljónir eftir uppgjör síðasta árs. Arctic Adventures var þannig metið á 12 milljarða króna í ársreikningi Icelandic Tourist Fund í fyrra. Dagurinn hefur verið blóðugur á íslenskum vinnumarkaði. Fyrir hádegi hafði Vinnumálastofnun borist átta tilkynningar um hópuppsagnir þar sem næstum 300 misstu vinnuna. Kynnisferðir sögðu upp 150, Gray Line 107, Fríhöfnin 30 auk þess sem meirihluta starfsmanna Iceland Travel var sagt upp störfum. Þá var öllum jafnframt sagt upp á Hótel Sögu, eins og Vísir greindi frá nú síðdegis.
Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum 265 missa vinnuna í þessum átta hópuppsögnum og allar nema ein tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 29. apríl 2020 12:08 Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Sjá meira
265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum 265 missa vinnuna í þessum átta hópuppsögnum og allar nema ein tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 29. apríl 2020 12:08