Stal níu milljónum af ADHD-samtökunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2020 16:26 Þröstur Emilsson var fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu um árabil en tók við starfi framkvæmdastjóra ADHD-samtakanna árið 2013. Honum var sagt upp sumarið 2018 þegar upp komst um fjárdráttinn. Vísir Þröstur Emilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna og fréttamaður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að draga sér níu milljónir króna í starfi fyrir ADHD-samtökin. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Upp komst um brot Þrastar sumarið 2018 og var honum þá vikið frá störfum. Þröstur varði sig sjálfur fyrir dómi og játaði brot sín. Hann var sakfelldur fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti. Ákæran yfir Þresti var í þremur liðum. Millifærði á eigin reikning Hann var í fyrsta lagi ákærður fyrir að hafa dregið sér fjármuni ADHD-samtakanna, samanlagt rúma 7,1 milljón króna á tímabilinu júlí 2015 til maí 2018, með debetkorti, greiðslu reikninga í eigin þágu, veitingu styrks og með millifærslum af bankareikningum samtakanna yfir á eigin bankareikninga. Millfærslurnar inn á eigin bankareikning voru upp á um 6,4 milljónir króna. Þá keypti hann hluti í Ormsson, verslun Símans og Fríhöfninni fyrir tæplega 350 þúsund krónur. Þá millifærði hann 280 þúsund krónur inn á reikning Háskólans í Reykjavík, veitti Viðreisn í Hafnarfirði 100 þúsund krónu styrk. Þröstur var í viðtali við fréttastofu árið 2017 þegar ADHD-samtökin stóðu fyrir sölu á svokölluðum fidget-spilurum í fjáröflunarskyni. Greiddi golfferð til Flórída Í öðru lagi var hann ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sem framkvæmdastjóri með því að skuldbinda ADHD-samtökin á sama tímabili til að greiða fyrir kaup með kreditkorti samtakanna. Kaupin voru samanlagt upp á 2,1 milljón króna. Meðal annars var verslað hjá í verslun Símans fyrir 150 þúsund krónur, Vínbúðinni fyrir 120 þúsund krónur, greiddar flugferðir, aðgangur í Reebok fitness, Spotify og iTunes aðgangur auk kaupa á ferðum með Vita Sport. Þá virðist golfferð til Flórída hafa verið greidd með kreditkorti samtakanna og ýmiss önnur neysla á þessum tímabil. Í þriðja lagi var hann ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa nýtt sér ávinning af brotum sínum. Ekki áður hlotið dóm ADHD samtökin gerðu kröfu um endurgreiðslu upp á 9,2 milljónir króna. Þröstur hafnaði kröfunni og lagði í hendur dómsins að leysa úr henni. Hann játaði brot sitt en óskaði vægustu refsingar. Þröstur hefur ekki áður hlotið dóm og horfði dómurinn til þess við ákvörðun refsingar. En sömuleiðis að hann misnotaði trúnaðarstöðu sína sem framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna. Skýlaus játning var virt honum til málsbóta. Var hann dæmdur í tíu mánaða fangelsi en sjö mánaðanna eru skilorðsbundnir. Þarf hann að greiða ADHD-samtökunum 9,2 milljónir auk dráttarvaxta og 168 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Félagasamtök Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Þröstur Emilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna og fréttamaður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að draga sér níu milljónir króna í starfi fyrir ADHD-samtökin. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Upp komst um brot Þrastar sumarið 2018 og var honum þá vikið frá störfum. Þröstur varði sig sjálfur fyrir dómi og játaði brot sín. Hann var sakfelldur fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti. Ákæran yfir Þresti var í þremur liðum. Millifærði á eigin reikning Hann var í fyrsta lagi ákærður fyrir að hafa dregið sér fjármuni ADHD-samtakanna, samanlagt rúma 7,1 milljón króna á tímabilinu júlí 2015 til maí 2018, með debetkorti, greiðslu reikninga í eigin þágu, veitingu styrks og með millifærslum af bankareikningum samtakanna yfir á eigin bankareikninga. Millfærslurnar inn á eigin bankareikning voru upp á um 6,4 milljónir króna. Þá keypti hann hluti í Ormsson, verslun Símans og Fríhöfninni fyrir tæplega 350 þúsund krónur. Þá millifærði hann 280 þúsund krónur inn á reikning Háskólans í Reykjavík, veitti Viðreisn í Hafnarfirði 100 þúsund krónu styrk. Þröstur var í viðtali við fréttastofu árið 2017 þegar ADHD-samtökin stóðu fyrir sölu á svokölluðum fidget-spilurum í fjáröflunarskyni. Greiddi golfferð til Flórída Í öðru lagi var hann ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sem framkvæmdastjóri með því að skuldbinda ADHD-samtökin á sama tímabili til að greiða fyrir kaup með kreditkorti samtakanna. Kaupin voru samanlagt upp á 2,1 milljón króna. Meðal annars var verslað hjá í verslun Símans fyrir 150 þúsund krónur, Vínbúðinni fyrir 120 þúsund krónur, greiddar flugferðir, aðgangur í Reebok fitness, Spotify og iTunes aðgangur auk kaupa á ferðum með Vita Sport. Þá virðist golfferð til Flórída hafa verið greidd með kreditkorti samtakanna og ýmiss önnur neysla á þessum tímabil. Í þriðja lagi var hann ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa nýtt sér ávinning af brotum sínum. Ekki áður hlotið dóm ADHD samtökin gerðu kröfu um endurgreiðslu upp á 9,2 milljónir króna. Þröstur hafnaði kröfunni og lagði í hendur dómsins að leysa úr henni. Hann játaði brot sitt en óskaði vægustu refsingar. Þröstur hefur ekki áður hlotið dóm og horfði dómurinn til þess við ákvörðun refsingar. En sömuleiðis að hann misnotaði trúnaðarstöðu sína sem framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna. Skýlaus játning var virt honum til málsbóta. Var hann dæmdur í tíu mánaða fangelsi en sjö mánaðanna eru skilorðsbundnir. Þarf hann að greiða ADHD-samtökunum 9,2 milljónir auk dráttarvaxta og 168 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Félagasamtök Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira